Hringurinn þrengist

Listi yfir þær matvörur sem geta drepið mann úr krabbameini lengist sífellt. Allir vita um hörðu fiturnar og ýmsar vörur sem reynst hafa verið með skaðleg efni og fyrir nokkrum áratugum var nú blessuð mjólkin og ýmis konar fita talin valda hjartasjúkdómum.  

Nú nýlega var birt niðurstaða rannsóknar þess efnis að unnar kjötvörur gætu verið krabbameinsvaldandi.  Nú fer hringurinn að þrengjast um það sem manni er óhætt að éta og drekka.  

Síðasta vígið gæti verið blessuð móðurmjólkin en nú er maður farinn að halda að hún verði næst og þá er nú fokið í öll skjól.


mbl.is Grænmetisolíur krabbameinsvaldandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef heyrt að allir þessir læknar sem eru drepnir hafi verið komnir með sannanir firrir því að protein sem er sett i vaccines valdi krabbameini og líka að i framhaldi af því verið komnir með lækningu a krabbameini og öðrum sjukdomum.allir þessir læknar þektust og koma frá svipuðu svæði.ps ég sel það ekki dýrara en ég keypti það

Mysterious Death of Holistic Doctors Uncovered

https://www.youtube.com/watch?v=M6Kg13-04-0

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 22:18

2 identicon

Það er nú að koma betur og betur í ljós að því meira sem átt er við matinn því verri er hann.

http://www.chempro.in/images/neutralisaion.jpg sjá bara allt þetta ferli sem þarf til þess að gera olíuna hæfa til átu. 

Ég hugsa að ef að unnar kjötvörur eru slæmar þá eru unnar olíur tífalt verri.

Arnþór

Arnþór (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 22:39

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt sem þú borðar drepur þig.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2015 kl. 01:03

4 Smámynd: Aztec

Það hefur verið vitað í mörg mörg ár, að ómettuð fita væri óholl og fitandi og að sama skapi að mettuð fita (sem er í smjöri, osti og mjólk) væri ekki aðeins holl, heldur megrandi. Lygar af hálfu framleiðenda smjörlíkis, jurtaolía og verksmiðjuunninna matvæla almennt hafa haldið þessari rætnu lygi á lofti áratugum saman og fjölmiðlar og platfólk hafa lapið þessa lygi upp.

Nú með þessari rannsókn vakna kannski augu yfirvalda loks langt um síðir fyrir nauðsyn þess að vægi mettaðrar fitu í matvælum verði aukið á kostnað ómettaðrar.

Aztec, 9.11.2015 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband