10.11.2015 | 17:58
Sanna hnífar og hafnaboltakylfur afbrot?
Hnífar og hafnaboltakylfur eru algeng árásar- og morðtæki. Að þessi tól séu á heimilum einhverra er fullkomlega löglegt og þau eru engin sönnunargögn í afbrotamálum nema haldbærir vitnisburðir séu um notkun þeirra.
Í bardagaíþróttum eins og júdó eru notuð brögð, sem geta valdið dauða, til dæmis hengingartak.
Það, að einhver eigi júdóbúning heima hjá sér og sé í honum þegar hann tekur heningartak á æfingum eða í keppni sannar ekki eitt og sér að hann taki þetta taki þetta tak nokkurn tíma á fullkomlega löglegan hátt og því síður að hann sé að hengja fólk á þennan hátt.
Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð ábending, svo eiga allir rétt á að vera taldir saklausir þar til að dómur fellur í máli ákærða og ákæran er staðfest af dómstól, eða kanski er ákærði fundinn saklaus af ákæru.
Dettur í hug hundsmálið hér um árið sem einhver átti að hafa drepið hund og dómstóll götunar dæmdi ákærða sekan. En viti menn, helvítis hundurinn komst í leitirnar, en ákærði varð fyrir verulegum skaða.
Dómstóll götunar er mjög varasamur dómstóll.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.11.2015 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.