Stundum koma upp óvænt mál á fundum stjórnmálaflokkanna.

Erfitt er að spá því fyrirfram um stóra fundi stjórnmálaflokka hvort þar komi upp óvænt mál sem valda umróti eða mikilli athygli út í frá.

Á síðasta landsfundi Samfylkingarinnar var olíumálið af þessum toga; nefnd fundarins lagði fram tillögu að stefnubreytingu sem var samþykkt.

Það kom mörgum á óvart út í frá en var þó eðlilegt þegar skoðuð er ítarleg rannsókn á vegum flokksins fyrir landsfund á öllum atriðum málsins.

Nú er sams konar tillaga uppi á borðinu hjá Vinstri grænum.

Miklu róttækari tillaga hjá Vg er um slit á stjórnmálasambandi við Ísrael. Hún mun áreiðanlega vekja miklar umræður bæði utan flokks og innan.

Hjá Sjálfstæðisflokknum vekur athygli, að ekki er minnst á verðtryggingarmálin í drögum að álykunum fyrir landsfundinn.

Dæmi eru um það frá fyrri landsfundum að inn í tómarúm á einhverju sviði hafa komið tillögur sem hafa heldur betur hleypt lífi í fundina.

Á síðustu landsfundum hefur ESB-málið verið heitt en spurning, hvort það verði það nú.

Ekki þarf landsfundi til þess að bombur séu sprengndar á fundum á vegum flokka.

Þannig var það óvænt ályktun á fundi Alþýðuflokkskvenna í Reykjavík í september 1979 um þáverandi stjórnarsamstarf sem sprengdi stjórnina.  


mbl.is Ekki landsfundur deilna og átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband