13.11.2015 | 01:33
Alþjóðlegt verkefni.
Hið risavaxna verkefni varðandi lofthjúp jarðar getur aldrei, eðli málsins vegna, orðið annað en alþjóðlegt.
Það er vegna þess að lofthjúpurinn er bara einn og sameiginlegur fyrir alla jarðarbúa.
Þess vegna eru aðgerðir hverrar þjóðar til að minnka mengun hans alveg eins viðeigandi heima eins og í öðrum löndum.
Útblástur bíls í dreifbýli á Íslandi vegur eins þungt og jafn mikill útblástur bíls í New York.
Við Íslendingar getum lagt sitt af mörkum í verkefnum hér heima eins og í fjarlægum löndum þar sem við höfum aðstöðu til þess að taka til hendi og það er af hinu góða að gera gagn, þar sem það liggur vel við fyrir okkur, þótt það fari fram í fjarlægu landi.
Milljón í Græna loftslagssjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Riddari "Hringborðs Norðurslóða"(!) setur 130 milljónir ISK í ímyndarverkefni og Óri missir sig í fögnuði.
"Við Íslendingar getum lagt sitt af mörkum í verkefnum hér heima eins og í fjarlægum löndum þar sem við höfum aðstöðu til þess að taka til hendi og það er af hinu góða að gera gagn, þar sem það liggur vel við fyrir okkur, þótt það fari fram í fjarlægu landi."
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er þægur fylgifiskur Þorpara Norðursins úti í Singapúr, mannsins sem logið hefur að heimsbyggðinni að jöklar Himalayafjalla séu að bráðna; að hafís Norðurheimskautsins sé að bráðna; að Grænlandsjökull sé að bráðna; að jöklar Suðurheimskautsins séu að bráðna.
Ekkert af þessu hefur reynst rétt, en Þorpari Norðursins heldur spunanum áfram í forherðingu hins reynda stjórnmálamanns sem hefur gert út á lífslygina - á kostnað skattgreiðenda - áratugum saman.
"Framundan á dagskrá utanríkisráðherra er síðan aðildarríkjaþing loftslagssamnings SÞ í París, COP21, þar sem aukin fjárframlög til loftslagsmála [á kostnað almennings að sjálfsögðu] munu gegna mikilvægu hlutverki til ná samkomulagi um nýjan loftslagssamning."
Og Óri fabúlerar um meint "risavaxin verkefni" . . .
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 09:11
Vinstri grænir eru eiginlega búnir að eyðileggja græna litinn. Maður setur stórt spurningarmerki við allt grænt núorðið. Er þetta olíusjóður?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.