Ein mynd segir meira en þúsund orð.

Margar af meistaralegum myndum Ragnars Axelssonar í gegnum tíðina hafa sannað ofangreint spakmæli.

Enn bætir hann við í einstakt safn sitt af því fyrirbæri sem alþjóðleg ráðstefna fjallar um í Reykjavík.

Það er ekki alltaf sem forsætisráðherrar Frakka og Breta eru á ferðalagi hér á svipuðum tíma, og það sýnir mikilvægi málefnisins.

Því miður heyrast enn sungnar raddirnar um slæman "umhverfisiðnað" sem velti sér upp úr tilbúnum og röngum kenningum.

Svo langt var gengið í fyrra að fullyrða að loftslag færi nú hratt kólnandi á jörðinni.

Sannast þar enn hvað stórir stundarhagsmunir og hagsmunir fjársterkra valdaafla geta ráðið miklu hjá fjölda fólks.  


mbl.is Magnaðar myndir RAX frá Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 17.10.2015 kl. 02:55

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hver og ein einasta mynd,sem RAX lætur frá sér, er listaverk. Maður tekur jafnvel andköfum yfir sumum. Litmyndir geta verið mjög fallegar, en svart hvítar myndir RAX hafa slíkan karakter að fátt getur verið þeim fremri í ljósmyndun. Alger snillingur á réttri stund, sem smellir af á hárréttum augnablikkum. Tryggð RAX við svarthvítu myndirnar er aðdáunarverð og hefur gert hann að einum fremsta ljósmyndara í heimi. Viðfangsefnið sækir hann yfirleitt útfyrir það hefðbundna og árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá honum. Æfingin skapar meistarann. Meistarinn veit líka hvert hann á að fara eftir efni og þannig er hann sennilega um margt líkur samferðamanni sínum í þessari syrpu.: Hann veit hvert hann ætlar og hverju hann ætlar að ná. Sannkallað náttúrubarn, sem skilur umhverfi sitt. Við sem njótum, njótum svo sannarlega afraksturs hans. Mikið erum við öll heppinn að RAX tók með sér myndavélina í sveitina, sem ungur drengur. Þar skildi hann lífið.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.10.2015 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband