Skítur í deyjandi Mývatni! Og allt í lagi með það?

Ég hitti Mývetning í Leifsstöð nú síðdegis, sem hefur árum saman barist gegn þeim árásum á Mývatn, lífríki þess og umhverfi, sem virkjana- og mannvirkjafíklar standa að. 

Fyrir þremur árum rak Landsvirkjun harðan áróður fyrir því að keyra af stað 90 megavatta gufuaflsvirkjun aðeins 2,8 kílómetra frá grunnskólanum í Reykjahlíðahverfi og um 4 kílómetra fyrir austan bakka vatnsins. 

Reynslan af virkjunum eins og Hellisheiðarvirkjun virðist ekki hafa nein áhrif á þessi áform. 

Þessi hætta er ekki liðin hjá, því að engin leið er að fá menn til að falla frá þessum áformum, þótt hlé hafi verið gert á sókninni í bili, og einbeittur vilji er áfram til þess að fara inn á Leirhjúks-Gjástykkis-svæðið með nýjar virkjanir.

En það er sótt í að  reisa fleiri mannvirki og efla sókn gegn einstæðu lífríki Mývatns.

Hreppsnefndin hefur sagt að hún hafi ekki fjármuni til þess að hamla gegn sívaxandi mengun vatnsins vegna frárennslis frá ört vaxandi byggð og umferð ferðamanna.

Að sjálfsögðu er sótt í það að reisa ný hótel og mannvirki sem næst vatninu og herða þannig á þeirri sókn gegn lífinu í því sem engan enda virðist ætla að taka.

Sorgarsagan er orðin 45 ára gömul frá því að Kísiliðjan var sett á fót með tilheyrandi beinum uppgreftri hráefnis fyrir verksmiöjuna, og nú er svo komið að ástandið í vatninu hefur aldrei verið ömurlega, allt frá botni þess upp í gegnum lífkeðjuna í fuglana. 

Viðmælandi minn í dag sagði að erlendir ferðamenn undruðust það sem væri að gerast þarna án þess að vörslumenn þessara heimsverðmæta, sem við Íslendingar eigum að vera, virtust ætla að gera neitt til að andæfa. 

  


mbl.is Skítur í Skerjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margan þekki Mývetning,
sem mikið hefur skitið,
en aldrei þennan ásetning,
augum hef ég litið.

Þorsteinn Briem, 10.11.2015 kl. 20:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn tókum við undirritaður og Mývetningurinn Helgi Skúta leigubíl frá Akureyri austur í Mývatnssveit og þegar þangað var komið skrifuðum við ávísanir handa bílstjóranum, sem vildi þó ekki taka við ávísun Helga Skútu fyrr en eftir nokkurt þref og stapp.

Sómafólk allt það fólk.

Þorsteinn Briem, 10.11.2015 kl. 21:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur ljósmyndari á Húsavík gerðist um tíma tengdafaðir kínverskrar stúlku og bauð foreldrum hennar í bíltúr um Mývatnssveitina, þar sem hann ræddi mikið á sinni ensku um "kísilgör" í vatninu.

Og hin kínversku hjón kinkuðu ákaft kolli alla þessa löngu og ítarlegu fræðslustund.

Þorsteinn Briem, 10.11.2015 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband