10.10.2015 | 09:01
Ein af komandi afleiðingum launahækkananna ?
Í pistlum hér á síðunni þegar stærstu kjaradeilurnar voru í gangi var farið yfir reynsluna af stórfelldum launahækkunum í þrjá aldarfjórðunga.
Hún var ævinlega sú, að ef hækkanirnar fóru yfir ákveðin mörk, knúðu þær af stað víxlhækkanir launa og verðlags með tilheyrandi verðbólgu og gengisfellingu krónunnar þannig að kaupmáttur jókst sáralítið.
Spurt var hvað hefði breyst, þannig að þetta gerðist ekki nú og bent á, að hlutur sveitarfélaga og ríkis væri meiri nú í launagreiðslum en áður, og þessir opinberu aðilar ætti í meginatriðum aðeins um tvennt að ræða: Að fækka starfsfólki og hagræða eða að hækka opinber gjöld launþega.
Nú hefur fyrsta hækkunin af mörgum dunið yfir hjá Reykjavíkurborg, stórfelld hækkun gjalds fyrir afnot sundlauga, og gefið upp, að það sé aðeins byrjunin.
Litlu sveitarfélögin úti á landi eiga enn erfiðara en hin stóru að mæta launahækkunum starfsfólks og spurningin er aðeins hvort fækkkun starfsfólks og minni þjónusta, hækkun gjalda, eða hvort tveggja fer að dynja yfir.
Opinberum störfum fækkar í Borgarbyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.