Einn á vakt við Hverfisgötu.

Kjaramál lögreglumanna eru í miklum ólestri og hafa lengi verið. Upplýsingar um kjör þeirra eru sláandi, en af því að ekkert verkfall fylgir þeim, drukkna þær í flóði annarra frétta.

Yfirvöld virðast yppta öxlum og lögreglumenn eru seinþreyttir til vandræða, en það er grafalvarlegt mál hvernig málum er nú komið.

Dæmin um fjöldaveikindi, lokaðar hverfisstöðvar og eitt útkall á höfuðborgarsvæðinu sýna ástand, sem ekki er verjandi.

Ég get bætt við einu persónulegu dæmi: Þegar stolið var af mér bakpoka með miklu verðmætum fyrir framan nefið á mér, fleira fólki, öryggisvörðum og öryggismyndavélum í anddyri Landsbankans fyrir viku kom í ljós að aðeins einn lögreglumann var að finna í aðalstöðinni við Hverfisgötu.

Þetta var að vísu  á þeim tíma sem skrifstofunum þar er lokað og húsið tæmdist á augabragði vegna fundar lögreglumanna út af kjaramálum, segir samt sína sögu.

Það er óþarfi að hafa orð um ástandið sem tengd frétt á mbl.is lýsir, og er ekki boðlegt í nútíma samfélagi.   


mbl.is Lögregla greinir frá einu útkalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband