22.10.2015 | 19:21
Halldór mátti heita Kiljan og líka Laxness.
Merkilegt er og furðulegt hve langur sá málarekstur hefur staðið lengi að Jón Gnarr megi heita Jón Gnarr og tregða íslenskra yfirvalda í þessu máli hefur verið fáránleg.
Það er nefnilega fjarri því að vera nýtt að rithöfundur og listamaður taki sér eftirnafn, og jafnvel breyti til í því efni.
Halldór Guðjónsson hætti snemma að nota föðurnafn sitt og um miðja síðustu öld var nafn hans Halldór Kiljan Laxness, samanber upphaf eins texta frá þessum árum: "Er Kiljan gerðist Nóbelskáld og og KK blés í sax."
Síðar sleppti Halldór Kiljansnafninu og hét aðeins Halldór Laxness. Og þannig verður það vafalaust áfram.
Jón Gnarr má heita Jón Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dæmi um leyfileg íslensk nöfn, samkvæmt Mannanafnanefnd:
Saxi Melrakki Snæringsson, Jeremías Engill Myrkvason, Aríel Þiðrandi Stormsson, Ljúfur Knörr Gjúkason og Þyrnir Fenrisson.
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 19:38
"13. gr. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni skv. 6. gr., þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því."
"20. gr. Heimilt er að breyta ritun nafns í þjóðskrá án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Slík breyting á nafnritun skal fara fram eftir reglum sem ráðherra setur að höfðu samráði við mannanafnanefnd.
Hver maður getur aðeins fengið slíka breytingu gerða einu sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi."
Lög um mannanöfn nr. 45/1996
"Þjóðskrá Íslands getur við ýmsar aðstæður sem nefndar eru í VI. kafla mannanafnalaga leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenninafni (t.d. að barn verði kennt til stjúp- eða fósturforeldris).
Slíkar breytingar skulu þó aðeins leyfðar einu sinni nema sérstaklega standi á.
Það telst ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað.
Ekki er því þörf á sérstöku leyfi til slíkrar nafnritunarbreytingar heldur skal hún tilkynnt Þjóðskrá Íslands.
Dæmi: Dóttir Maríu og Guðmundar Karls er nefnd Guðmundsdóttir en má þess í stað nefnast Maríudóttir eða Karlsdóttir."
"Þjóðskrá Íslands getur leyft aðrar breytingar á ritun nafns á þjóðskrá, án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Dæmi: Maður getur óskað eftir að fella eitt eða fleiri af nöfnum sínum úr þjóðskrá eða að skammstafa eitt eða fleiri af nöfnum sínum (t.d. millinafn)."
Meginreglur um mannanöfn - Nafnbreytingar
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 19:44
Hún heitir Venus Þrá Hanna,
hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
henni vil Rex í,
hana þar smám saman kanna.
Mannanafnaskrá
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 19:48
Árið 1994 voru 2.227 ættarnöfn skráð hér á Íslandi og ættarnöfn eru nú töluvert fleiri hér en föðurnöfn.
27.4.1996:
Fleiri ættarnöfn skráð hér á Íslandi en föðurnöfn
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 19:55
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 19:57
Það var ekkert mál fyir Jón að fá þessa nafnabreytingu
hann er bara meistari í að spila á fólk
og fannst það "sniðugt" að láta líta út einsog hann væri ofsóttur
eða lagður í einelti - einsog hann hefur oft kvartað yfir
Grímur (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 20:03
Sem sagt, ekkert málefnalegt frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Eingöngu skítkastið eins og fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 20:14
Nú virðist Jón hafa fengið úrlausn tvisvar hjá Mannanafnanefnd og amerískur dómstóll hefði samþykkt óskaða nafnbreytingu. Hefur hann ekki fengið fram sínar óskir? Eiga opinberar stofnanir að vera uppteknar af svona smámálum sérvirtringa? Persónulega er mér alveg sama hvað hann heitir og ég er viss um að hinu opinbera er sama sinnis.
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 22:01
"Hið opinbera" hefur ekki verið sama sinnis, Benóný Jónsson.
Löggjafinn er því "sérvitringurinn" samkvæmt þínum orðum.
Þorsteinn Briem, 22.10.2015 kl. 22:31
Breytti ekki Halldór eftirnafninu í Laxness áður en Alþingi bannaði ný ættarnöfn?
Ég held það. Annars hefði hann ekki fengið að heita þetta.
Var mikið þjóðrembingsmál á sínum tíma mannanöfn og sú skoðun varð ofan á að ættarnöfn væru erlend og óæskileg.
Þeir sem þegar höfðu ættarnöfn fengu þó að halda þeim.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2015 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.