SÆTASTA STELPAN Á BALLINU.

Í Kastljósi síðastliðið sunnudagskvöld spáði ég um það sem nú hefur gerst með eftirfarandi stöku: Þetta er mikið gleði"game" / og Geir er sá snjallasti í rallinu / Með sælubrosi hann svífur heim / með sætustu stelpunni á ballinu.

Það mátti svo sem búast við þessum endalokum. Strax í haust var farið að gæla við þessa hugmynd og þessi tónn var gefinn í blaðinu sem dreift var um daginn í 100 þúsund eintökum (samkvæmt talningu Guðna Ágústssonar). Jafnvel þótt Íslandshreyfingin hefði fengið þrjá menn kjörna þykir mér ólíklegt að Samfylkingin hefði lagt í að mynda stjórn með fjórum flokkum með nauman meirihluta.

Fyrir lá yfirlýsing mín fyirr hönd Íslandshreyfingarinnar um að stóriðjustopp út kjörtímabilið yrði algert skilyrði fyrir aðild hreyfingarinnar að stjórn og óvíst er að Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin hefðu fallist á slíkt stopp.

En var þá eitthvað unnið með þessu framboði Íslandshreyfingarinnar? Jú, umhverfismálunum var haldið gangandi þótt bæði Samfylking og VG væru farin á róa á önnur mið í lok kosningabaráttunnar og yfirbjóða hvort annað í öðrum málum. Og stóriðjustjórnin mikla féll með brauki og bramli.

Ég var að koma til Reykjavíkur austan af Hálslóni þar sem Hjalladalur er að sökkva í boði komandi stjórnarflokka.

Nú er stóra spurningin hvort önnur stóriðjustjórn tekur við og hver verður stóriðju- og virkjanastefnu komandi ríkisstjórnar. Ég er ekkert of bjartsýnn því að Samfylkingin hélt allan tímann opnu fyrir álver á Bakka við Húsavík og fer jafnlétt með það að söðla um í stóriðjumálunum og í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma.

Tíu dögum fyrir kosningar voru tólf helstu áhersluatriði Samfylkingarinnar auglýst í heilsíðuauglýsingu, þeirra á meðal Unga Ísland. Fagra Ísland var ekki nefnt á nafn, hvað þá önnur umhverfismál.

En vonandi verður þessi stjórn skárri en sú síðasta enda erfitt að toppa eða öllu heldur botna þá stjórn hvað snertir virkjanmálin.

Það mátti raunar heyra á Steingrími Sigfússyni og Guðna Ágústssyni að þeim þætti kannski ekki öll nótt úti fyrir þeirra flokka. Við skulum bara bíða og sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hvaða lag sungu þið Jón Sig aftur saman á sunnudaginn ?

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árið 2012.

M.a.: "og ekki hafði neitt að gera útvarpssstjóri vor / því yfirmaður hans var gamall vasatransistor / og þingmennirnir okkar voru ei með fulle fem / því forsætisráðherranna var gamall IBM..."

Ómar Ragnarsson, 17.5.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ómar.  Þú ættir að verða "Hirðskáld" Ríkisstjórnarinnar.  Þá yrði aldrei leiðinlegt meir....

Vilborg Traustadóttir, 17.5.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það gæti nú farið svo að það væri hægt að halda þeim við efnið. Allavega lofaði Steingrímur þeim verðugri stjórnarandstöðu og ég veit að þú kemur ekki til með að liggja á liði þínu.

Brynjar H. Bjarnason

Brynjar Hólm Bjarnason, 18.5.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Glaður fór Geir fór heim af ballinu

gæðum fórnaði fyrir magn

framsók einn fúl eftir á skrallinu

farinn Geir með eitthvað gagn

Magnús Jónsson, 18.5.2007 kl. 05:38

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Ómari og félögum í Íslandshreyfingunni til hamingju með fylgið þrátt fyrir hræðsluáróður og stöðugar árasir á þennan "draumóraflokk". Það er skömm að flokkurinn hafi ekki komist að vegna laga sem aðeins áhangendur stóru flokkanna skilja.

Það er mikið verk fyrir höndum. Samfylkingin hefur sýnt það áður að hún hagar seglum eftir vindi. Ingibjörg Sólrun skrifaði undir Kárahnjúkavirkjun fyrir hönd reykvíkinga meðan mótmæli fóru fram utan við ráðhúsið. Þegar umhverfismálin urðu "hot" varð Samfó flokkur umhverfissinna, nema í landshlutum sem vilja álver.

Það verður gaman að fylgjast með Íslandshreyfingunni á komandi mánuðum. Ómar hefur sannað að hann hefur völd þó hann sitji ekki á þingi. Er einhver leið að sjá myndir frá Hálslóni? Það myndi sennilega hjálpa ef eyðileggingunni væru gerð góð skil einhversstaðar á netinu.

Villi Asgeirsson, 18.5.2007 kl. 08:14

7 identicon

Sæll Ómar

Nú fáum við "stórborgarstefnu" og fagra Ísland verður borgríkið Ísland með Reykjavíkurflokkunum Sjálfstæðis og Samfylkingar.  Þú getur glatt þig yfir því svona fyrirfram, að það verður ALDREI byggt álver á Bakka við Húsavík með þessa flokka í stjórn, en hinsvegar verður byggt álver í Helguvík í staðinn nái vilji þessar stjórnarflokka fram að ganga.  Þennslan er gull-tryggð á Höfuðborgarsvæðinu út komandi kjörtímabil.  Hvað landsbyggðina snertir, ætla þessir flokkar að gerað hana að allsherjar útvistarsvæði fyrir Höfuðborgarbúa sem verða þreyttir á skarkalanum þar.   Fögur framtíð???

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:43

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Til hamingju Ómar fyrir vasklega framgöngu nú sem endranær. Ég er í laumi sáttur við að þú náðir ekki á þing, enda finnst mér þú alltof skemmtilegur einstaklingur fyrir slíkar samkomur. Málefni þau sem þú hefur barist fyrir eru nú föst í vitund þjóðarinnar, sem mikilvæg málefni - nú er fólk annað hvort sammála eða ósammála um þessa hluti, og á erfiðara með að gera sér upp hlutleysi. Ég vona að þú látir úrslit kosninganna ekki draga úr þér og verðir áfram manna fremstur sem samviska fyrir umhverfismál þjóðarinnar.

Þú ert flottur! 

Hrannar Baldursson, 18.5.2007 kl. 13:48

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Ómar. Ég verð að leiðrétta þig þegar þú segir að ,,Geir hafi farið heim með sætustu stelpunni á ballinu". Geir H. Haarde fór heim með þeirri næst sætustu... Eins og núna, leiðitamasta liðið bregst þá bara að sætta sig við það næstbesta

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.5.2007 kl. 15:40

10 identicon

Sæl Ómar.

Hér er miklu betri vísa um Geir!

Í kosningaslagnum hann gerði það gott

hann Geir og var býsna harður.

Með fegurstu stúlkuna fór hann á brott,

en Framsókn er siginn larður.

Guðmunður Guðbrandsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:42

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú brást ekki í því að nota réttu orðin:

...Hjalladalur að sökkva í boði komandi stjórnarflokka... Frábært afrek til að hælast yfir við næstu kynslóðir.

Vantar sjávarbyggðirnar og fiskistofnana ekki líka fleiri málsvara?

Kveðja

Árni Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 17:03

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Örvæntingarfyllsta stelpan á ballinu selur vonandi ekki fagra Ísland fyrir gott næturgaman. Ef sú verður raunin fær Framsókn syndaaflausn hjá mér og Samfylkingin hefur gefið mér veiðileyfi á endalaus leiðindi. Sem ég kem samviskusamlega til með að nýta.

Og Ómar þú er sigurvegari kosninganna þrátt fyrir þingmannaleysið. Haldið áfram á sömu braut. 

Ævar Rafn Kjartansson, 21.5.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband