Sýndi snilldartakta.

Stundum er sagt að í eina skiptið þar sem einn leikmaður hefur gert lið að heimsmeisturum í knattspyrnu hafi verið þegar Maradona gerði það 1986.

Michael Jordan gat líka verið drjúgur í bandaríska körfuboltanum fyrir rúmum tuttugu árum, en í eina skiptið sem ég man eftir að handboltamaður hafi gert lið sitt að Evrópumeisturum var það þegar Ólafur Stefánsson var allt í öllu hjá Madgeburg og stóð á hátindi getu sinnar.

Liðið hreinlega stóð og féll með þessum eina manni.  

Fyrir slíka afburðamenn getur verið erfitt að taka skóna af hillunni þegar þeir eru komnir að fertugu, því að samaburðurinn við fyrri afrek verður alltaf erfiður.

En Ólafur Stefánsson sýndi það og sannaði í gær að lengi lifir í gömlum glæðumm, og sumt af því sem hann gerði, gera aðeins snillingar.

Auðvitað tók hann áhættu en hún var þess virði.

 


mbl.is Fór fallega að Ólafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband