1.11.2015 | 22:50
Hvað um Rússann, sem forðaði heiminum frá kjarnorkustyrjöld?
Gunter Schabowski átti öðrum fremur hlut að því að Berlínarmúrinn féll og átti skilið að nafn hans rataði á blöð sögunnar.
En hvað um Rússann Stanislav Petrov, sem bjargaði heiminum frá kjarnorkustyrjöld haustið 1983?
Hann var í ratsjármiðstöð Rússa, þegar merki birtust á skjánum sem sýndu, að eldflaut stenfdi eldflaugar frá Bandaríkjunum í átt til Rússlands og skömmu síðar komu fjórar í kjölfarið.
Hann grunaði að um bilun væri að ræða af því að ólíklegt væri að ef Bandaríkjamenn gerðu árás yrðu flaugarnar svona fáar.
En ef þetta var ekki bilun, var ekki hægt að sannreyna það fyrr en svo seint að Rússar hefðu aðeins nokkrar mínútur til umráða.
Á þessum tíma voru samskipti Bandaríkjamanna og Rússa hin stirðustu í öllu Kalda stríðinu.
Rússar voru nýbúnir að skjóta niður farþegaþotu í lofthelgi sinni við austurströnd Rússlands; Ronald Reagan stóð fyrir einhverri mestu uppbyggingu bandaríska hersins í öllu Kalda stríðinu og lýsti Sovétríkjunum sem "heimsveldi hins illa."
Andropov leiðtogi Sovétríkjanna tortryggði Bandaríkjamenn sérlega mikið og báðum megin var því stuttur kveikurinn svo að notað sé viðeigandi orðalag.
Því hefði Andropov allt eins getað fyrirskipað allsherjarárás í samræmi við hernaðarkenninguna sem tilvist og hugsanleg notkun kjarnorkuherafla Bandaríkjamanna og Rússa hefur byggst á, MAD, Mutual Assured Destruction ( á íslensku: GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra).
Þar með hefði verið skollin á kjarnorkustyrjöld sem allt eins gat orðið að allsherjar tortímingarstríði.
Petrov tók því þá ákvörðun að aðhafast ekki í grundvelli þess að um bilun í ratsjárkerfinu væri að ræða, og reyndist þessi ákvörðin hans rétt og kom í veg fyrir að æðstu menn Sovétríkjanna gætu tekið ranga ákvörðun í málinu.
MAD eða GAGA kenningin var tætt sundur í nöpru háði í mynd Kubrics, Doktoer Strangelove.
Dómsdagsvél Rússa, sem svo var nefnd í myndinni þótti glannalegur spuni en síðar í Kalda stríðinu kom í ljós að í eðli sínu voru kjarnorkkukerfi risaveldanna tvær dómsdagsvélar, sem lítið þyrfti til að láta springa.
Eins og Gunther Schabowski varð Petrov síðar að gjalda fyrir dáð sína, því að það þótti ekki gott að æðstu yfirmenn fengju ekki að taka svona ákvarðanir í stað undirmanna sinna.
En síðar hefur hann fengið margar viðurkenningar fyrir verk sitt, sem hann segir þó að hafi svo sem ekki verið mikið, því að "ég gerði ekki neitt", segir hann.
Stanislav Petrov á því flestum öðrum skilið að nafn hans sé í hávegum haft.
Maðurinn sem felldi Berlínarmúrinn látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvikmynd og allt..https://www.google.com/search?q=stanislav+petrov+movie&ie=utf-8&oe=utf-8
GB (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.