KANNANIR OG KJÖRSEÐLAR

Það er alþekkt trix að túlka skoðanankannanir þannig að atkvæði geti fallið dauð niður. Þetta var gert í borgarstjórnarkosningum 2002. Þá tönnluðust fjölmiðlar á því að Ólafur F. Magnússon væri langt frá því að komast inn, fylgið aðeins 2,7 prósent fyrir kjördag í könnunum. Ólafur fékk tvöfalt meira fylgi í kosningunum og komst inn.

Aftur gerðist það sama 2003. Þá mældu skoðanakannanir mest 3,7 prósent fylgi, fjölmiðlar tönnluðust á því að langt væri frá því að þetta fylgi dygði og andstæðingarnir ræddu um dauð atkvæði. Niðurstaðan var hins vegar sú að upp úr kjörkössunum kom tvöfalt meira fylgi.

Nú er enn og aftur þetta sama reynt með því að segja við fólk að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni geti fallið niður dauð og að með því sé stóriðjuflokkunum hjálpað. En þrenn rök mæla gegn því að þetta sé svona.

1. Í könnunum síðustu daga hefur fylgi sumra flokka hlaupið upp og niður um allt að sjö prósentustig á tveimur dögum. Engin leið er að spá nú fremur en 2002 og 2003.

2. Í könnun fyrir þremur dögum sást í fyrsta sinn hvaðan þáverandi fylgi Íslandshreyfingarinnar kæmi og reyndist stærsti hópurinn koma frá Sjálfstæðisflokknum. Næst stærsti hópurinn kom að vísu frá VG en þar er vafalaust um að ræða miðju- og hægri kjósendur sem áður höfðu kosið VG af því að það var eini græni valkosturinn, - en það er einmitt það fólk sem í síðustu tvennum kosningum hefur oft heykst á því í kjörklefanum að kjósa VG og farið aftur á gamla básinn hægra megin.

Þetta fólk gæti átt það til að staðnæmast hjá Íslandshreyfingunni á leið sinni frá VG.

3. Allar kannanir síðustu sex vikur hafa sýnt það sama: Ef Íslandshreyfingin nær 5% fylgi fellur ríkisstjórnin undantekningarlaust og jafnvel fellur líka möguleikinn á hreinni stóriðjustjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins. Og ekki bara það, - þetta er áreiðanlega eina leiðin til að falla slíka stjórn því það er afar ólíklegt að vinstri flokkarnir tveir fái meirihluta.

2- 3ja prósentustiga viðbót Íslandshreyfinginarinnar skapar þrjá nýja þingmenn sem er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri þingmenn en sama prósentustigaaukning hjá öðrum flokkum.

Þetta hafa sérfræðingar séð, svo sem Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ómar

Hér er umfjöllun um ræktun á matarolíu (til eldsneytisframleiðslu) í Amazon skógunum, bæði grein og myndband:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/4561189.stm

Þarna getur þú séð afleiðingarnar sem ferðamálahugmyndirnar þinar hafa hinum megin á hnettinum.

Takk annars fyrir Stiklurnar þínar og allar barnaplöturnar sem þú hefur gefið út og ég raula jafnvel enn þá með sjálfum mér. Gangi þér vel í framtíðinni.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....gulir blýantar eru mjög áhrifamiklir í dag, ekki á morgun!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:49

3 identicon

Já há "Ómar ber ábyrgð á martarolíu framleiðslunni hinum meginn á hnettinum" merkilegt hvað Ómar er orðinn valdamikill.. Annars berum við hin berum ábyrgð á fátækt 3 heimsins þar sem við kunnum okkur ekki hóf í græðgi. Það er ekki búið að segja stopp við fleirri álverksmiðjum í Kanada fyrir ekki neitt og Norðmenn hafa ekki verið að loka sínum álverksmiðjum fyrir ekki neitt, sem reyndar hefur sett heilu byggðarlöginn í algjört uppnám samanber Höyanger. Þetta mun gerast hér einnig. Sérfræðingar innan Landsvirkjunar tala um að byrjað verði á því að loka álverksmiðjum hér eftir 20 ár, þar sem við þurfum þá að nota orkuna í dýrmætari hluti. Hvað verður þá um litlu byggðirnar úti á landi sem hafa gerst háðar þessum iðnaði? Húsavík, Helguvík og Austurland? Nei það er tími til kominn að hugsa aðeins lengra en nefið nær..

Kjósum X við Í og höldum hreinni samvisku

Björg F (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:22

4 identicon

Sælinú

Meðal Íslendingur notar 3000 lítra af olíu á ári. Ef allur heimurinn myndi neyta svona þyrfti að fimmfalda olíuframleiðslu dagsins í dag. Heimsbyggðin er á þeirri leið af því að við sýnum ekki gott fordæmi.

Ein álpappírsrúlla á mann á ári kostar 2 milljónir tonna af áli á ári. Ég vona að þið notið plastfilmu þar sem hægt er og setjið álpappírinn í endurvinnslu eins og ég geri. Það er ekki gaman að koma í heimsókn til formanns Framtíðarlandsins og sjá álbakka í ruslinu.

Ég vildi gjarna eiga jeppa og flugvél en Írak og frumskógar Amazon eru mér of kær til að ég vilji gera þeim það.

Umbúðir eru umhverfisvænar því án þeirra skemmist innihaldið sem umbúðirnar eiga að vernda. Ef þið reiknið aðeins, þá kemur í ljós að ál er afbragðs umbúða efni með tilliti til náttúruverndar en það verður að endurvinna það.

Lesið ykkur nú pínulítið til um það hvað þarf til að vernda náttúruna. Það er ágætt að hafa tilfinningar en kunnátta er nauðsynleg.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:53

5 identicon

kæri Ómar

mig langaði bara að óska þér velfarnaðar og sendi þér og þínum baráttukveðjur á þessum merka degi...

josira

josira (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 19:56

6 identicon

Hvernig sem fer, Ómar, þá áttu virðingu mína fyrir að tala máli náttúrunnar og þakka þér fyrir að vekja athygli á því hve mikið stjórnvöld hafa á prjónunum að virkja. Grunar að margir hafi ekki verið búnir að átta sig á því.

Helga (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 21:27

7 identicon

Kæri Ómar, mig langaði bara til að senda kæra kveðju til þín og þinna.

Ég er ekki sammála því að Íslandshreyfingin sé að stela fylgi frá  þessum og hinum, það á það enginn eins og bent var á af Ingibjörgu hér rétt áðan í kosningasjónvarpinu.

Það eru margir sem hafa ekki þorað að standa með ykkur vegna 5 prósentanna, en ekki gefast upp! Hvar á maður að byrja ef ekki hér? Ég er að kjósa í fyrsta sinn og valdi þinn flokk, því þú ert sá sem ég ber mesta virðingu fyrir og þú hefur virkilega lagt allt í sölurnar fyrir málstaðinn! Það er  það sem fólk ber virðingu fyrir og ég vil benda þér á það hvað þú ert stórkostlegur og merkilegur, fyrir það eitt að hafa gefið þig bókstaflega allan í þessa baráttu.  Ég og mín fjölskylda berum mikla virðingu fyrir þér:)!

 Kær kveðja

Heiðrún (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 02:17

8 Smámynd: Einar Ben

Ómar, til hamingju með að sjá til þess að stjórnin virðist ætla að halda þingmeirihluta sínum, vel af sér  vikið

Einar Ben, 13.5.2007 kl. 06:27

9 identicon

Jæja

Þetta fór nú svona. Endurskoðið nú málefnin ykkar svo ég geti kosið ykkur næst.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 08:05

10 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Íslandshreyfing Ómars dó,

orðin magurt lítið hró.

Eins og lóan suður um sjó,

sveif hún burt í nýjan mó.

Stuðningskona!

Vilhelmina af Ugglas, 13.5.2007 kl. 08:36

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Verð að segja að tæplega 6000 atkvæði er hreint ekki lélegt fyrir nýja hreyfingu. Í raun frábær árangur. Til lukku með það og svo gengur bara betur næst (með aðra landbúnaðarstefnu).

Kveðja úr löndum Ynglinga: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.5.2007 kl. 08:53

12 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta gekk ekki hjá þér núna Ómar.  En miðað við nýja hreyfingu er þetta ekki slæmt.  Þið náðuð að halda umhvefismálunum í umræðunni í þessari baráttu. 

Þórður Ingi Bjarnason, 13.5.2007 kl. 09:04

13 identicon

Vil óska Íslandshreyfingunni til hamingju með að ríkisstjórnin hélt velli.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 09:48

14 identicon

Kæri Þórður

Haltu nú áfram að keyra vistvænt, það er til sóma þó að það þurfi reyndar mun meiri olíusparnað til að geta kallað Ísland "hreint land".

Takk fyrir áhugaverða umræðu, þú ert mín bjartasta von um að snúa Íslandshreyfingunni frá malbiks, bíla og flugvélavernd yfir í náttúruvernd.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 10:05

15 identicon

Takk fyrir kosningabaráttuna.

Það er annars undarlegt að kenna Íslandshreyfingunni um sinn eiginn aumingjahátt. Að hafa ekki getað felld ríkisstjórnina.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:55

16 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Íslandshreyfingin hefur náð góðum árangri í að vekja fólk til vitundar um umhverfismál.  Ég vona bara að Ómar gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn með Margréti Sverrisdóttur sér við hlið og hjálpi Guðlaugi Þór, Illuga og okkar góða fólki við að móta enn sterkari og betri umhverfisstefnu sem allir geta verið stoltir af.  Ómar komdu heim.

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 17:15

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Til hamingju allir með frábæran árangur. Á aðeins 3 mánuðum tókst að byggja afl sem þrátt fyrir lítt vinsæl stefnumál tókst að fá um 6000 atkvæði. Frábær árangur.

Og hey, allt hjal um að Íslandshreyfingin hafi hjálpað stjórninni er stórkostleg della. Skv. síðustu könnunum fyrir kosningar þá tók Íslandshreyfingin flest sín atkvæði frá B og D!!  Þrátt fyrir það tókst D að stórsigra í þessum kosningum miðað við flokk sem er búinn að sitja nú þegar í 16 ár.

Félagshyggjufólk B lista er komið til okkar og Samfylkingar, hvernig stendur á því að félagshyggjufólk D lista treystir sér ekki til þess að standa með persónulegum skoðunum?

En ótvíræðir sigurvegarar án viðmiðs við eytt eða neitt eru að sjálfsögðu VG. Til hamingju VG.

Nú er það okkar allra að standa saman að því að vera stjórnvöldum landsins til halds og trausts við það að verja landið okkar og samfélag.

Ekkert bruðl, grænt ER arðbært.

Baldvin Jónsson, 13.5.2007 kl. 19:55

18 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég vil bara spyrja Guðjón Guðjónsson af hverju hann er að reka sína Framsóknaróþefsstefnu hér hjá Ómari. Les enginn það sem hann skrifar í sínu bloggi?

Og óttarlega er þetta aumur málflutningur hjá þessum mönnum. Það eru aldrei nein rök bara gaspur. 

Að lokum Ómar, haldið áfram þó þingmennirnir séu ekki til staðar er þetta að skila árangri. 

Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 21:46

19 identicon

Já, það má vera að ég hljómi eins og framsóknarmaður.

Það virðist vera orðin lenska á Íslandi að það sé í lagi að sóa öllum náttúruauðlindum bara að maður sé á móti álverum. Þetta er eins og syndaaflausnabréf kirkjunnar forðum. Kauptu jeppa, sólarlandaferð og nýtt parket en mundu eftir að hrækja í áttina að Alcoa.

Biblían kennir okkur að grýta hórur en það hefur hamingjusamlega gleymst. Eins vona ég að fólk líti aðeins í eigin barm og blóti ekki innlendum/erlendum stórfyrirtækjum fyrr en það veit að eigin lausnir séu betri fyrir mannkynið og náttúruna.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:02

20 Smámynd: Báran

Óska Ómari og Íslandshreyfingunni allri til hamingju með áfangann.  Nú hefst vinna við að veita ríkisstjórnjnni, hvernig sem hún verður samsett, aðhald í umhverfismálum.  Um 6 þús. atkvæði er árangur á ekki lengri tíma.

Ég veit að Íslandshreyfingin mun taka vel á móti ykkur Guðlaug og Vilborg, hvar finnið þið annarsstaðar Umhverfisvæna framfarastefnu?

Báran, 13.5.2007 kl. 23:32

21 Smámynd: Báran

 á móti Guðlaugi og Vilborgu átti þetta að vera  

Báran, 13.5.2007 kl. 23:37

22 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég tel kröftum þeirra sem vilja hafa áhrif betur borgið innan Sjálfstæðisflokksins en annars staðar.   Það er bara mitt mat og þarf ekki að endurspegla vilja þjóðarinnar.  Nema hvað 65% hennar vilja Geir Haarde sem forsætisráðherra.   Því segi ég Ómar og félagar komið með ykkar hugmyndir og HAFIÐ ÁHRIF!!!!

Vilborg Traustadóttir, 14.5.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband