23.10.2015 | 18:48
Ekki dauðastríð heldur nýting nýrra tækifæra.
Ævinlega þegar nýjar aðstæður skapast eða ný tækni ryður sér til rúms, eru viðbrögð manna misjöfn við því. Sumir sjá ógn í breytingunum og fara í harða andstöðu til að halda fast í fortíð, sem kannski er hægt að framlengja en ekki til frambúðar.
Aðrir sjá ekki ógn í óhjákvæmilegum breytingum, heldur ný tækifæri.
Hjólreiðastöð N1 í Fossvogi er dæmi um þetta, sömuleiðis íblöndun í dísilolíu hjá Olís sem minnkar mengun og í júní ætlaði Atlantsolía að standa fyrir sparakstri milli Akureyrar og Reykjavíkur, en afspyrnu slæmt veður kom í veg fyrir það.
Á leið minni á rafhjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur kom ég við á fimmm bensínstöðvum og fékk að tengja hjólið við innstungu til að hlaða það á þremur bensínstöðvum, þar sem mér var vel tekið.
Myndirnar eru teknar hjá N1 í Staðarskála og hjá Olís í Borgarnesi, en í lokin var fengið rafmagn hjá Olís í Mosfellsbæ.
Olíufélögin eiga góða möguleika að ganga í endurnýjun lífdaga og endurfæðast með því að nýta tækifærin sem óhjákvæmileg orkuskipti munu gefa.
Dauðastríð olíufélaganna hafið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Sjálfstæðis- var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.
Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og allir vissu banameinið hans.
En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben. í N1 Company.
Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.