Hagvaxtartrúin tröllríður öllu.

Helstu trúarbrögð mannkyns eru ekki hin gömlu hefðbundnu trúarbrögð heldur trúin á hinn endalausa og alltumlykjandi hagvöxt, hvað sem á dynur.

Engu virðist skipta þótt sýnt sé fram á með óyggjandi staðreyndum að rányrkja á helstu auðlindum jarðar, endalaus fjölgun mannkyns og elstu aldursflokkum þess og afleiðingar hitnunar lofthjúpsins muni fyrr eða síðar þýða skipbrot hagvaxtartrúarinnar.

Ékki aðeins krafan um hagvöxtinn óbifanleg, heldur líka trúin á þá slembilukku að hann haldi áfram og áfram út í eitt. 

Skyld hagvaxtartrúnni er hrifningarglýjan í augunum við það að þensla eyskst svo að farið er að minna óþyrmilega á 2007 og síbyljan um nauðsyn þess að keyra áfram ekki minni virkjana- og stóriðjustefnu og þá ríkti.  


mbl.is Hagsmunir kröfuhafa en ekki heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 17:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 17:56

3 identicon

Önnur vinsæl og gömul trúarbrögð mannkyns er hinn eilífa sannfæring um að heimsendir sé á næsta leiti. Enginn muni nokkurntíman gera neitt öðruvísi en áður og mannskepnan sé ófær um að aðlagast. Því muni allt fara til helvítis. Fólk muni krókna frekar en að kveikja eld og klæða sig, svelta frekar en að breyta í hagstjórn og mataræði og drukkna frekar en að ausa úr bátnum eða færa sig frá sjónum. Allar breytingar séu dauðadómur.

Skyld þessari þrálátu sannfæringu er hjátrúin og hræðslan við að ef ástandið stefnir í að verða eins gott og það var fyrir hrun þá hljóti að koma annað hrun. Byggingarkranar og bílakaup, arðgreiðslur og bónusar, næg atvinna og aukinn kaupmáttur hræðir fólk svo mikið að það óskar þess að allt fari aftur í sömu stöðnun og rétt eftir hrun. Allt gott hljóti að boða eitthvað illt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.11.2015 kl. 18:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og eigum við á að fella þessa samninga við Kröfuhafa í þjóðaratkvæðinu?  (Því þetta fer náttúrulega í þjóðaratkvæði).

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2015 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er hafin undirskriftasöfnun?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2015 kl. 21:36

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Villandi hugtak?

Hagvöxtur er breyting á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Launahækkanir geta aukið framleiðslu og útflutning þegar krónan hækkar. Verðmæti upp á eitthundrað þúsund voru 666 evrur í fyrra þegar gengið var 150 kr. Nú þegar evran stendur í 140 krónum gæti verðmætið með 10% launahækkunum verið 105 þúsund. Það eru um 750 evrur í dag. Ódýr olía getur einnig aukið "hagvöxt". 

Hagvöxtur er ekki sama og framleiðni sem ekki hefur aukist. Í heila öld hefur hagvöxtur verið mældur um 4% á ári. Spá Seðlabankans er um 4.5 prósent í ár.

Sigurður Antonsson, 4.11.2015 kl. 21:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í skýrslu forsætisráðherra frá síðastliðnu vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.

Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.

Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."

(Á Alþingi 1996-1997.)

Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 22:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu.

Hagvöxtur er mælieining á hlutfallslegri breytingu á landsframleiðslu frá einu ári til annars."

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 22:20

9 identicon

Allt er gott í hófi, sagði...

hesturinn þegar hann speglaði sig í vatninu...

(Drög að skáldsögulegri ævisögu Grána, frumsamið 4. 

nóv. 2015, kl. 22:15)

Allur réttur áskilinn.

NoNo

NoNo (IP-tala skráð) 4.11.2015 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband