Aðeins eftir 22 % af árinu fyrir 58 % útgjaldanna ?

Ef það er rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur að 230 milljónum hafi verið varið í viðhaldsframkvæmda á innanlandsflugvöllum í ár, en að 545 milljónir sé hins vegar áætlun Isavia, er ljóst að til þess að þeim peningum verði varið í þessar framkvæmdir þarf að nota 22% ársins til að framkvæma fyrir 58% útgjaldanna.

Þessi 22% ársins eru vetrarmánuðir og vægast sagt bjartsýni að segja að framkvæmdahraðinn verði næstum þrefaldaður á þessum óhentuga árstíma til þess að koma öllu í lóg.BISA.

Af hugsjón held ég úti næst stærsta flugvelli landsins sem öryggisflugvelli á hálendinu og þarf að borga Isavia fyrir það gjöld.bisa_flughla_19_6_2015[1]

Þessi rekstur svona stórs flugvallar næstum því eins langt frá Reykjavík og hugsast getur kostar mig að meðaltali 6-800 þúsund krónur á ári og ég hefði svo sem ekkert á móti því eftir 15 ára rekstur flugvallarins, þar af 5 ár sem skráðum flugvelli viðurkenndum eftir alþjóðlegum reglum, að eitthvert smábrot af þessu fé sem Isavia virðist ekki ætla að geta komið lóg til viðhalds flugvalla sinna, rynni til Sauðárflugvallar, þótt ekki væri nema úr svonefndum samfélagssjóði fyrirtækisins.  

   

 


mbl.is Hálfsannleikur hjá Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á vef Isavia er greining á viðhaldsframkvæmdum og hvernig fénu hefur verið ráðstafað. Þarna kemur einnig fram að samningur við ríkið um viðhald og framkvæmdir ársins 2015 var undirritaður í júní 2015 og þá gátu útboð vegna framkvæmdanna fyrst hafist. Prósentureikningurinn væri því eðlilegri ef hann miðaðist við sex mánuði í stað tólf. http://www.isavia.is/frettir/vidhaldsframkvaemdir-a-innanlandsflugvollum-fra-arinu-2008/453 

Guðni Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2015 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband