Heppinn að vera lifandi?

Skemmtistaðir geta verið lífshættulegir ef mönnum dettur eitthvað í hug á sekúndubrotinu til að skemmta sér og öðrum en það mistekst með hrapallegum afleiðingum.

Þetta má sjá í tengdri frétt á mbl.is þar sem maður lét lífið eftir að honum datt í hug að fara heljarstökk aftur á bak.

Þegar ég sé þessa frétt bregður mér við og ekki í fyrsta sinn. Því að á skemmtun Sumargleðinnar á Kirkjubæjarklaustri 1979 misreiknaði ég mig aðeins í því að líkja eftir drykkjulátum töffara í lok flutnings lagsins Sveitaballs og sá fram á að detta af hárri sviðbrúninni fram í salinn.

Á því sekúndubroti sem ég vó salt á hárri sviðsbrúninni datt mér þá sú fáránlega hugmynd í hug að í stað þess að falla beint áfram fram af brúninni, væri miklu magnaðra og flottara að fara heljarstökk áfram fram af henni og koma niður á fæturna.

En þetta mistókst hrapallega og ég kom beint niður á hausinn og fékk svakalegan hnykk á hálsinn.

Jón bróðir minn sat á fremsta bekk og sagði síðar að honum hefði ekki dottið annað í hug en að ég hefði hálsbrotið mig.

En ég slapp við það, óð upp á sviðið og kláraði lagið.

Ég var með talsverð eymsli í hálsinum í 2-3 vikur en síðan lagaðist það og ég hélt að ég hefði sloppið.

Hefði samt átt að fatta, að eitthvað væri að, þegar ég fór með tímanum að eiga æ erfiðara að teygja hægri handlegginn aftur fyrir mig þegar ég sat í flugmannssæti og þurfti að seilast í eitthvað aftur í vélinnni.

Á 25 ára skemmtanaafmælisdagskrá á Broadway 1984 tók ég upp á því að fara kollhnís afturábak á sviðinu í lok Sveitaballs.

Eftir nokkur skipti fékk ég slæman verk í hálsinn og hætti þessu.

En vorið 1985 tók þetta sig hressilega upp og varð ég að fara í hálskraga og röntgenskoðun.

Kom í ljós að sjöundi hálsliður hafði skaddast 1979 og aftur 1984 svo að götin í sjöunda hálslið fyrir afltaugarnar út í handleggina höfðu hálffyllst af hörðum kalkkendum örvef, sem næstum því lokaði gatinu hægra megin.

Ég þorð ekki annað en að hætta keppni í ralli á miðju keppnistímabili 1985, en í lok keppnistímabilsins kom í ljós, að mér hefði nægt að lenda í 4. sæti í einni keppni til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Síðan þetta gerðist hef ég alla tíð verið með hálsverk og átt í vandræðum með að skrifa og vélrita.

Þetta hefur ágerst í vetur og truflað svefn.

En ef ég hefði verið eins óheppinn og Frakkinn, sem drap sig á heljarstökki, hefði ég dáið frá konu og sjö börnum 39 ára gamall.

Og eftir atvikið 1979 segi ég stundum í hálfkæringi, að það hættulegasta sem ég hafi gert um ævina sé að syngja Sveitaball.


mbl.is Lést eftir heljarstökk aftur á bak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hryðjuverk í V-Evrópu 

1971-2015

05001,0001,5002,0002,5003,0001971-19801981-19901991-20002001-20102011-2015

Hryðjuverk

Mannfall

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband