Já, kominn tími á vetrardekk undir Náttfara ?

Fordómarnir gagnvart rafreiðhjólinu Náttfara, sem ég byrjaði að nota í mars siðastliðinum, hrynja, einn af öðrum.844261B[1]

Sú mótbára að tveir þriðju hlutar sumarsins séu ónothæfir til hjólreiða, er hrunin, sem og að það megi varla anda vindur svo að ekki sé ófært til hjólreiða.

Ein mótbáran var sú að strax og snjór færi að koma á götur yrði ófært til hjólreiða.

Búinn að gleyma því hvernig maður hjólaði sem unglingur í skólann í nánast hvaða veðri sem var.Náttfari við Engimýri

Þá voru aðeins sumardekk á reiðhjólum. Nú er hægt að kaupa negld vetrardekk.

Kannski er tengd frétt á mbl. dulin auglýsing um það að það sé að koma tími til að setja vetrardekkin undir ?


mbl.is Skuldar syninum yfir 600 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áfram brunar Ómar minn,
á ógnarlegum hraða,
alltaf hleypur kapp í kinn,
kallinn lætur vaða.

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 02:11

2 identicon

Fólk hjólar í öllum veðrum, mætir svo blautt, sveitt og illa lyktandi á áfangastað. En þrátt fyrir það þá er þeim mikilvægast að fara varlega og reikna með því að aðrir sjái þá ekki. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/23/hjolreidamanninum_enn_haldid_sofandi/

Hábeinn (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 02:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.9.2015:

"Tólf þingmenn úr öllum þingflokkum, nema Framsókn, hafa lagt fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem kanni leiðir til að efla og styrkja umhverfi hjólreiða.

Í tillögunni segir
áhersla hafi verið lögð á einkabílinn við byggingu samgöngumannvirkja hér á landi.

Bíllinn hafi haft algjöran forgang í borgarskipulagi."

Vilja efla og styrkja umhverfi hjólreiða

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 03:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013

Steini Briem, 7.7.2013

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 03:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hjólavefsjáin er gagnvirkur vefur á vegum Ride The City sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.

Borgarbúar geta slegið inn upphafsstað og leiðarenda og vefurinn sýnir um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Open Street Map á Íslandi götugögn Reykjavíkurborgar án endurgjalds til að leiðavalið byggi á bestu upplýsingum hverju sinni."

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 03:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

Píratar 28%,

Samfylking 25%,

Björt framtíð 8%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 03:48

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekkert má að hjóla á íslandi yfir hávetur og þarf ekki nein spes dekk til. Þegar ég var í námi í Tækniskólanum uppi á Höfða í kringum 1980, að þá hjólaði ég allan veturinn úr efra Breiðholti yfir Árbæjarstífluna, en þá var brúin ekki komin. Þó að það væri slæmt veður, skafrenningur og skaflar, að þá virtist það litlu skipta. Aðal málið var að vera nógu vel klæddur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.10.2015 kl. 06:42

9 identicon

Hjóla allt árið og bý þó hér norður í ra...... þar sem er snjór og hálka 7 mánuði á ári og stundum meira. Mæli með eftir tuttugu ára reynslu af negldum hjóladekkjum að þú hafir fleiri nagla í framdekki en afturdekki. Er með 296 nagla í framdekki en 240 í afturdekki hér fyrir norðan, en á öðru hjóli syðra 240 í framdekki og (líklega) 160 í afturdekki. Það er betra að hafa nagla út á kanta að framan til að stýra betur. Léttara að stíga hjólið ef naglarnir eru færri að aftan.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 09:38

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Illa lyktandi og sveittur". Hvílíkt kjaftæði þegar maður er á rafhjóli með handgjög.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2015 kl. 11:28

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Illa lyktandi og sveittur". Hvílíkt kjaftæði þegar maður er á rafhjóli með handgjöf sem hægt er að nota eina nógu lengi síðasta spölinn á áfangastað til þess að koma þangað í fullkomnu jafnvægi eftir að hafa notað fótaaflið að eigin vali á fyrri hluta leiðarinnar.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2015 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband