10.10.2015 | 18:34
Tónn agaskorts var gefinn í fyrri hálfleik.
Eftir að Íslendingar voru í krafti djarflegs leiks komnir í tveggja marka forystu rétt eftir miðjan fyrri hálfleikinn fóru að koma brestir í hinn sænska aga sem hefur einkennt liðið síðustu misseri.
Menn fóru aðeins of langt út úr stöðum sínum og voru aðeins of seinir til baka til að koma vörninni til aðstoðar.
Örlítill herslumunur og einbeitingarleysi á mikilvægum augnablikum voru nóg til að gefa Lettum færi á að jafna leikinn.
Þessi tónn var gefinn strax í seinni hluta fyrri hálfleiks og við hann losnaði liðið ekki í síðari hálfleik.
Nú þarf að skerpa sænska agann og samheldnina til þess að setja undir þennan leka og þá mun sólin skína á heiði að fullu á ný.
Jafntefli gegn Lettum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Æði margt hér alltaf skort,
en er hægt að laga,
ætíð var hér galið gort,
germanskan þarf aga.
Þorsteinn Briem, 10.10.2015 kl. 19:22
Úr sér kreisti andans lort
átt hefði að þaga
Vísur getur varla ort
vond er Steina baga. ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.10.2015 kl. 23:24
Nú vantar hina framsóknarmennina tvo.
Og allir fara þeir saman á klósettið.
Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.