15.5.2007 | 09:36
FRAMSÓKN GETUR EKKI HÆTT
Forystumenn Framsóknar voru með digurbarkalegar yfirlýsingar fyrir kosningar um að flokkurinn væri hættur í ríkisstjórn ef hann fengi ekki góða útkomu. Auðvitað var ekkert að marka þetta. Á tólf ára slímsetu hafa stjórnarflokkarnir byggt upp valdakerfi sem ekki er hægt að slíta sig frá.
Tilboð VG og Samfylkingar um að Framsókn yrði utan stjórnar og verði vinstri stjórn falli er fráleitt miðað við þá sterku samningsstöðu sem Framsókn hefur og byggist á því að eina ferðina enn er flokkurinn í óskastöðu á miðjunni þrátt fyrir tap.
Þetta er sama staðan og flokkurinn hafði 1978 og spilaði svo frábærlega úr þá sem tilhlaupi yfir í kosningasigur árið eftir.
Það eina sem þetta tilboð gerir er að ergja Framsóknarmenn. Nú er sennilega of seint að bjóða Framsókn að vera með í stjórn eins og átti að gera strax í byrjun.
En það sýnir muninn á 1978 og 2007 að 1978 sagði stjórn af sér sem hafði fjögurra sæta meirihluta á þingi og 55 prósent þjóðarinnar á bak við sig. Þá lásu menn skilaboð frá þjóðinni en ekki nú.
Athugasemdir
Ég hef nú aldrei verið hrifinn af Framsókn en þó er þar einn maður sem mér finnst eiga erindi á þing og það er formaður þeirra, Jón Sigurðsson. Hann hefur komið með ígrundaðar sáttatillögur sem hefði mátt ræða frekar en þið kusuð að gera lítið úr þeim.
Það að vera náttúruverndarsinni á Íslandi í dag er svipað og að vera mannréttindasinni í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001. Maður er með eða á móti. Þar sem mér er stillt upp við vegg og verð að skipa mér í fylkingu þá kýs ég hina fylkinguna. Áfram Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þó að þið hafið ekki fengið atkvæðið mitt :)
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:24
Framsóknarmenn eru haldnir sjálfseyðingarhvöt og eru hættir að koma á óvart. Það er orðin regla hjá þeim að segja eitt og gera annað. Kosningaloforðin ekki 5 aura virði. Það er að vísu ágætt að fólk viti hvar það hefur þá.
Nú tala þeir um að gera þingmennina að ráðherrum og varaþingmennina að fullgildum þingmönnum. Líklega eru Jón og Jónína líka ráðherraefni hinnar "nýju" ríkisstjórnar. Jón með sín 6,2% og Jónína með sín 5,9%.
Það væri hægt að spara mikinn tíma og peninga með því að sleppa kosningunum. Það er orðið eins konar náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn fær sín 35-40% og hækjan reddar því sem upp á vantar. Saman mynda þessir flokkar ríkisstjórn, um það þarf ekki að ræða frekar. Líklega er samt hyggilegast að breyta 5% reglunni á næsta kjörtímabili ef ske kynni að fylgi Framsóknar haldi áfram að sturtast niður. Framsóknarmenn þurfa að vísu ekki að fylgja lögum og reglum eins og dæmin sanna.
Sigurður Hrellir, 15.5.2007 kl. 11:38
Leiðinlegt að þú komst ekki á þing Ómar. Nú lítur hins vegar út fyrir að framboð Íslandshreyfingarinnar hafi framlengt líf þessarar stjórnar. Þessi 5% regla er mjög ósanngjörn að mínu mati.........
Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.5.2007 kl. 12:16
Alveg finnst mér ótrúleg þessi umræða um hvað sé best fyrir framsóknarflokkinn, hvort sé betra fyrir hann að styrkja sig innan eða utan stjórnarráðsins. Stjórnarráðið er ekki heilsuhæli fyrir afdankaða stjórnmálaflokka og stjórnmál eiga ekki að snúast um hvað er best fyrir flokkana heldur fólkið í landinu. Hvernig væri að framsóknarmenn hugsuðu nú aðeins um hvaða vilja kjósendur sýndu, en ekki hvað er best fyrir þá sjálfa.
Linda (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:26
Þetta eru sorgleg úrslit. En með sínar björtu hliðar. Stjórnin fékk 48% sem sýnir að 52% þjóðarinnar, (eða það sem er kallað meirihlutinn) hafnaði stefnu hennar.
Þó ég sé nú Samfylkingarmaður þá sé ég lítið gagn í að reyna að kenna einum né neinum um úrslit kosninganna. Það er ómögulegt að segja til um það hvernig hlutir hefðu farið, en mér finnst verulega sorglegt að hvorki þú né Margrét náðuð inn á þing.
Hins vegar er baráttunni ekki lokið. Ef umhverfisverndarsinnar sameinast þá getum við náð forsetaembættinu, og ef við getum notað málskotsrétt forsetans til þess að kalla til atkvæðagreiðslna um virkjanir, þá á ég von á því að meir en 50% muni hafna virkjunum. Ólafur Ragnar er ekki vís til að bjóða sig fram aftur.
Þá vaknar bara spurningin, hver fer í framboð, þú? Vigdís aftur? Andri Snær?
Mér er svo sem sama, en ég myndi styðja hvern sem væri til í að berjast fyrir náttúru Íslands.
Snæbjörn Brynjarsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:18
Það var fjallað um manninn sem barðist gegn þrælahaldi um daginn á BBC. Áður en hann byrjaði var fólk algerlega blint á afleiðingar þrælahalds þannig að hann þurfti að verða sér úti um nokkur pyntingartól sem notuð voru gegn þrælum og ganga með þau í hús til að sýna og þá áttaði fólk sig á ástandinu.
Í dag virðist fólk vera algerlega blint fyrir útflutningi á náttúrueyðingu. Ómar skrifar harðorða grein gegn CO2 en boðar aukna losun CO2. Allur sóðaskapur er leyfilegur bara að hann sé ekki staðsettur á Íslandi, jafnvel þó útflutningurinn feli í sér aukinn sóðaskap. Og nú er komin fram hugmynd um að gera einhvern æðstu prestanna í þessari samkundu að forseta.
Ef ég fer til Brasilíu og kem til Íslands með Indíánaþjóðflokk sem hefur verið hrakinn af landi sínu til að búa til lífrænt eldsneyti á TF-FRÚ, myndi það opna augu ykkar? Hvað er hægt að gera?
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:00
Þeir sem ýmist þakka Ómari eða kenna honum um að ríkisstjórnin skuli hafa haldið þingmeirihluta ættu að fara að slökkva á bullinu. Ómar er alls ekki einn í Íslandshreyfingunni heldur einn af mörgum sem þar komu við sögu og það er með öllu óvíst hvernig hefði farið ef ekkert nýtt framboð hefði verið í boði. Stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar ætti að höfða töluvert til hægri manna hvort svo sem margir af þeim kanti kusu hana eða ekki.
Nær væri að kenna þeim um sem héldu á lofti hræðsluáróðri gegn því að kjósa Íslandshreyfinguna og þeim sem hættu við að kjósa hana af sömu ástæðu. Tæplega 6000 Íslendingar létu hins vegar sannfæringu sína ráða og þeirra vegna mun hreyfingin halda áfram að starfa markvisst að skapa hugarfarsbreytingu í efnahags- og umhverfismálum.
Síðast en ekki síst má ekki gleyma að óréttlátar reglur koma í veg fyrir að þessir tæplega 6000 kjósendur eigi sína 2 fulltrúa á Alþingi. Burt með þessa 5% reglu!
Sigurður Hrellir, 15.5.2007 kl. 15:54
Gaui; endilega finndu þennan indíánaþjóðflokk, þeir gætu komið hingað og fengið vinnu í álveri!
Steinn E. Sigurðarson, 15.5.2007 kl. 16:25
Stórfínt Steinn
Það eru víst enn þá 30.000 manns sem þjást vegna olíumengunarslyss í Ecuador. Hefur þú vinnu fyrir 30.000 manns í álverum á Íslandi?
http://www.amnestyusa.org/Business_and_Human_Rights/Chevron_Corporation/page.do?id=1101670&n1=3&n2=26&n3=1242
Nú er víst búið að leyfa olíuleit í öllum regnskógi Ecuador. Slíkt er nauðsynlegt til að fljúga með alla ferðamennina sem Íslandshreyfingin vildi koma til Íslands. Sem betur fer komust skynsamari flokkar til valda sem eru með náttúruvænni framtíðarsýn, þó stefnan sé nú reyndar ekki náttúruvæn.
Kveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:38
Alltaf að grínast Ómar! Slímseta, gott að gera bara grín að þessu.
Það vita það allir sem vilja að Ómar tók sitt fylgi frá Samfylkingunni, það vita það líka allir sem vilja að Vinstri Græn fengu sitt fylgi frá Framsókn. Vinstri Grænir hafa barið á framsókn allt kjörtímabilið og sótt stíft á bændur sem ekki er sammála stefnu framsókn og VG, uppskera eftir því.
Vonadi eru góðar líkur á því að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram, sennilega gæti það verið besti leikur Jóns Sigurðssonar.
Óskarsér
Óskar Óskarsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:29
fLOTT ÓMAR OG TIL HAMINGJU MEÐ KOSNINGASIGURINN...hitt er sorglegt að Framsókn lifir á ellilýfeyrisþegum, með engan sans fyrir nútimanum!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2007 kl. 22:35
Ég kaus Samfylkinguna og er Samfylkingarmaður, en finnst allt þitt starf virðingarvert Ómar, og þykist vita að ef þú hefðir ekki verið svona tillitssamur og "heiðarlegur" gagnvart VG heldur beinlínis hjólað í þá, t.d. vegna beitarmála og uppblásturs sem VG snertir ekki við vegna hagsmuna bænda og Steingríms J og sýnir best að þeir eru ekki umhverfisflokkur, hefði það getað dugað ykkur inn. Svo auðvitað létuð þið Samfylkinguna líka alveg vera en hefðuð kannski ekki þurft svo stóra árás á þá tvo til að tak nóg og fara inn - en af dregnlyndi gerðir þú hvorugt. Reyndar er Samfylkingin nú með einum þingmanni meira en 1999 með nákvæmlega sama fylgi einmitt vegna ykkar svo þeir fengu a.m.k. annan þingmanninn ykkar. - Svo yfir hverju geta þeir kvartað?
Það er því óheiðralegt af þessum flokkum að nudda ykkur uppúr dauðum atkvæðum sem þeir sjálfir settu reglur um sér til varnar. - Þess má einnig minnst að Steingrímur J gaf lítið fyrir viðvarinur um dauð atkvæði þegar hann snéri baki við Margréti Frímanns formanni Alþýðubandalagsins og Samfylkingaráformum hennar heldur stofnaði VG en vegna þess klofnings falla líka alltaf atkvæði dauð sem kannksi hefðu dugað nú.
Auk þess er næsta víst að eindregin hægritílvísun ykkar hafi í senn gert það að verkum að þið náðuð ekki 5% og tókuð a.mk. janft frá hægri og vinstri.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.5.2007 kl. 16:22
Kæru Ómar og Helgi
Ég styð þetta heils hugar með beitarmálin og mér finnst það málefni hvetja enn frekar til umræðu um það hvað er umhverfisvænt og hvað ekki. Allir stjórnmálaflokkar gera einhvern einn þátt umhverfismála að sínu og boða jafnfram margfaldan sóðaskap á öðrum sviðum og svo ganga ásakanirnar á víxl.
Nú legg ég til í síðasta skipti að fólk kynni sér fleiri hliðar umhverfismála þannig að Ísland geti orðið raunverulega hreint land með hreina samvisku. Ekki bara hreint í þykjustunni. Samþykkið að uppblástur, olínotkun, vegagerð, bílnotkun, botnvörpuveiðar, dreifð byggð og óhófleg áburðarnotkun séu umhverfisspjöll og þá skal ég draga til baka stuðning minn við virkjanahyggju.
Afsakaðu hvernig ég hef misnotað bloggið þitt Ómar. Af ofangreindum ástæðum finnst mér hugmyndirnar þínar eiga vera skyldari þjóðernishyggju en náttúruvernd og gegn slíku get ég ekki annað en barist en það ætti að vera þér létt verk að breyta áherslum þínum.
Nú ætla ég að eyða tíma mínum í að finna einhvern orkufrekan iðnað sem mætti flytja til Íslands og reyna að verða ríkur á því nema þið komið mér á óvart og farið að skoða umhverfismál með opnari huga og reynið að draga úr eigin sóðaskap.
Lokakveðja, Gaui
Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:04
Slagorðið var líka"árangur áfram - ekkert stopp"!!!!!!!!!!! Það sýnir að þeir standa við stóru orðin......
Vilborg Traustadóttir, 16.5.2007 kl. 20:59
Það er eitt sem er frekar skrítið í allri þessari umræðu og kemur alltof lítið fram..
Framsókn sýnir að hann er flokkur landsbyggðarinnar með því að vilja henda inn stóriðju hér og þar en það er líka það eina sem hann vil gera. Bændur eru ekkert alltof ánægðir með flokkinn þar sem hann hefur lítið verið að verja þeirra hagsmuna heldur aðallega sláturhúsanna. Bændur eru algjörlega á náð sláturhúsanna..
En hvergi hefur komið fram að færustu sérfræðingar Landsvirkjunar hafa meðal annars sagt að eftir um það bil 20 ár þegar rafmagnið er orðið af skornara skammti þá þarf að byrja að loka álverum hér eins og gert hefur verið í Noregi og brátt verður byrjað á í Kanada. Hvað verður um allar litlu byggðirnar sem eru orðnar háðar álverunum þá???? Er Stóriðjan fyrir byggðirnar eða er þetta afskaplega skammsýn og heimskuleg skammtímalausn..?
Björg F (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 00:22
Gaui minn, ég hef engin álver reist. En það er líklega rétt hjá þér, þessi olíuleit og olíuslys urðu alveg pottþétt útaf því að Ómar Ragnarsson vill minnka stóriðju á Íslandi, það er sérstakt pláss í helvíti fyrir þann indjánahatara!
Steinn E. Sigurðarson, 17.5.2007 kl. 13:50
Munurinn á stöðu Framsóknarflokksins nú og 1978 er sá að 1978 stýrði mjög sterkur foringi flokknum og Sjálfstæðisflokkurinn hafði líka tapað. Núna er augljóslega hver höndin uppi á móti annarri í Framsóknarflokknum og formaðurinn svo nýkominn til sögunnar að hann hafði ekki skapað sér þá sterku stöðu sem Ólafur Jóhannesson hafði á sínum tíma. Því fór sem fór.
Ómar Ragnarsson, 17.5.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.