Sleppum því að gera neitt vegna hamfara.

Ekki man ég tölu hesta á Íslandi, vafalaust fleiri en 100 þúsund. Ef aðdrættir á matvörum stöðast til landins, eða þá olíuflutningar, eigum við alla þessa hesta til þess að draga hestasláttuvélar og rakstravélar eins og gert var í gamla daga.

En það er ekki gert ráð fyrir að flutningar stöðvist eða olíuskortur verði.

Eða þá að drifið verði í því að rafvæða dráttarvélaflotann, og ef tæknin við það dragist á langinn, að gera breytingar á núverandi flota mögulegan.

Í kringum 1960 flaug það fyrir, að svonefnd almannavarnarnefnd hefði látið fylla stóra kjallara í Mosfellsveit af gríðarlegu magni af fatnaði sem grípa mætti til vegna hamfara, annað hvort af völdum náttúruafla eða kjarnorkustyrjaldar.

Ekki veit ég hvort hann er þar ennþá.

Ekki er gert ráð fyrir neinum vörnum ef flóðbylgja sjávar skellur á landi, til dæmis af völdum neðarsjávarjarðskjálfta.

Axel Björnsson jarðfræðingur var látinn gera úttekt á hamförum við Reykjavík upp úr 1990.

Hann skipti hamfarasvæðinu í tvennt, hið syðra og nyrðra.

Mun meira rask gat orðið af hamförum á nyrðra svæðinu, hraun gætu lokað Reykjavík af svo að ófært yrði þangað landleiðina og flutningur á rafmagni og heitu og köldu vatni gæti rofnað.

Ógnin á nyrðri hluta svæðisins var talin svo mikil, að ákveðið var að æfa aðeins lauslega viðbúnað við hamafarir á syðri hlutanum!

 


mbl.is Íslensk heimili ekki búin undir hamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd


Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli.

Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.

Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.

Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann

Napólí
er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.

Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.

Napólí

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá."

"Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."

Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Kastljós 20.4.2010

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar.

Hveragerði
er því innan Landnáms Ingólfs og fjöldinn allur af gróðurhúsum er á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.

En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.

Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.

Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.

Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía er flutt hingað til Íslands frá Evrópu til að framleiða hér landbúnaðarvörur.

Og eitt svínabú í Danmörku getur framleitt allt svínakjöt sem við Íslendingar neytum.

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hér á Íslandi er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 5.11.2015 kl. 17:20

11 identicon

Sammála,ekki orð um þetta meir.

S. Breik (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 09:41

12 identicon

Hér í eina tíð var þess gætt að tilteknar lágmarksbirgðir af eldsneyti væru alltaf til á landinu. Mér þykir ekki ólíklegt að það sé enn. Komi til þess að flutningar stöðvist eða olíuskortur verði, verður líklega tekið til við að skammta olíu til þess að hún dygði nægjanlega lengi fyrir þann rekstur sem nauðsynlegastur þyki.

ls (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband