Hin almenna byssueign er ógnin.

Atburður á borð við þann þegar lögreglumaður steig út úr bíl sínum og skaut umsvifalaust tólf ára dreng væri óhugsandi á Íslandi og í flestum öðrum vestrænum löndum.

Það þarf ekki annað en að horfa á myndbandið til þess að sannfærast um það.

En öryggið, sem almenn byssueign hefur átt að færa Bandaríkjamönnum hefur snúist upp í andhverfu sína, ítrustu ógn.

Barn með leikfangabyssu er metið að jöfnu við vopnaðan hryðjuverkamann.

Ekkert er talið athugavert við það að fjöldamorðingi eigi þrettán byssur til að "nota í sjálfsvörn."   


mbl.is Segja drápið réttlætanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er að sjá af tölfræðinni að almenn byssueign hafi afgerandi áhrif.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.10.2015 kl. 14:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Homicide mechanism chart

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar konur hafa framið fjöldamorð í skólum og kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum?

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sést á töflunni hægra megin um morðtíðnina að af 21 þjóð komast aðeins tvær Evrópuþjóðir á blað, báðar á Balkanskaga, og eru báðar með mun lægri tíðni en Kanarnir.  

Ómar Ragnarsson, 11.10.2015 kl. 18:57

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Taflan hægra megin telur með sjálfsmorð.

Hversu mörg skotvopn eru eða eru ekki hefur *engin* áhrif á *total* fjölda sjálfsmorða.

Factorið það inn, og Serbía & Svartfjallaland detta af listanum.  Og USA.  Og fleiri.

Ef almenn skotvopnaeign væri ógnin, þá væri USA nr 1 á listanum yfir hæstu morðtíðni miðað  við höfðatölu, fylgt eftir af Jemen, Serbíu & Sviss.  Og það væru framin fler morð per capita á Íslandi en í Venezuela.

Reyndu betur, og prófaðu nú að leita heimilda.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2015 kl. 19:36

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Er það endilega almenn byssueign?

https://www.youtube.com/watch?v=pELwCqz2JfE

Steinarr Kr. , 12.10.2015 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband