Svona er boltinn: Tap í einum besta leiknum.

Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í leiknum gegn Tyrkjum í kvöld en var í leiknum gegn Lettum.

Tyrkir hafa leikið andstæðinga sína býsna grátt í síðustu leikjum, varist vel, spilað vel og skapað sér mörg færi og skorað mörk, en íslenska liðið lét þá ekki komast upp með neitt og sá við öllum tilraunum þeirra.

Síðan kom óverðskulduð aukaspyrna sem Tyrkir fengu í blálok leiksins og stórglæsilegt skot sem þó munaði hársbreidd að Ögmundur markvörður næði að slá út fyrir.

Markatala Íslands, 17:6, var sú langbesta í riðlinum. Aldrei fyrr höfum við getað verið eins stoltir af landsliðinu okkar.  


mbl.is Tyrkir með Íslendingum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þú, ég og allir hinir erum að láta af hendi renna í hungraðan ríkissjóð með allt of margar óþarfar stofnanir."

Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir
og horfði dulráðum augum
á reislur og kvarða:

51 x 19 + 18 / 102,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.

Ef turninn er lóðréttur
hallast kórinn til hægri.
Mín hugmynd er sú,
að hver trappa sé annarri lægri.

(Steinn Steinarr.)

Þorsteinn Briem, 21.10.2015 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband