9.11.2015 | 21:11
Sá á ekki að dópa sem ekki kann að sópa - undir teppið
Fyrir u.þ.b. 80 árum stóð heimurinn á öndinni yfir stórkostlegum afrekum finnskra hlaupara. Mörgum áratugum síðar voru settar fram grunsemdir um að sum af afrekum þeirra hefðu verið unnið með hjálp lyfja. Ekkert hefur sannast í þesum ásökunum.
Fyrir um hálfri öld brá svo við að íslenskur íþróttamaður um fertugt tók upp á því að stórbæta árangur sinn og setja hvert Íslandsmetið á fætur öðru. Sagði hann að hann hefði hitt bandarískan afreksmann sem hefði kennt sér nýja tækni.
Um svipað leyti mátti sjá renglulegan hástökkvara breytast í fílefldan kastara. Á þessum árum bruddi Rikki Bruch stera og varð að vöðvatrölli sem setti hvert metið á fætur öðru.
Blaðra á alheimsvísu sprakk skömmu síðar þar sem augljóst var að stórfelld steranotkun hefði brenglað öll íþróttaafrek á löngu tímabili. Þegar ég sagði einu sinni í ræðu:,,skylt er skeggið hökunni" sagði austurþýska kúluvarpskonan, hlógu allir því allir vissu við hvað var átt.
Þegar Ben Johnson svindlaði og varð Ólympíumeistari í 100m hlaupi slapp Carl Lewis í gegnum lyfjaprófanir en grunsamlegt þótti samt hversu vel honum gekk.
Loksins núna stendur íþróttaheimurinn á öndinni við því sem allir máttu vita að væri að gerast þegar horft er til þeirra gríðarlegu fjárhæða sem íþróttir velta.
Af hverju hefur þetta viðgengist? Af því að alltof margir hafa verið flæktir í þetta í meira en hálfa öld.
Hvern hefði órað fyrir því að franskar hjólreiðar yrðu að aðhlátursefni?
Vilja bann á Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svkalegt. Virðist allt vaðandi í lyfjanotkun hægri vinstri í íþróttum og hefur verið lengi.
Ríkari lönd eru líklega í betri stakk búin. þ.e.a.s. að þau geta notað fullkomnari lyf eða tækni sem erfiðara er að festa fingur á. Gæti maður trúað. Rússar og fv. Austantjaldsþjóðir nota meira brútalt aðferðir og taka áhættu o.s.frv.
Hvað sem um þetta má segja, að þá hefur enn enginn blettur fallið á Usain Bolt. Hann virðist vera bara kristaltært dæmi um undramann sem er líkt og ekki frá þessari plánetu.
Jafnframt spyr maður sig um ýmsar hópíþróttir eins og fótbolta, að hvort eftirlit þar sé nægilega virkt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2015 kl. 12:09
Á ekki bara að leyfa allt dóp. Góða fólkið vill að dóp fyrir alla landsmenn verði löglegt, af hverju ætti íþróttamenn að vera skildir útundan.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.11.2015 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.