Leikur að tölum.

Grænlandsjökull er í kringum 200 sinnum stærri að flatarmáli en Vatnajökull. Eftir að hafa farið þvert yfir Grænlandsjökul 1999 gerði ég það að gamni mínu að kalla Vatnajökul "skaflinn".

Að bera saman Vatnajökul og Grænlandsjökul er álíka og að bera saman Vatnajökul og Eyjafjallajökul.

Það breytir því ekki að vegna einstæðs samspils elds og íss er Vatnajökull að mínum dómi miklu merkilegri en Grænlandsjökull.

Og Vatnajökull er nógu stór til þess að búa til eigið veðurkerfi, bæði yfir sjálfum sér og í kringum sig.

Og það er út af fyrir sig sláandi um þær stærðir, sem gilda um Grænlandsjökul og þróun hans, að yfirfæra þær á jafn stórt og merkilegt jökulhvel og Vatnajökull er, einkum vegna þess að við Íslendingar þekkjum okkar stóra jökul nokkuð vel.

En það getur verið villandi að segja "ef Vatnajökull bráðnaði jafn hratt" og Grænlandsjökull.

Stærðarmunurinn er svo gríðarlegur að réttara væri að nota hlutfallstölur og gæta verður varúðar að veifa beinum magntölum.

Tregðan, sem ríkir varðandi mörg hundruð metra þykkan ís, er svo mikil, að vitanlega væri óhugsandi að Vatnajökull gæti horfið á tíu árum.


mbl.is Vatnajökull hyrfi á tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stundum fara menn fram úr sér.  Hér er verið að rugla saman hraða og magni.  Hefði verið sagt "jafn mikið" í staðinn fyrir "jafn hratt", þá væri þetta í lagi cool

Marinó G. Njálsson, 16.10.2015 kl. 09:30

2 identicon

Boðskapur glópahlýnunaræringja einkennist af broslegu rugli sem stenst enga skoðun.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 15:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:34

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tilgangurinn með ummælunum sem umtöluð eru, eru að mínu mati þau að draga fram magnið sem bráðnar af Grænlandsjökli á ári.  Þ.e. ígildi Vatnajökuls á 10 árum.  Þetta fer svo allt í hafið.  Sem aftur á móti hækkar yfirborð.  Getur valdið gríðar vandræðum ef yfirborð sjávar fer að hækka mikið og vandræðin gætu komið fyrr ef bráðnunin fer ekki að hægja á sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2015 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband