Einu sinni var Cadillac "standard of the world." Langt er síðan.

Á árunum 1930-52 var Packard það sem Bandaríkjamenn kölluðu "standard of the world", vinsælasti þjóðhöfðingjabíll heims. Í Íslandi var síðasti forseta-Packardinn keyptur árið 1957, og var þá ekki lengur ekta Packard, heldur soðinn upp úr dýrustu gerð Studebaker og stundum nefndur Packard-Baker vestra.

Cadillac tók við frá 1953 en það fór strax að falla á dýrðina á sjöunda áratugnum og Benz S tók endanlega völdin fyrir um 30-40 árum og hefur haldið þeim sessi í harðri samkeppni oft á tíðum, til dæmis frá Lexus 400 um 1990.

Allar atrennur Cadillac til að ná aftur fyrri sessi hafa verið dæmdar til að mistakast og erfitt að sjá að hestaflahamfarahlaup muni geta breytt því.


mbl.is Öflugasti kádiljákurinn til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir þurfa bara væna innspýtingu frá öllum reiðhjólavæddu Jónunum og Gunnunum.  Í nafni menningar og almennrar hagsældar að sjálfsögðu.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/10/30/vilja-taepa-6-milljarda-krona-til-vidbotar-inn-i-ruv/ 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 10:10

2 identicon

Packard var vinsæll þjóðhöfðingjabíll alveg til 1956

Sigurbjörn Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 12:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna þess að hrunið á framleiðslu verksmiðjanna árin á undan hafði ekki áhrif á þá Packarda sem þegar var búið að kaupa.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2015 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband