Tregðan skaðaði mest.

Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lent í vandræðum á embættisferli sínum, sem þeir hefðu að mestu getað komist hjá ef þeir hefðu hreinsað málin strax eins vel og þeim var unnt og aldrei dregið neitt undan, heldur hjálpað til við að upplýsa málin.

Í staðinn fór öll orkan í það í upphafi já Hönnu Birnu að bregðast við eðlilegri upplýsingaöflun fjólmiðla sem "ljótum pólitískum leik" og pólitísku samsæri og hjá Illuga var tregðast við að hreinsa málið eftir því sem það var unnt.

Báðir ráðherrarnir eru í hópi yngri ráðherra í gegnum tíðina og hefðu því átt að vera með á nótunum í því umhverfi sem er á upplýsingaöld og öld gegnsæis og hreinna vinnubragða.

 


mbl.is Bætir örugglega ekki stöðu mína segir Illugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Báðir ráðherrarnir eru í hópi yngri ráðherra í gegnum tíðina og hefðu því átt að vera með á nótunum í því umhverfi sem er á upplýsingaöld og öld gegnsæis og hreinna vinnubragða."

Tveir áratugir eru frá því að almenningur byrjaði að nota Netið hér á Íslandi, þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir og allir núverandi ráðherrar, fyrir utan þrjá, voru undir þrítugu:

Sigrún Magnúsdóttir 71 árs,

Kristján Þór Júlíusson 58 ára,

Sigurður Ingi Jóhannsson 53 ára,

Hanna Birna Kristjánsdóttir 49 ára,

Illugi Gunnarsson 48 ára,

Ólöf Nordal 48 ára,

Ragnheiður E. Árnadóttir 48 ára,

Gunnar Bragi Sveinsson 47 ára,

Bjarni Benediktsson 45 ára,

Eygló Harðardóttir 42 ára,

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 40 ára.

Ráðherrarnir eru því að meðaltali fimmtugir.

Þorsteinn Briem, 9.10.2015 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband