Mikill meirihluti vill aðgerðir í loftslagsmálum.

Nýgerð skoðanakönnun sem gerð var um afstöðu fólks til aðgerða Íslendinga til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda leiðir í ljós mikinn meirihluta sem hlynntur er því, og er meirihlutafylgi fyrir því í stuðningsmönnum allra stjórnmálaflokkanna, mismikill að vísu.

Nánar tiltekið eru 2/3 hlynntir aðgerðum.

Þetta eru uppörvandi tíðindi, svo framarlega sem stjórnmálamenn, fyrirtæki, stofnanir og almenningur lætur gerðir fylgja orðum tekur þátt í aðgerðum.


mbl.is Virkja fyrirtæki í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu bara ekki hætta að anda Ómar minn?

"Undanfarna áratugi hefur íslenski umhverfisiðnaðurinn haldið því fram að samgöngur og sjávarútvegur séu helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af manna völdum á Íslandi. Einkum hafa menn horft til hins úthrópaða einkabíls og svo hefur útgerðin fengið að fljóta með eins og vaninn er þegar neikvæð umræða er í gangi.

En nú hefur Sigríður Á. Andersen alþingismaður dregið það fram með fyrirspurnum sínum til umhverfisráðherra að bílar og skip bera nánast enga ábyrgð á þeim útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem stafar af athöfnum Íslendinga. Samkvæmt svari ráðherrans í fyrradag eru bílar með tæp 4% og sjávarútvegur 3%.

Með þessu svari hafa stjórnvöld umhverfismála loks viðurkennt að stærstan hluta útblástursins leggi upp úr rotnandi framræstu landi. Það er síðbúin en þakkarverð hreinskilni.

Ekki verður hins vegar betur séð en að íslenskir umhverfissinnar hafi vísvitandi tekið þátt í þeim feluleik og fölsunum ríkisins á útblásturstölum sem átt hafa sér stað fram til þessa dags. Það var þeim líkt.

Og hver ber aftur ábyrgð á þeirri óskaplegu eyðileggingu votlendis sem hér fór fram á síðustu öld? Jú það var ríkisvaldið sjálft sem hvatti menn og styrkti til þess. Sama ríkisvald og ofsækir bíleigendur með ýmsum hætti fyrir þeirra útblástur"

http://andriki.is/post/130806633774

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 23:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að meirihluti Íslendinga ætlaði að "hætta að anda".

Þorsteinn Briem, 15.10.2015 kl. 23:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 15.10.2015 kl. 23:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 00:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"GMG becomes largest fund yet known to pull out of coal, oil and gas companies in a move chair Neil Berkett calls a hard-nosed business decision justified on ethical and financial grounds."

Guardian Media Group to divest its £800m fund from fossil fuels

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 00:01

10 identicon

Helmingur af s.k. gróðurhúsalofttegundum sem sleppt er í loftið er vegna búfénaðar.
Við gætum öll keypt okkur Hummer, þess vegna tvo til þrjá, og samt átt eftir góðan slatta uppá að hlaupa, ef við bara losum heiminn við beljurnar.

En nei, umhverfissóðarnir vilja frekar éta hamborgara og láta okkur öll borga fyrir heimskulegar rafbílapælingar, sem skipta nánast engu í umhverfisvernd.
Plús það, að rafhlöðuframleiðsla og flutningur á drasli til hennar fram og til baka um heiminn, námuvinnsla og annar sóðaskapur, vegur upp á móti sparnaðinum.

Og svo má ekki gleyma, að stærsti hluti rafmagnsframleiðslu fyrir rafbíla í heiminum, er framleiddur með mengandi hætti.

Einhvern tíma, vaknar fólk upp af þessum dásvefni, og sparkar rækilega í rassgatið á þessum bjánum sem af einhverjum undarlegum ástæðum ræðst á bíla, í stað þess að ráðast að raunverulegum vanda.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 00:56

11 identicon

Það kemur ekki á óvart hve margir eru hlynntir því að aðrir dragi úr mengun. Ég held að það hafi aldrei verið vandamál. Ég styð það heilshugar að þú, þín fjölskylda og hverfið sem þú býrð í hætti að fljúga, ferðast í bílum og borða kjöt. Þú aftur á móti vilt að  stjórnmálamenn, fyrirtæki, stofnanir og almenningur grípi til aðgerða.

Þeir eru ekki margir sem geta státað af því að hafa haft lifibrauð sitt af því að þeysast um landið í mengunarspúandi jeppum og flugvélum áratugum saman. Og ætla svo að friða samviskuna með því að stíga út úr mengunarskýinu í gúrkutíðinni og taka nokkra kílómetra á rafmagnshjóli meðan tuðað er um hvað aðrir ættu að gera. Hverfa svo í mökki aftur um leið og eitthvað fréttnæmt gerist. Eins og slæmt foreldri sem segir: Ekki gera eins og ég geri, gerðu eins og ég segi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 01:01

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt ef fréttamenn mega ekki ferðast um landið til fréttaöflunar fyrir nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Mörlenskir "hægrimenn" vilja helst vinna hjá ríkinu og sveitarfélögum.

Það er allt þeirra "andríki"

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 01:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 01:43

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 01:45

15 identicon

100% sammala þér Hábeinn.Al Gore karlinn hefur ekkert gagnrýnt blessaðar kýrnar enda ættaður af miklum kúabændum

https://w3.newsmax.com/LP/Finance/RWL/RWL-Dark-Winter?ns_mail_uid=80659693&ns_mail_job=1597637_12012014&s=al&dkt_nbr=bcyn8xty

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 02:50

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.

"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.

Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.

Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."

Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?


"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 03:00

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 03:04

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 04:40

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Punktur.

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 04:42

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lesið þið grein í Morgunblaðinu í dag um það bull, að bílar eigi bara 4% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hið rétta er nær 18%. Sigríður Andersen fær út 4% með því að taka þá risavöxnu tölu, sem fólst í minnkun á mótvægi við framræslu votlendis á Íslandi fyrir 1990 og bæta henni við í heildartölunni um núverandi útblástur, kreditmegin.

En þessi tala, 11.629 þúsund tonn, táknar aðeins þá möguleika sem eru í framtíðinni til þess að endurheimta kolefnisjöfnunina sem var eyðilögð með framræslunni en alls ekki útblásturinn núna.

Enda er þessi stóra tala, sem gæti smám saman komið til baka debet-megin á útblástursreikningum,  af auðskildum ástæðum alls ekki notuð í Kyoto-bókuninni, þótt Sigríður Andersen skelli henni bara rétt si svona kreditmegin í sinn reikning.    

Ómar Ragnarsson, 16.10.2015 kl. 13:05

21 identicon

"Volkswagen birti aug­lýs­ingu í Frétta­blaðinu í dag þar sem fyr­ir­tækið biðst af­sök­un­ar á að hafa brugðist trausti viðskipta­vina sinna, en ný­lega komst upp um að fyr­ir­tækið hafi svindlað á út­blást­urs­próf­un­um." http://www.mbl.is/frettir/taekni/2015/10/13/volkswagen_bidst_afsokunar/

Hvenær kemur að því að Ómar Ragnarsson biðjist afsökunar á botnlausum bullgreinum um meinta spilliefnið CO2?

Fjölmargar ritrýndar vísindagreinar sýna fram á að koltvísýringur hefur hverfandi áhrif á hitastig jarðar og staðfest greining á CO2 útblæstri á Íslandi sýnir að bílar losa minnstan hluta árlegrar koltvísýringslosunar, samt heldur umhverfisvitkinn ÓR áfram að bulla í stíl þorpara Norðursins.

Framtíð Íslands virðist vera fólgin í að hjóla á rafmagnsreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur á þremur sólarhringum í stað þess að aka þennan spotta á fimm tímum, ef miða má við Talíbanahugsunarhátt ÓRa :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 13:46

22 identicon

Eyjafjallajökull og Holuhraunið skilað svo miklu út í andrúmsloftið að það tæki bíla og skipa eign íslendinga og evrópu  meira en 200 ár til að jafna þá mengun. Getur Kyoto komið í veg fyrir náttúruhamfarir af þeirri stærð sem þessi tvö gos ullu..?? Maðurinn er lítilfjörlegur þegar náttúrann tekur sig til. Og svo eru gos reglulega út um allan heim, þannig að við náum aldrei þeirri mengun sem náttúran býr til sjálf.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 13:47

23 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það væri nú svona einfalt að stjórna veðrinu...

Menn vilja ólmir veðrinu stjórna

vegna þess á fjölmörgu að fórna

ekkert má keyra og fátt eitt má borða

allt til að sólskini forða

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2015 kl. 19:58

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:25

25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hjólaði nú reyndar á 18 klukkustundum milli Akureyrar og Reykjavíkur en ekki 72.

En Hilmari munar ekkert um að þrefalda það og rangfæra um tilgang ferðarinnar, en hann var að sýna fram á að orkan kostaði aðeins 115 krónur og var alveg innlend.

Ómar Ragnarsson, 17.10.2015 kl. 02:40

26 identicon

"Ég hjólaði nú reyndar á 18 klukkustundum milli Akureyrar og Reykjavíkur en ekki 72."

18 klst = 3 x 6 klst = 3 dagleiðir = þrír sólarhringar!

Vistvæni samgöngumátinn hans ÓRa er svo að sjálfsögðu miðaður við sumarmánuðina, enda ekki á Ómar leggjandi að leggjast í samanburðarrannsóknir á ódýru orkunni að vetrarlagi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband