Enn eitt dæmið um styrk íslenskrar kvikmyndagerðar.

Það, að íslensk kvikmynd skuli annað árið í röð fá kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, er enn eitt dæmið um styrk íslenskrar kvikmyndagerðar.

Danir og Svíar hafa hingað til þótt öflugastir á þessu sviði á Norðurlöndum, en litla Ísland stimplar sig rækilega inn þessi misserin.

Beint og óbeint veltir íslensk kvikmyndagerð milljörðum króna, jafnvel í tugavís, en það eru ekki mörg ár síðan að talað var um gildi listgreina fyrir þjóðarbúið með því að segja í hæðnistóni "eitthvað annað" og oftast nefnd fjallagrös sem dæmi.

Til hamingju, íslenkskt kvikmyndagerðarfólk og hæfileíkafólk í öðrum hugverkagreinum, sem enginn ætti lengur að tala í hæðnistóni um.  


mbl.is Fúsi hlaut verðlaun Norðurlandaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frægur er hann Fúsi nú,
fagran steig þar dansinn,
á efri vör var út úr kú,
æsti kvennafansinn.

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:

Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Steini Briem, 8.2.2015

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið fær virðisaukaskattinn og Reykjavíkurborg fasteignaskattinn.

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.9.2013:

"Síðasta ríkisstjórn skar Kvikmyndasjóð heiftarlega niður en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi.

"Erlend fjárfesting í kvikmyndum er langt yfir milljarði króna og tekjur íslenska ríkisins af hækkuninni er um 1,2 milljarðar króna.

Og þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þurfum við að leita að innlendu eða erlendu fjármagni til að fjármagna kvikmyndirnar."

Friðrik segir kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem komi nú með nýtt erlent fjármagn inn í landið.

"Fjölgun erlendra ferðamanna má einnig að stórum hluta rekja til þess að erlendar stjörnur sem hafa verið hér í kvikmyndatökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í erlendum spjallþáttum."

Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna

Þorsteinn Briem, 28.10.2015 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband