HERNAÐURINN GEGN LANDINU - ÞJÓRSÁRVER

Fyrst nú hef ég haft tíma til að lesa til hlítar hina frábæru bók Guðmundar Páls Ólafssonar með ofangreindu nafni. Þetta ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem hafa áhuga á umhverfis- og virkjanamálum því hún leiðir svo glögglega í ljós hve langt við Íslendingar erum á eftir nágrannaþjóðunum í þessum málum og hve firrt og brjálæðisleg virkjanfíknin hefur verið.

Það er íhugunarefni hve litla umfjöllun þessi snilldarbók hefur fengið en mér skilst að nálægð kosninganna hafi átt stóran þátt í því. Það vekur aftur spurningar um vanþroska lýðræðisins hér á landi, - að í stað þess að fjölmiðlar grípi fegins hendi slíkt grundvallarrit til þess að skerpa rökræðu um þessi mikilsverðu mál, - skuli menn víkja hinni nauðsynlegu bók til hliðar, að því er virðist á þeim forsendum að trufla ekki kosningabaráttuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Þetta er ekki alveg rétt Ómar. Egill Helgason var með mjög gott viðtal við Guðmund um bókina í Silfri sínu. Önnur bók sem ekki hefur heldur fengið þá kynningu sem hún ætti skylið er Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson. Frábær úttekt á stjórnmálastraumum undanfarinnar ára.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 19.5.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ómar, þótt bókin sé ágætis útlisting á þeim sjónarmiðum sem verndunarsinnar eins og við höfum haldið fram, er bókin því miður ómarktæk þar sem hún tekur engan vegin tillit til sjónarmiða annarra. Þess vegna verður að dæma bókina sem áróðursrit. Því miður.

Gestur Guðjónsson, 19.5.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er athyglisvert hvernig fjölmiðlarnir taka á þessum málunum. Þeir verða varkárari í allri umfjöllun og gagnrýni eftir því sem stærri og valdameiri aðilar eiga í hlut. Yfir þá litlu strauja þeir að vild.

Það stóð t.a.m. ekki á sumum að miðla fréttum af nafnlausu mannkerti á Fljótsdalshéraði sem kærði þig fyrir náttúruspjöll 2 dögum fyrir kosningar! Ef einhver hefði kært Geir Haarde fyrir búðahnupl, hvað þá?

Sigurður Hrellir, 19.5.2007 kl. 00:55

4 Smámynd: Magnús Jónsson

komdu sæll Ómar  

Líklegast eru skaðlegustu áhrif virkjana, þau áhrif sem stíflumannvirki hafa á framburð jökulánna, með tilliti til fiskstofnana, það virðist vera mikið samhengi þar á milli ef eitthvað er að marka skrif nokkurra manna þar um.

Í fróðlegri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær 18 maí er vitnað í rein eftir Ólaf S Andrésson lífefnafræðing frá 1992 þar sem hann er að hvetja til þess að rannsaka þurfi samhengi framburðar jökulvatna og afkomu fiskistofna við landið.

Gaman væri ef þú Ómar tækir þetta með í umræðuna um virkjanir og áhrif þeirra á umhverfið, þar sem þú hefur frekar eyra og augu fólks á þér en við smápeðin hér á blogg , kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 19.5.2007 kl. 07:51

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Smellið hér á greinina í Fréttablaðinu : Hlaupaþorska þarf að rannsaka.  Líka hér og hér.

Pétur Þorleifsson , 19.5.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband