Svipað hjá BHM núna og 1990 ?

Heildarsamkomulag á vinnumarkaði núna er af svipuðum toga og Þjóðarsáttin 1990 og ætlað að hafa sömu áhrif; að stöðva svokallað "höfrungahlaup" í launakröfum og koma í veg fyrir víxlhækkanir launa og verðlags sem valdi óviðráðanlegri verðbólgu og gengislækkun krónunnar.

Bæði nú og 1990 er svo að sjá að starfsmenn háskólamenntaðs launafólks hafi sérstöðu að því leyti að una illa stöðu sinni.

Ekki man ég hvað það var 1990 sem olli því að það munaði hársbreidd að Þjóðarsáttin færi í vaskinn vegna ágreinings við BHMR, eins og samtökin hétu þá.

Núna eru það lífeyrisréttindin, sem valda því að BHM og KÍ skrifa ekki undir, en BHM er ekki sátt við það hvernig tengingu þeirra við önnur atriði er háttað.

Vonandi verður hægt að leysa þessi ágreiningsmál þannig að á endanum náist svipaður árangur og 1990.  


mbl.is Markar vatnaskil á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÍK (Hið íslenska kennarafélag) og ýmis önnur aðildarfélög BHMR fóru í verkfall 1989 sem skilaði samningi um endurskoðun launakerfis háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, með það að markmiði að þeir nytu sambærilegra kjara og fólk með sambærilega menntun og ábyrgð í einkageiranum. Launahækkun, sem BHMR átti að fá frá 1. júlí 1990 var frestað af hálfu ríkisstjórnarinnar, Félagsdómur dæmdi BHMR hækkunina aftur og ríkisstjórnin ógilti kjarasamninginn frá í maí 1989 með bráðabirgðalögum í ágúst 1990. BHMR, þar á meðal kennarar í HÍK, fengu því ekki aðrar launahækkanir en þær, sem almennt gerðust á vinnumarkaðnum og ekkert varð af leiðréttingu til samræmis við sambærilega starfshópa. Ráðherrann sem gerði þennan samning og braut hann síðan er nú forseti Íslands.

Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa ekki enn, aldarfjórðungi síðar, náð sambærilegum kjörum á við háskólamenntaða starfsmenn í einkageiranum. Að bjóða óljósa "hlutdeild í launaskriði" í framtíðinni dugar því ekki til að þeir gefi lífeyrisréttindi sín upp á bátinn. Það held ég megi fullyrða að enginn háskólamenntaður ríkisstarfsmaður muni samþykkja. Launin þurfa einfaldlega að hækka fyrst og svo má jafna lífeyrisréttindin niður á við eins og SA og ASÍ vilja augljóslega.

En fyrr hygg ég að frjósi í Helvíti.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 19:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafi einhver gleymt að líta á dagatalið er núna árið 2015 en ekki 1990 og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi 1. janúar 1994.

Í dag:

"Þetta fel­ur í sér að byggja upp kaup­mátt á grund­velli lágr­ar verðbólgu og stöðugs geng­is og þar af leiðandi lægra vaxta­stigs.

Þetta seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í sam­tali við mbl.is."

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sjö ár.

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 19:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 19:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2015:

"Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan."

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband