17.10.2015 | 17:46
Verður "öldin okkar" svona, - og enn verri ?
Ýmsar spár sem gerðar voru fyrir síðustu aldamót um það hvernig 21. öldin, "öldinn okkar", sem nú lifum, yrði, og margar þeirra voru svartsýnar á að aukinn friður og færri manndráp vegna styrjalda og átka yrðu einkenni aldarinnar.
Orsakirnar eru ekki aðeins vaxandi átök á milli iðkenda trúarbragða, heldur einnig sívaxandi breytingar á gróðurfari og náttúru vegna mengunar og loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Eyðimerkurnar sækja á, skógar minnka og ofan á þetta bætist að auðlindir fara að þverra.
Á þessu ári hefur orðið breyting til hins verra og enda þótt Sýrland sé í forgrunni, einkum vegna dæmalauss flóttamannastraums þaðan til Evrópu, má ekki gleyma Suður-Súdan og öðrum löndum þar sem ástandið er enn verra.
Að skrifa á þennan hátt um þetta kann að sýnast sem svartsýnisraus, en þvert á móti er nauðsynlegt að benda á umfang og ástæður vandans til þess að efla mönnum hug og dug til að takast almennilega á við hann.
Yfir 250 þúsund dánir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Að skrifa á þennan hátt " Sumir gefa út ljóðabækur með svona text
Það er öllum hollt að gefa sér tíma til að huga að bæði sínu nærumhverfi og fjarumhverfi
Grímur (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 20:28
"Eyðimerkurnar sækja á, skógar minnka og ofan á þetta bætist að auðlindir fara að þverra."(sic)
Þetta er einfaldlega rakinn þvættingur hjá þér Ómar.
Eyðimerkurnar skrýðast grænum gróðri um þessar mundir, skógar vaxa sem aldrei fyrr og olíuverð fer lækkandi vegna offramboðs.
Í stað þess að hverfa á vit spuna og ævintýra - enn eina ferðina - færi betur að þú gerðir heiðarlega tilraun til að kynna þér staðreyndir.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 22:42
Síðastliðinn miðvikudag:
"Skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýnir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda."
"Rúm 12% svarenda telja litla þörf á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en rúmur fimmtungur tók ekki afstöðu í könnuninni."
"Þannig telja 43% fylgjenda Framsóknarflokksins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.
Af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins telja 48% mikla eða frekar mikla þörf á aðgerðum en fjórðungur litla eða mjög litla."
Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun
Þorsteinn Briem, 17.10.2015 kl. 22:54
11.9.2014:
Ólöglegt skógarhögg í hitabeltinu á árunum 2000-2012 jafngildir fimm knattspyrnuvöllum á mínútu
Þorsteinn Briem, 17.10.2015 kl. 23:34
Fyrir það fyrsta er eyðing frumskóga að langmestu til kominn vegna "slash and burn" landbúnaðar og hefur lítið sem ekkert með ólöglegt skógarhögg að gera enda vita þeir sem hafa komið í frumskóg að þar er fátt um nýtanlegan við.
Í öðru lagi hefur mannfall af völdum styrjalda farið lækkandi frá lokum seinni heimstyrjaldar og hvorki stendur í stað eða fer hækkandi.
Í þriðja lagi eru hinir fátæku stöðugt að verða ríkari, þ.e. fátækt fer minnkandi í heiminum og hefur gert í nokkra áratugi.
Í fjórða lagi þá er offramleiðsla á matvælum í heiminum og framleiðslugetan á heimsvísu er meiri en eftirspurnin, sem er aftur ástæðan fyrir lækkandi verði á helstu tegundum matvæla í heiminum, s.s. hrísgjónum, hveiti og maís.
Í fimmta lagi er ekki skortur á neinum hráefnum, hvorki olíu, járni eða yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut.
Staðreyndin er að fólk hefur aldrei haft það betra í mannkynssögunni, lífslíkur meðal hinna fátækustu í heiminum í dag er betri en meðal kóngafólks fyrir 200 árum. Menntun, frítími og you neim it er aðgengilegra en nokkurn tímann áður.
Auðvitað má altaf betur gera en þvaður um að allt sé að fara til andskotans er ekkert annað en röfl heimskra manna.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 01:06
Auðvitað eru allir heimskir nema nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarlokksins.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 01:09
Nafnleysingja Framsóknarflokksins, átti þetta nú að vera.
Og eins gott að skrifa ekki Sjálfsæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 01:31
Ómar Ragnarsson: "Eyðimerkurnar sækja á"(sic)
Ný vísindarannsókn staðfestir að Sahara er að grænka:
"Global warming was supposed to increase the frequency and severity of the droughts, which would make crop-growing unviable and cause even worse famines. According to the United Nations, the outlook for the people in the Sahel was bleak. However in sharp contrast to this gloomy outlook, it seems that global warming has exactly the opposite effect on the Sahara and the Sahel. The Sahara is actually shrinking, with vegetation arising on land where there was nothing but sand and rocks before."
http://www.thegwpf.com/global-warming-ends-drought-in-sahel/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 07:00
Heilaspuni ÓRa minnir óþægilega á ólæsilegar loftslagsskýrslur SÞ:
"Rannsóknin beitti Flesch læsileikaprófinu til þess að greina síðustu 5 útgáfur skýrslunnar, sem kemur út á 4 ára fresti. Síðasta skýrslan fær ákaflega lága einkunn en hún er talin mun minna læsileg heldur en t.d. nokkrar lykilritgerðir í eðlisfræði eftir Albert Einstein og Stephen Hawking, í fagi sem seint verður þekkt fyrir læsileika fræðirita sinna."
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2015/10/18/loftslagsskyrslur_sth_olaesilegar/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.