Svipuð landsbyggðarvandamál alls staðar.

SchardingÁ þingi landsbyggðarsamta Evrópu ERP (European Rural Parlament) í Scharding í Austurríki, sem ég sit þessa dagana, er sláandi að sjá og heyra hver vandamál hinna dreifðu byggða eru svipuð í Evrópu, allt frá Efra-Austurríki á miðju meginlandi Evrópu út á ysta útnárann, sem Ísland er.

Samtök frá 40 þjóðum sitja ráðstefnuna, og á enda þótt dreifbýlið búi yfir ýmsum vanntýttum möguleikum sem gætu orðið því til hagsbóta, vegur margs kyns skortur á aðstæðum sem er einkum til þess fallinn að valda flótta ungs fólks til þéttbýlsins.

Einn gestur á ráðstefnunni, bandarísk kona,´lýsti því í morgun hvernig þessi vandi er hinn sami í dreifbýlinu í öllum heimsálfum og jafnvel mun verri á sumum sviðum í Bandaríkjunum.

Einkum veldur skilningsleysi á ódýrum og almennum aðgangi að háhraðatengingu við netið miklum vanda vestra að hennar dómi.

Til þess að menntun, sem er keppikefli unga fólksins, geti blómgast, verður aðstaða til hennar að vera fyrir hendi.

Annars flytur unga fólkið í burtu og ef þetta bitnar líka á þjónustu skólakerfisins, brestur einnig feimnisfyrirbæri, sem nefnt hefur verið atgervisflótti

Inni í honum felst möguleiki á fyrirbærinu lakari kennarar = lakari námsárangur.   


mbl.is Talsvert lakari einkunnir á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

Aðlögun flotans.

Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

Veiðistjórnun og öryggismál.

Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 15:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Íslands - Fjöldi íbúa, hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára og hlutfall allra kvenkyns íbúa 1. janúar 2014:

Ísafjarðarbær 3.639, 13%, 50%,

Dalvíkurbyggð 1.867, 12%, 49%,

Akureyri 18.103, 14%, 50%,

Norðurþing 2.822, 12%, 50%,

Fjarðabyggð 4.675, 13%, 46%,

Vestmannaeyjar 4.264, 13%, 48%,

Reykjavík 121.230, 16%, 50%.

Reykjavík og Akureyri eru með hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára, 16% og 14%, en Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar eru með lægsta hlutfall allra kvenkyns íbúa, 46% og 48%.

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 15:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

21.2.2015:

Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 15:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband