30.10.2015 | 08:36
Hin langdregnu stríð.
Því miður er reynslan oftast sú, þegar öflugir bakhjarlar stríðandi fylkinga viðhalda hernaðarmætti skjólstæðinga sinna í staðbundnum stríðum, að þau dragast óhæfilega á langinn, og að eftir á sjá menn, að úrslitin höfðu verið nokkuð fyrirsjáanleg og mestallur stríðsreksturinn því "óþarfur".
Í Kóreustríðinu 1950-53 var nokkkuð fyrirsjáanlegt, að stríðið myndi enda með þrátefli, og að ætlun Vesturveldanna annars vegar eða Sovétríkkjanna hins vegar að þeirra skjólstæðingur ynni sigur, gekk ekki upp í þess tíma hernaðarástandi, því að annars var hætta á að beitt yrði kjarnorkuvipnum með ófyrirsjáanlegum og stórfelldum afleiðingum.
Formlega stendur Kóreustríðið enn og mun halda áfram að gera það á meðan Kínverjar geta ekki sætt sig við að valdhöfum í Norður-Kóreu verði steypt.
Þrjóska og óbrjótanlegur sjálfstæðisvilji Víetmama leiddi til þess að fyrirsjáanlegt nátti vera að jafnvel máttur mesta hernaðarveldis heims yrði í fjötrum.
Stríðið stóð tíu árum lengur en "þurft" hefði til að leiða þessa staðreynd fram.
Átökin í Líbanon stóðu meira og minna í meira en áratug og virtust á tímabili ekki geta tekið enda.
Því miður eru líkur á að í Sýrlandi verði hlutskipti þjóðarinnar enn verri. Stuðningsþjóðir stríðandi fylkinga eiga nóg af hergögnum og möguleikum til stuðnings til þess að dæla inn eldsneytinu fyrir stríðshörmungarnar.
Allra augu beinast að Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.