Osynilegi herinn.

Osynilegi herinn er til a netinu en er miklu fjolbreyttari en Vigdis Hauksdottir talar um.

Hann beinir spjotum sinum ad miklu fleirum en Framsoknarmonnum og stundar skothrid ur launsatri i allar attir gegn folki ur ollum flokkum og gegn ollum skodunum og athofnum.

Enginnn er ohultur fyrir honum og engin leid er ad horfast i augu vid hann; hinn osynilegi her nafnleysingja heggur a bada boga undir dulnefni.

Nafnleynd kann i einstaka tilfellum ad vera naudsynleg i fjolmidlun, ef um mikilvaegar upplysingar er ad raeda sem varda almannaheill.

En nafnleysingjaherinn a netinu fellur undantekningarlitid ekki undir slikt.  


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir kvarta mest og hræðast nafnleysingja sem erfiðast eiga með að færa skynsamleg rök fyrir sínum málum. Rökþrota vilja höggstað á manninum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 12:40

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þvílík þvæla hjá þér "hábeinn", það er ótrúlega lélegt að koma ekki fram undir nafni þegar þú talar við eða um aðra.
Af hverju það eigi að vera aðrar reglur um samskipti á netinu en þegar þú hittir einhvern út á götu er erfitt að skilja.

Teitur Haraldsson, 8.11.2015 kl. 13:45

3 identicon

Mér fannst skrítið af RÚV að lesa upp fréttatilkynningu frá Vodafone um samning sem varðaði almannahagsmuni.  Þar fannst mér RÚV stilla sér upp með Vodafone og hirða lítið um að grafa upp nöfn.  Hver græddi á þessum ömurlega samningi?  Eina nafnið sem RÚV djöflast á er Eyþór Arnalds.  Hvaða rugl er verið að bjóða okkur upp á?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 13:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nafnleysingjarnir á þessu bloggi láta Ómar Ragnarsson bera ábyrgð á öllum svívirðingum þeirra.

Og svívirðingarnar eru þeirra ær og kýr.

Þess vegna skrifa þeir hér ekki undir eigin nafni, mynd og kennitölu.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 15:01

5 identicon

Og komi nú hvorki rétt nafn né kennitala fram; eru þar þá á ferð nafnleysingjar sem láta Ómar Ragnarsson bera ábyrgð á öllum þeirra ám, kúm og svívirðingum?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 15:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú lætur Ómar Ragnarsson bera ábyrgð á öllum þínum svívirðingum hér, "Þorvaldur S".

Þeir sem skrifa hér undir eigin nafni og kennitölu bera sjálfir ábyrgð á því sem þeir skrifa.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 15:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mikill misskilningur ef menn halda að hægt sé að segja hvað sem er í fjölmiðlum landsins og bloggsíður eru einnig fjölmiðlar:

"234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
  
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
  
236. gr.ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.

aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
  
237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 15:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hæstaréttardómur nr. 163/1977.

Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Matthíasi Johannessen, Styrmi Gunnarssyni og Sigmund Jóhannssyni.

Ærumeiðingar. Miskabætur.


Dómsorð:

Ákærði Sigmund Jóhannsson á að vera sýkn af öllum kröf­um ákæruvaldsins í máli þessu. Málsvarnarlaun skipaðs verj­anda hans, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 100.000, greiðist úr ríkissjóði.

Ákærði Matthías Johannessen greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

Ákærði Styrmir Gunnarsson greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.

Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan Karli Schütz miskabætur að fjárhæð kr. 100.000.

Ákærðu Matthías Johannessen og 8tyrmir Gunnarsson, rit­stjórar Morgunblaðsins, skulu birta I, II. og VI. kafla dóms þessa, svo og dómsorð í 1. eða 2. tölublaði blaðs síns, sem út kemur eftir birtingu dóms þessa.

Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan allan sakar­kostnað er þeim við kemur, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Guðmundar Péturssonar hæsta­réttarlögmanns, kr. 100.000.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 16:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt einhverjum þyki níðskrif fyndin réttlætir það engan veginn skrifin, frekar en til dæmis einelti, sem sumum finnst ákaflega fyndið og fólk eigi að þola, óátalið.

Það er allt annað mál að verja sig, til dæmis hér á Netinu, og láta hart mæta hörðu.

Ef einhver níðir hér af mér skóinn hef ég að sjálfsögðu rétt til að svara í sömu mynt og því tilgangslaust fyrir viðkomandi mann að höfða mál vegna þess.

Góðlátlegt grín gagnvart öðru fólki er að sjálfsögðu ekki níðskrif og í langflestum tilfellum er auðvelt að sjá hvort um níðskrif er að ræða eða saklaust grín.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 16:17

10 identicon

Hvar kemur kennitala "Steina Briem" fram í því sem hann skrifar? Og er einhver í Þjóðskrá sem heitir "Steini Briem"? Og hvaða svívirðingar eru fólgnar í því að spyrja þess? Séu það svívirðingar hefur það hugtak verið endurskilgreint og á annan hátt en tíðkast hefur til þessa.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 16:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem:

 

Steini Briem

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 16:43

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi fyrstu athugasemd þess sem vill ekki koma fram undir nafni þá tel ég að þetta sé akkúrat öfugt. Rökleysingjar koma helst ekki undir nafni svo ekki sé hægt að rekja vitleysuna til þeirra. Og reyndar er ég svolítið hissa á moggablogginu að leyfa bloggsíður þar sem ábyrgðarmaður er ekki tilgreindur því eins og Steini Briem bendir réttilega á þá gilda lög um þetta hér á landi.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.11.2015 kl. 16:46

13 identicon

Og kennitalan? Hvernig er hægt að fjargviðrast út af skorti annarra á kennitölu hafandi enga birt sjálfur? Er það ekki dálítið eins og flísin og bjálkinn?

Og hver er það aftur sem síðueigandinn hótaði að útiloka, fyrir nokkrum vikum, vegna yfirgengilegs magns athugasemda?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 17:06

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis einn maður er skráður undir nafninu Þorsteinn Briem í Þjóðskránni, eins og allir geta séð.

Hvort einhver birtir hér margar eða fáar athugasemdir kemur þessu máli ekkert við.

Ég birti hér fyrst og fremst staðreyndir, hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr, og hef gert það frá því að Ómar Ragnarsson byrjaði að blogga fyrir níu árum.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 17:19

15 identicon

Þessi nafnlausa umræða er svolítið fyndin.  Ég veit ekki betur en að nánast öll umræða sé rekjanleg í gegnum facebook þar sem menn blasta nafni, kennitölu, myndum í þúsundatali og yfirgengilegu magni persónuupplýsinga.  Samt vill fólk meira.  Er þetta ein birtingarmynd óseðjandi græðgi?  Á gjörsamlega að drekkja fólki í persónuupplýsingum í stað þess að ræða bara málefnin?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 17:32

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert hér fyrst og fremst með skítkast og fátt málefnalegt, eins og "Þorvaldur S", "Elín Sigurðardóttir".

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 18:02

17 identicon

Kannski að Eyþór hefði átt að skila af sér þessari skýrslu í skjóli nafnleysis nú þegar hljómsveitin sem enginn hefur að vísu heyrt í frá því að hann hætti hefur reynt að sverja hann af sér.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 18:22

18 identicon

Ómar Ragnarsson er einn um að bera ábyrgð á öllu því sem bloggsíðan hans inniheldur. Aðrir sem hér skrifa geta notað hvaða nafn sem þeir kjósa.....Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þversteinn Brím

steini brím (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 19:20

19 identicon

Velkomin í hópinn Elín. Fátt er jákvæðari mannlýsing en að sveitungi þeirra Gísla, Eiríks og Helga eigi ekki sálufélag við einhvern.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 20:11

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nenni ómögulega að vera hér pennavinur nafnleysingja út í hið óendanlega.

Þið hafið einfaldlega engin lagaleg réttindi hér, ólíkt þeim sem birta athugasemdir undir eigin kennitölu, eins og undirritaður hefur sýnt fram á hér að ofan með staðreyndum.

Þið hafið mestan áhuga á skítkasti, þess vegna skrifið þið hér undir alls kyns "nöfnum" og sumir fleiri en einu, eins og þú hefur gert, "Þoraldur S" og "Palli".

Punktur.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 20:37

21 identicon

Hver er "Þoraldur"? Og hver er "Palli"? Sennilega á þó "Þoraldur" að tákna mig. En ég frábið mér hvers konar aðdróttanir um að ég skrifi undir allskyns dulnefnum. Viltu þá ekki kalla mig "Hilmar" og "Hábein" líka? En mér er það sennilega um megn að telja þér trú um annað.

Og ekki verður nógsamlega oft fram tekið að kennitölu hefur Steini Briem aldrei birt á þessum vettvangi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 20:57

22 identicon

Nokkur missögn virðist komin fram
á þræði þessum er varðar ábyrgð þeirra sem
gera athugasemdir.

Reglan er einföld og gildir jafn hvort síðuhafar
taka hana fram á bloggvöllum sínum eða ekki að
einu gildir um nafn, allir bera ábyrgð á skrifum
sínum fortakslaust og vandalaust að rekja ip-tölur
til eigenda sinna

Hitt ber að hafa í huga sð víða um heim eru menn
beinlínis hvattir til að skrifa ekki undir
fullu nafni og áreiðanlegt að margur sem skrifar þannig
gerir það ekki til að geta ausið svívirðingum yfir næsta
mann heldur miklu fremur til að geta haft frið fyrir
mörgum þeim farandskuggum sem þar leynast. 

Húsari. (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 23:59

23 identicon

Eins og sést kvartar sá mest og hræðist nafnleysingja sá sem erfiðast á með að færa skynsamleg rök fyrir sínum málum. Steini ræfillinn er umsvifalaust skotinn í kaf með samhengislaust ruglið sitt af nafnleysingjum, eins og svo oft áður. Og viðbrögð hans eins og við er að búast.

Illa farið með veikan mann, hvað sem hann raunverulega heitir, sem heldur að kennitala hans, stofunúmer eða spennitreyjustærð skipti einhverju máli.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.11.2015 kl. 00:13

24 identicon

Þó ip tölur geti í sumum tilfellum sagt hvar talvan var staðsett þá segir ip tala ekki hver sat við hana. Mjög margir Íslendingar eru með Netflix eða svipað og eru því útbúnir þannig að þeir eru á órekjanlegum bandarískum ip tölum. Auðvelt er að fá hugbúnað og tengjast frá annari ip tölu en er á tengingunni. Og frítt net í verslunum, hótelum, kaffihúsum, skólum o.s.frv. er órekjanlegt.

Setji einhver fram kæranlegar svívirðingar þá er oftast engin leið að sanna hvort réttur aðili kvittaði undir. Ómar er því í hlutverki eiganda, ritstjóra, útgefanda og höfundar komi ekki fram játning.

.....Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þversteinn Brím

steini brím (IP-tala skráð) 9.11.2015 kl. 01:24

25 identicon

Satt er það að til eru forrit sem bera samheitið apaforrit
því að þeir sem þau nota telja sér trú um að geta
flakkað um að vild þegar sannleikurinn
er sá að fyrirtækjum sumum hverjum leiðast ekki heimsóknirnar
en skrá réttar ip-tölur eftir sem áður.

Gagnasöfnun einskorðast ekki við ip-tölur, hún er miklu
víðtækari en svo og sú tækni sem vísað er til er tækni
gærdagsins og aðrar leiðir farnar sem taka veruleikanum fram.

Engin tilviljun er það að Morgunblaðið hefur staðið af sér
hvers konar tilraunir til auðnar og eyðileggingar því
það hefur yfir að ráða tækni og fólki sem kann sitt fag.

Förum ekki nánar útí þann sálmasöng, gæti bara misskilist! 

Húsari. (IP-tala skráð) 9.11.2015 kl. 11:32

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Morgunblaðið tekur það skýrt fram að það telur sig ekki bera ábyrgð á þeim skoðunum, sem settar eru fram í blogginu á blog.is, og að þessar skoðanir séu ekki skoðanir blaðsins.

Ég tel mig heldur ekki samsinna þeim eða bera ábyrgð á skoðun þeirra, sem gera athugasemdir og koma á framfæri skoðunum sínum hér á síðunni.

En að sjálfsögðu eru takmörk fyrir öllu. Frá 2007 hafa birst um það bil 6-7000 pistlar hér á síðunnni og athugasemdirnar hafa verið enn fleiri.

Sem betur fer hafa athugasemdir, sem ég hef talið mig tilneyddan til að eyða, verið teljandi á fingrum annarrar handar og vonandi fjölgar ekki slíkum tilfellum.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2015 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband