Hættan við að rugga bátnum.

Orðtakið "að rugga ekki bátnum að tilefnislausu" varð ekki til út í loftið.

Myndlíkingin byggist á þeirri samlíkingu, að ef menn vita ekki um jafnvægið í bátnum, geti það orðið til að honum hvolfi ef á hann kemst of mikil hreyfing eða velta.

Þetta orðtak hefur aldrei verið í meira gildi en nú þegar mannkynið sækir að jafnvægi lífríkis, lofthjúps og hafs á margvíslega vegu án þess að vita til fulls hve afdrifaríkar afleiðingarnar verða að lokum.

Raunar er óvissan ekki meiri en svo, að vitað er að sífellt aukna súrnun sjávar og magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum muni leiða til stórfelldrar röskunar á lífríki jarðar.

Því ætti kjörorðið "ekki gera ekki neitt" að vera í gildi, en fram að þessu hefur getuleysi forystumanna þjóðanna verið algert.

 


mbl.is Jörðin gæti orðið dauð veröld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan tilgátan um hlýnun af manna völdum er aðeins tilgáta er varla von á miklum og kostnaðarsömum aðgerðum. Það fer mikið í taugarnar á þeim sem telja tilgátur vera sannanir. Og hefur gert síðan fyrsti efasemdarmaðurinn hafði orð á því að kannski hefði fórn hreinna meyja engin áhrif á veðrið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.10.2015 kl. 14:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 12.10.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 12.10.2015 kl. 14:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 12.10.2015 kl. 14:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"GMG becomes largest fund yet known to pull out of coal, oil and gas companies in a move chair Neil Berkett calls a hard-nosed business decision justified on ethical and financial grounds."

Guardian Media Group to divest its £800m fund from fossil fuels

Þorsteinn Briem, 12.10.2015 kl. 14:37

10 identicon

Þarna verður náttúran að njóta vafans. Þegar fullkomin sönnun er komin þá er orðið of seint að snúa við.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.10.2015 kl. 16:07

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband