Athyglisverð ummæli Baltasar Kormáks og fleiri.

Athyglisvert viðtal við Baltasar Kormák var á einum fjölmiðlinum á dögunum, þar sem hann lýsti framferði deiliskrársíðunnar Deildu.

Má furðu gegna að ekkert skuli hafa verið gert í ljósi þeirrar vitneskju sem liggur fyrir um athæfi eiganda síðunnar og að kæra á hendur honum liggi ósnert hjá lögreglu.

Vitað er hver eigandinn er og að hann hagnast drjúgum á því að selja hinn þjófstolna varning, kvikmyndir af ýmsu tagi.

Ágúst Guðmundsson hefur lýst því hvernig milljóna fjárfesting hans í kvikmynd varð deilisíðum að féþúfu og ollu Ágústi stórtjóni.

Laddi lagði í milljóna kostnað við að taka sína stórgóðu sýningu í Hörpu upp á myndband og hugðist selja það til að borga þennan kostnað.

En þessu kvikmyndaefni var umsvifalaust stolið og dreift, og höfundur og framleiðandi þessa myndefnis ekki aðeins rændir afrakstri af framtaki sínu heldur hýrudregnir að stórum hluta.


mbl.is Rétthafasamtök kæra lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert greinilega mjög fáfróður um deiliskrársíður eins og Deildu. Ekkert er til sölu á Deildu, notendur borga ekkert. Ekkert efni er vistað á Deildu. Deildu er linkasíða í efni sem aðrir vilja dreifa og vistað er á þeirra tölvum. Ef þú værir með deiliskiptaforrit þá gætir þú sótt  “Everest”  eins og þú sækir moggan með vafranum.

Mogginn, mbl.is, er einnig höfundarréttarvarinn en þú getur lesið hann vegna þess að það er ekki bannað að sækja höfundarréttarvarið efni. Linkurinn í moggafréttina hjá þér er eins og linkarnir á Deildu, efnið sem þú ert að bjóða er ekki hjá þér. Og þessi linkur á Everest gerir þína síðu að deiliskrársíðu eins og Deildu...og þú græðir jafn mikið

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 20:13

2 identicon

Af hverju halda framleiðendur að þeir séu að tapa einhverjum upphæðum á þessu niðurhali, þeir sem sækja þessar myndir myndu í fæstum tilfellum fara á þessar myndir í bíó ef það væri eina leiðin til að sjá þær.

wilfred (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 20:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á maður sem sé að trúa því að þeir listamenn sem ég vitna í fari með hreint bull?

Ómar Ragnarsson, 30.10.2015 kl. 22:14

4 identicon

Já. Þessir listamenn sem þú vitnar í hafa greinilega litla sem enga þekkingu á því hvernig þetta virkar, eins og þú og svo margir aðrir.

Ert annars flottur Ómar, með skynsamar skoðanir á hinum flestu málum, bara ekki þessu.

Dude (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 22:38

5 identicon

Hafi listamennirnir verið að halda því fram að verk þeirra hafi verið boðin til sölu á deiliskrársíðum þá er það hreint bull. En hvort þeir sögðu það eða hvort þú sért að umorða, skreyta og ýkja eins og þér er tamt veit ég ekki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 03:08

6 identicon

Munurinn á því að sækja síður á mbl.is og að hala niður Everest með deiliskiptaforrit er sá að annað er síða sem er opin öllum (vegna þess að höfundarréttarhafar ákveða það) en hitt er hreinn og klár þjófnaður.  Þótt tæknin geri manni kleift að stela á auðveldan hátt getur það aldrei réttlæt þjófnaðinn. Og að halda því fram að listamenn og framleiðendur tapi engu þótt eintökum af verkum þeirra sé dreift ókeypis í þúsunda eða tugþúsunda tali lýsir ótrúlegri forherðingu og/eða heimsku.

Gísli (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 03:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður rekið beint ofan í þig, Hábeinn, aðdróttanir þínar um að ég falsi ummæli annarra eða jafnvel búi þau til, en það var þá og er enn eins og að sketta vatni á gæs.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2015 kl. 13:39

8 identicon

Munurinn á því að sækja síður á mbl.is og að hala niður Everest með deiliskiptaforrit er lagalega enginn. Lögin segja að það sé ekkert til sem heitir ólöglegt niðurhal. Sé efnið á internetinu þá mátt þú hlaða því niður, hvort sem það er á mbl.is, youtube eða deildu. Lögin gera ekki ráð fyrir því að þú vitir hver setur efnið á síðurnar og hvort þeir hafi til þess heimild höfunda. Ábyrgðin á því að efni á síðum sé löglega fengið liggur alfarið hjá þeim sem bjóða efnið en ekki þeim sem þiggja.

Ómar hefur til dæmis stundum birt gamlar myndir af bílum og fleiru sem hann hefur ekki sjálfur tekið. Tónlist er vinsælt efni á facebook og hjá sumum bloggurum.  Þegar við svo opnum blogg eða facebook síðu þá verðum við ekki sek um þjófnað þó myndirnar séu birtar án heimildar höfunda. Það er Ómars að bjóða aðeins efni sem hann má bjóða en ekki okkar að vita hvort hann er með heimild höfundarrétthafa eða ekki.

Nú, klukkan 2, er Ómar búinn að bjóða sínum lesendum upp á niðurhal á Everest í 18 klukkutíma. Hversu margir hafa sótt mynd Baltasars í boði Ómars á þeim tíma? Hvað hefur Ómar grætt mikið á því að halda úti deiliskrársíðu?

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 14:12

9 identicon

Og Ómar, aðdróttanir mínar um að þú falsir ummæli annarra eða jafnvel búi þau til stendur óhögguð. Fátæklegt yfirklór þitt hefur ekki afsannað neitt. Hérað ogan ert þú, að eigin sögn, að vitna i aðra. Sýndu okkur orðrétt hvað þessir listamenn sögðu svo við getum séð hvort þú farir rétt með tilvitnanirnar. Og það þýðir ekkert að koma aftur með að um einkasamtal ykkar tveggja hafi verið að ræða.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 14:20

10 identicon

"Ágúst Guðmundsson hefur lýst því hvernig milljóna fjárfesting hans í kvikmynd varð deilisíðum að féþúfu og ollu Ágústi stórtjóni."  Ómar Ragnarsson. #######   Hið rétta er að...Ágúst Guðmundsson leikstjóri segir frá reynslu sinni af myndbandsdreifingarrisanum Youtube.....Leikstjórinn þekkti kveðst ósáttur við það að mynd sinni, og öðrum listaverkum, sé dreift ókeypis á vefsíðum...   http://www.visir.is/agust-gudmundsson--a-ekki-annan-kost-en-ad-logsaekja/article/2014140929838

"Athyglisvert viðtal við Baltasar Kormák var á einum fjölmiðlinum á dögunum, þar sem hann lýsti framferði deiliskrársíðunnar Deildu....Má furðu gegna að ekkert skuli hafa verið gert í ljósi þeirrar vitneskju sem liggur fyrir um athæfi eiganda síðunnar og að kæra á hendur honum liggi ósnert hjá lögreglu....Vitað er hver eigandinn er og að hann hagnast drjúgum á því að selja hinn þjófstolna varning, kvikmyndir af ýmsu tagi."  Ómar Ragnarsson.   #######   Hið rétta er að Baltasar sagði..„Þetta er síst gagnvart mér. Þetta er verst gagnvart kollegum mínum sem berjast í bökkum. Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Menn eru mörg ár að reyna vinna þetta. Svo kemur einhver svona low life karakter og stelur þessu og setur þetta inn á netið. Til hvers? Svo fólk geti horft á íslenskar kvikmyndir ókeypis.    http://www.dv.is/frettir/2015/10/12/menn-vita-hver-thessi-naungi-er-hans-skuldadagar-munu-koma/

Og um Deildu segir Laddi "Ég var að gefa út DVD disk með sýningu minni "Laddi lengir lífið", sem sýnd var í Hörpu, og einhver óprúttinn náungi hefur sett diskinn (upptökuna) á ... þar sem fólk getur náð í þetta ókeypis. Þetta er nú einu sinni lifibrauð okkar listamanna. Þetta er ekki góðverk ef maðurinn/konan, heldur það."   http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/laddi-sar-og-osattur-hvad-graedir-thessi-einstaklingur

Þá vitum við hvernig Ómar vitnar í aðra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 18:15

11 identicon

Það er algerlega skýrt í höfundarréttarlögum að fjölföldun á höfundarréttarvörðu efni án leyfis höfundarréttarhafa er ólögleg. Þegar tónlist, kvikmyndum eða öðru slíku er dreift á netinu án leyfis höfundarréttarhafa er því um skýrt lögbrot að ræða. Semsagt þjófnaður. Það er einnig skýrt lögbrot að taka við þýfi og nota það í eigin þágu. Það er alveg sama hvernig litið er á þetta, ólöglegt niðurhal er einmitt það: Ólöglegt. Fyrir nú utan hvað það er siðlaust.

Gísli (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 23:13

12 identicon

Hér þarf að hafa margt í huga:

1) Afritun hugverka er ekki þjófnaður - Þjófnaður er að svipta einhvern eign sinni, það á sér ekki stað með afritun hugverka.  Eigandi hugverksins er ekki sviptur eign sinni.

2) Það er rétt sem fram hefur komið - Engin torrent-síða selur eitt eða neitt, enda hafa þær ekkert að selja.  Þær eru bara milliliður milli tveggja eða fleiri notenda sem eru að deila bætum. Einu tekjurnar eru hugsanlegar auglýsingatekjur.

3) Af einhverri furðulegri ástæðu ákváðu stjórnvöld að setja skatt á myndbönd, geisladiska og brennara sem var svo skilað til höfundarréttarhafa, án þess að þessar vörur væru notaðar til að afrita hugverk.  Þarna er um löglegann þjófnað að ræða.  Stjórnvöld sviptu kaupendur eign sinni, peningum, og afhentu öðrum aðila án þess að sá aðili ætti í raun nokkurn rétt á þeim peningum.

4) Kaupendur hugverka eru réttlausir gagnvart höfundarrétthöfum.  Þeir kaupa einhverja tónlist eða kvkmynd sem rétthafar hafa auglýst sem "ógleymanlegt listaverk", "brjálæðislega fyndið", Gríðarlega spennandi" o.s.frv. og svo þegar upp er staðið er verkið bara algjört drasl.  Réttur kaupandans er enginn, enginn skilaréttur, engar skaðabætur fyrir að hafa eitt 90 mínútum í að horfa á eitthvað rusl.  Neytandinn verður bara að sætta sig við að hafa verið dreginn á asnaeyrunum, og látinn borga fyrir það í þokkabót.

5) Með nýrri tækni hefur framleiðsla mynd- og tónlistardiska lækkað.  Framleiðslukostnaður tóndiska í dag er bara brot af því sem kostaði að framleiða vínilplötu fyrir 30 árum, en lægri framleiðslukostnaður hefur ekki skilað sér til neytenda, heldur þvert á móti.  Með græðgi eru rétthafar að grafa eigin gröf.

6) Tæknibyltingar verða ekki stöðvaðar með boðum og bönnum - þeir sem vilja lifa af verða að aðlagast nýju umhverfi eða láta sig hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 23:13

13 identicon

Ómar að hreynsa til í athugasemdum?

Kannski löngu orðið tímabært.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 00:02

14 identicon

Það sem STEF hefur gefið nafnið ólöglegt niðurhal má sjálfsagt kalla ýmsum nöfnum, en ólöglegt er það ekki. Dreifingin er ólögleg, annað ekki.

Löggjafinn gerir ráð fyrir því að höfundarréttarvarið efni sé sótt á netið eða afritað og leggur höfundarréttargjald á óskrifaða diska, tæki til að skrifa þá og spila og harða diska. Þannig að DVD diskinn hans Ladda var löglegt að niðurhala á harða diskinn, afrita og brenna á DVD disk, höfundarréttargjaldið hafði verið greitt. Og meðan höfundarréttargjaldið er borgað er ekki verið að stela neinu. Með greiðslu höfundarréttargjaldsins er leyfi höfunda fengið og ekki um neitt lögbrot að ræða.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 00:10

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hreinsar ekki til í athugasemdum og ber ábyrgð á öllum svívirðingum nafnleysingja eins og þú ert, "Bjarni".

Þorsteinn Briem, 1.11.2015 kl. 01:03

16 identicon

Fyrir rúmum 150 árum mátti vinsælasti rithöfundur Breta, Charles Dickens, sæta því að bækur hans voru gefnar út í Bandaríkjunum í stórum upplögum án þess að hann fengi eitt penní fyrir, vegna þess að höfundarréttarlög Bandaríkjanna náðu aðeins til bandarískra ríkisborgara. Seinna var þessu auðvitað breytt, því allir heiðvirðir menn sáu óréttlætið í þessu. Þó má segja, með sömu rökum og niðurhalssinnar nota, að engu hafi verið stolið frá Dickens. Enginn „hlutur“ í hans eigu var tekinn af honum. En það hljóta allir sem ekki eru gersamlega siðblindir að sjá að þetta var rangt.

Nákvæmlega það sama á við um ólöglegt niðurhal. Þegar maður halar niður kvikmynd af netinu og vistar hana á tölvunni þá er þar með orðið til nýtt eintak af myndinni. Þetta er því fjölföldun. Og fjölföldun á efni sem er höfundarréttarvarið er ólögleg. Þetta er svo einfalt að flestir ættu að geta skilið það.

Að ný tækni auðveldi mönnum að stela getur aldrei réttlætt þjófnað. Og að þjófnaðurinn sé réttlætanlegur af því að efnið sem stolið er sé svo lélegt... Ja, manni vefst tunga um höfuð að ætla að svara svona bulli.

Gísli (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 01:59

17 identicon

Nákvæmlega það sama á við um ólöglegt niðurhal. Þegar maður halar niður kvikmynd af netinu og vistar hana á tölvunni þá er þar með orðið til nýtt eintak af myndinni. Þetta er því fjölföldun. Og fjölföldun á efni sem er höfundarréttarvarið er ólögleg...nema höfundarréttargjald hafi verið greitt, eins og innheimt er við sölu á miðlum sem vistað geta efnið og tækjunum til að spila efnið.  Þetta er svo einfalt að flestir ættu að geta skilið það.

Og hvernig staðið er að sölu efnisins, græðgi, svik og prettir kallar ekki á neina samúð þegar hrapparnir geta ekki selt umbúðirnar og fá aðeins höfundarréttargjöldin.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 02:17

18 identicon

Ég get hlaðið niður nýjustu skífunni með Justin Biber "eða hvað hann nú heitir þessi blessaði drengur", sett á disk og prentað með litaprentara umslagið, allt fyrir u.þ.b. 100 kr. Kannski rúmlega það.

Hver er að stela frá hverjum þegar ég er krafinn um hvað?  3.000 kr. eða meira fyrir það sem ég get framleitt sjálfur fyrir brot af þeim kostnaði.

Aðlsagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 02:19

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þú mátt hlusta og flytja tónlistina yfir til þín (download), en ekki gera afrit nema fyrir sjálfan þig og þína fjölskyldu.

Fyrir heimild til að afrita til einkanota á tölvudisk hefur þú greitt sérstakt höfundarréttargjald þegar þú keyptir diskinn."

Tónlist á Internetinu - STEF

Þorsteinn Briem, 1.11.2015 kl. 03:34

20 identicon

Hábeinn, ekki veit ég í hvaða lög þú ert að vitna í síðasta kommenti þínu, en það eru allavega ekki lögin um höfundarrétt. Þau eru alveg skýr. Fjölföldun og dreifing á höfundarréttarvörðu efni er bönnuð. Það er alveg sama þótt þú hafir ekki samúð með þeim sem stolið er frá, ég geri mér alveg grein fyrir því að sumir sjá ekki mun á réttu og röngu, en það breytir engu um það að þjófnaður er alltaf lögbrot og alltaf siðlaus.

Bjarni, ég á hænur og treysti mér til að framleiða egg fyrir lægra verð en þau kosta í Bónus. Það gefur mér ekki rétt á að ganga inn í næstu verslun og stela eggjabakka af því að þau séu miklu dýrari en þau kosta í framleiðslu hjá mér. Og heldur þú í alvöru að eini kostnaðurinn við framleiðslu á tónlistardiski sé diskurinn sjálfur og umslagið? Að framleiðslukostnaðurinn við kvikmyndina Everest hafi ekki verið meiri en sem nemur einum DVD disk og hulstri? Ég segi það aftur: Mér er orða vant.

Gísli (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 04:04

21 identicon

Það er ekki þjófnaður vegna þess að höfundarréttargjald er greitt. Höfundarréttargjald er eitt af gjöldunum sem lögð eru á diska og tæki.

Og Gísli, þú ert ekki að stela frá Bónus þó þú látir þínar hænur verpa frekar en að kaupa eggin innpökkuð í Bónus. Jafnvel þó Bónus hafi lagt í kostnað við að prenta á eggjabakkana og þurfi að greiða afgreiðslufólki laun. Eggin sem þínar hænur verpa eru lögleg rétt eins og efnið sem þú sækir á netið og brennir á disk.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 04:27

22 identicon

Í alvöru talað, eru menn ekki að sjá hvað málið snýst um?

Ef ég gæti sjálfur framleitt Toyota Yaris fyrir innan við eitt prósent af því sem bíllinn kostaði í umboðinu, auðvitað géri ég það sjálfur.  Sömu gæði og sama ábyrgð, útilokað að sjá einhvern mun.

Tímarnir eru breyttir, aðlagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 11:33

23 identicon

Ég er fífl og pabbi minn er líka sauður.

Tímarnir eru breyttir, aðlagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 12:11

24 identicon

Í alvöru talað, eru menn ekki að sjá hvað málið snýst um?

Ef ég gæti sjálfur framleitt Toyota Yaris fyrir innan við eitt prósent af því sem bíllinn kostaði í umboðinu, auðvitað géri ég það sjálfur.  Sömu gæði og sama ábyrgð, útilokað að sjá einhvern mun.

Tímarnir eru breyttir, aðlagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 12:15

25 identicon

Það truflar mig ekki vitund þó einhver nettröll seu að misnota mitt nafn.

Èg var staddur í Boston 1999 og keypti einhverjar kvikmyndir á dvd sem ég hafði áhuga á að horfa á.

Þegar heim var komið var ekki hægt að horfa á myndirnar, bæði diskarnir og spilarinn var "regionali coded".  Ástæðan var græðgi seljandans, evrópa var dýrari en usa, þess vegna voru dvd-myndir dýrari í evrópu en usa.

Allt var löglegt, búið að borga fyrir áhorfið, skila tekjunum til rétthafa en samt ekki hægt að horfa á myndina. Ef þetta er ekki þjófnaður, hvað er þá þjófnaður?

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 13:57

26 identicon

Það truflar mig ekki vitund þó einhver nettröll seu að misnota mitt nafn.

Ég hef engan rétt til að framleiða Toyota Yaris.

Í alvöru talað, eru menn ekki að sjá hvað málið snýst um?

Tímarnir eru breyttir, aðlagist eða látið ykkur hverfa.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband