Djúpur harmur. Nýjar flugvélar hafa reynst vel.

Ég er sleginn miklum harmi vegna flugslyssins í gær. Hef bundist traustum vináttuböndum við eigendur, forráðamenn og starfsfólk Flugskóla Íslands eftir áratuga löng og farsæl kynni.

Sendi þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Fyrir tæpu tveimur árum keypti Flugskólinn Tecnam flugvél til að nota við kennslu, og í ljósi reynslunnar af henni og annarar vélar af sömu gerð, sem var keypt í kjölfarið var ákveðið að kaupa þrjár nýjar vélar af þeirri gerð í viðbót.

Flugskólar víða um lönd eru að endurnýja flugflota sína, sem hafa í meira en hálfa öld að mestu samanstaðið af vélum af Cessna-gerð, sem hafa í meginatriðum verið óbreyttar allan þennan tíma og flestar komnar til ára sinna.

Flugskólar, bæði hér á landi og erlendis, hafa því snúið sér í auknum mæli að nýjum og sparneytnari gerðum kennsluflugvéla.

Flugvélin sem fórst, var á flugi í skilgreindu æfingasvæði yfir hraununum suðvestan Hafnarfjarðar.

Á þessu stigi máls er engin leið að segja neitt um ástæðu slyssins og ekkert liggur fyrir um það hvort hið úfna hraun átti þátt í því hve illa fór.

 

 


mbl.is Vettvangsrannsókn að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband