Gamla höfrungahlaupið komið á fullt ?

 

Þegar læknar fóru í verkfall varð það niðurstaðan, að ef þeir fengju ekki hærri kauphækkun í krónutölu en aðrir myndi hinn skaðlegi læknaflótti frá landinu vaxa svo mikið að það ógnaði undirstöðum velferðarþjóðfélagsins á Íslandi.

Kjaradómur taldi greinilega að svipað myndi gilda um hjúkrunarfræðinga.

En nú blasir við að allir telja sig eiga kröfu á að fylgja læknum í þessu efni og fari svo að vegna ákvæða í kjarasamningum á almenna markaðnum komi skriða allra launþega í kjölfarið verður ástandið, sem kveikti verkfall lækna,  endurvakið, og ekki bara það, heldur jafnvel hafin verðbólguskriða af nýrri stærð, - nokkuð sem ekki var þó í gangi þegar verkfall lækna hófst.

Þetta er hættan sem blasir við, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hið gamalkunna "höfrungahlaup" í kjaramálum, sem knúði verðbólgu og gengisfellingar krónunnar áfram um margra áratuga skeið.

Því að í viðbót við hættuna á að almenn fyrirtæki telji sig þurfa að velta auknum launakostnaði út í verðlagið hefur komið stóraukinn hlutur opinberra fyrirtækja, þar sem stjórnendur þeirra, fulltrúar skattgreiðenda sem eru launafólk, telja sig verða að hækka þjónustugjöld eða segja upp fólki og draga þjónustu saman.

Fyrsta stóra hækkunin, aðgangur að sundlaugum, er þegar dunin yfir.    


mbl.is Vonlítið að hnúturinn leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég las það einhverstaðar á netinu að stóra hækkunin í sundlaugar væru fyrst og fremst til þess að ná peningum af útlendingum þar sem bannað væri að mismuna fólki eftir þjóðerni með beinum hætti. Að sannir íslendingar keyptu sér hvort sem magnkort sem myndu ekki hækka í verði. Þar að auki var gjaldskráin til aldraðra og öryrkja ekki heldur hækkuð í verði. En ég veit ekki hvort þetta sé satt.

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2015 kl. 08:55

2 identicon

Og það fyndna er að læknarnir náðu samt ekki nema að halda í við þær hækkanir sem hjúkrunarfræðingar höfðu fengið nokkur árin þar á undan.

Það er rétt að árétta að það eru fyrst og fremst opinberir starfsmenn og þá helst þeir sem hafa það aðeins skárra en hinir sem hafa talið sig eiga að fá meira en aðrir. Og beita miskunnarlaust fyrir sig verkfallsvopninu sem bítur mun harðar en á almenna markaðnum þar sem hinir síðarnefndu vita að ef þeir ganga of langt fer vinnuveitandinn á hausinn og þeir missa vinnuna.

ls (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 09:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 17:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 17:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danska krónan, og þar með færeyska krónan, er bundin gengi evrunnar.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

Pólland
er einnig Evrópusambandsríki og þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi, enda er Evrópska efnahagssvæðið sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki á olíuríkið Noregur eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engan áhuga á að segja upp þeirri aðild frekar en Ísland.

Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí næstkomandi.


Og Eistland tók upp evru árið 2011.

Gjaldmiðlar Lettlands og Litháens hafa einnig verið bundnir gengi evrunnar og þessi Evrópusambandsríki taka einnig upp evru á næstunni.

4.3.2013:


"Lettar sóttu í dag formlega um aðild að evrópska myntsamstarfinu og vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót.

Seðlabankastjóri Lettlands sagði Letta nú uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðstöðugleika, vaxtamun, stöðugleika í gengismálum, afkomu hins opinbera og skuldir þess.

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra, er vongóður um áhrif evrunnar. Vextir yrðu lægri, enginn kostnaður við gjaldeyrisviðskipti og erlendar fjárfestingar vænlegri."

Lettar vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót


19.2.2013:


"Guardian hefur eftir Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, að Litháar stefni að því að sækja um aðild að myntbandalaginu á næsta ári og taka upp evru árið eftir."

Litháar stefna að því að taka upp evru eftir tvö ár


Steini Briem, 18.3.2013

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 17:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 17:26

8 identicon

Engvar ahyggjur. Már tekur af thessa haekkun á svipstundu eins og hann gerdi seinast med thví ad haekka stýrivexti um 12% án thess ad thad heyrdist tíst frá verkalýdsfélogunum.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 20:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðill Lettlands var bundinn gengi evrunnar og landið fékk aðild að evrusvæðinu árið 2014.

4.3.2013:

"Seðlabankastjóri Lettlands sagði Letta nú uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðstöðugleika, vaxtamun, stöðugleika í gengismálum, afkomu hins opinbera og skuldir þess."

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 21:02

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fésbókarfærsla Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar landsliðsþjálfara sem búsettur er í Noregi:

"Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti. Sambærilegt húsnæðislán í Landsbankanum er á 7% vöxtum.

Segjum að lánsupphæðin sé 20 milljónir til 25 ára, þá verður mánaðarleg greiðsla 141.476 kr á Íslandi en 87.603 kr í Noregi, munar semsagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni.

En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtargreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18.9 milljónum á þessum 25 árum.

Lántökugjaldið á Íslandi er svo miklu hærra en í Noregi. Það má því segja að miðað við vaxtastig landanna í dag þá er 20 milljón króna lán til 25 ára 19 milljón krónum dýrara á Íslandi en í Noregi."

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband