Súrnun sjávar, hrun fuglastofna og hálendi Íslands.

Hugsanlega á súrnun sjávar af mannavöldum eftir að verða afdrifaríkari fyrir okkur Íslendinga en loftslagsbreytingar.

Hrun í sandsílastofninum og í fuglastofnum á borð við lunda og annarra strand- og bjarfugla er áhyggjuefni.

Meðan ekkert bitastætt gerist í því að breyta hegðun manna gegn náttúru og lífríki jarðarinnar, mun ástandið einungis versna á mörgum sviðum.

Hegðunin gegn náttúruverðmætum er ekki aðeins bundin við loft og sjó.

Mannvirkjafíkn virðist engu ætla að eira, ekki einu sinni þeim einstæðu verðmætum sem felast í hálendi Íslands og eldvirku svæði landsins sem á enga hliðstæðu í veröldinni.

Baráttufundur á Austurvelli kl. 15:00 minnir á brýna nauðsyn þess að breyta um stefnu og snúa við á þeirri braut, sem enn er fetuð í umhverfismálum jarðarbúa.

P. S.  Vegna atburðanna í Frakklandi hafa forsvarsmenn fundarins ákveðið að fresta honum til morguns.  


mbl.is Ísmáfurinn æ sjaldséðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þér gjörsamlega fyrirmunað, Ómar Ragnarsson, að fara rétt með staðreyndir varðandi loftslagsmál?

1. "Hugsanlega á súrnun sjávar af mannavöldum eftir að verða..."

> Sjórinn er ekki súr heldur basískur.

2.  "Hrun í sandsílastofninum og í fuglastofnum á borð við lunda..."

> Lundastofninn þrífst prýðilega í ár: 

http://www.eyjafrettir.is/frettir/lundastofninn-gerir-thad-gott-i-ar/2015-08-06

3. "Hegðunin gegn náttúruverðmætum er ekki aðeins bundin við loft og sjó."

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafnaði í dag bóta­kröfu Ómars Ragn­ars­son­ar fjöl­miðlamanns og átta annarra vegna hand­töku þeirra í Gálga­hrauni við Garðabæ fyr­ir rúm­um tveim­ur árum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/12/handtaka_folksins_naudsynleg/

Nú liggur það fyrir, staðfest fyrir íslenskum dómstólum, að það er nauðsynlegt að handtaka menn eins og Ómar Ragnarsson fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni og almannahagsmunum :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 21:40

2 identicon

Nú er það auðvitað að berja höfðinu við stein að ætla að snúa Hilmari Hafsteinssyni. En til þess að hann láti ekki misskilninginn, í besta falli, standa ómótmælt svo einhverjar einfaldar sálir teldu að nú hefði hann kveðið í kútinn öfgahitnunarsinnann ÓR.

Í fyrsta lagi: Jafnvel þótt sjórinn kunni að vera basískur er hann að súrna. Það er staðreynd sem ekki vferður móti mælt og lýsir sér m.a. í því að skeljar skeldýra verða sífellt þynnri. Það að basískt efni færist niður skalann, jafnvel þótt það hafi ekki náð hlutleysi,0 ph eða farið niður fyrir núllið, heitir á mannamáli að sá efnismassi er að súrna.

Í öðru lagi: Þótt fleiri lundapysjur hafi hugsanlega komist upp þetta ár í Vestmannaeyjum en í fyrra segir ekki að stofninn við Atlantshaf sé í góðum gír. Reyndar má geta þess að þótt pysjurnar væru fleiri en í fyrra þá voru þær þó miklu færri en fyrir 10-20 árum. Og í ár voru lundarnir að baksa við að bera síli í þær alveg fram ó október og krakkar að finna þær í bænum allt fram til þess tíma. Í fyrndinni var pysjustandinu lokið í byrjun september.Þá voru þær pysjur sem vegnar voru talsvert léttari að meðaltali en áður hefur þekkst. Er því ekki útséð um hvernig þeim reiðir af í lífsbaráttunni sem framundan er. Það er alltént ljóst að veganestið sem þær fengu úr foreldrahúsum var ekki það sama og forfeður þeirra fengu.

Í þriðja lagi: Það er fagnaðarefni að til eru þeir menn sem ekki eru svo bundnir af stundarhagsmunum að þeir vita að þótt að sönnu sé gott til hita að pissa í skó sinn þá endist sú upphitun ekki lengi og napur kuldi mun taka við þegar öll náttúruverðmæti eru upp urin.

En sem sagt; ég á ekki von á öðru en fúkyrðum frá Hveragerði en slíkt er heiður hverjum hugsandi manni að vera á öndverðum meiði við menn eins og Hilmar Hafsteinsson.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 15:59

3 identicon

Skemmtilega einlæg kveðja frá glópahlýnunarsinnanum Þorvaldi S, bestu þakkir fyrir góðar kveðjur á Suðurlandsundirlendið :)

Samkvæmt rökum ÞS er vatn að frjósa þegar það kólnar úr 50°C - 40°C. 0 gráðurnar eru ekki lengur "frostmark" heldur einhverskonar "ómar-k" :)

Flestir hugsandi menn skilja auðvitað að sjór er meira og minna basiskur, nema e.t.v. ÞS, en það verður þá bara að vera hans vandamál.

Varðandi lundann þá vitna ég einfaldlega í fréttagrein þar sem fram kemur að: "Lundastofninn gerir það gott í ár"(sic)

Er nokkur ástæða til að harma vöxt og viðgang lundastofnsins eftir tímabundna lægð? Þurfa glópahlýnunarsinnar endilega að draga "veganestið" sem pysjurnar fá í lundaholunum (les: "foreldrahúsum") í efa?

Jafnvel genetískir skómígar eins og ÞS ættu að geta lesið sér til um þá staðreynd að því fer víðsfjarri að sú stund nálgist að "náttúruverðmæti verði uppurin."

Jörðin er sem betur fer rík af náttúruverðmætum og mun verða meðan angurgapar glópahlýnunarsinna berjast við vindmyllur.

Góðar stundir Valdi minn og mundu nú að senda Barack Hussein Obama hlýja strauma í kvöld :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 18:27

4 identicon

Og það fór sem ég spáði.

Að vísu skilst ekki alveg allt í rökum Hvergerðingsins; vatn sem fer úr fimmtíu gráðum í fjörutíu er að sönnu að kólna en hvar frost kemur inn í dæmið er vandséð. Rétt á sama hátt er efni sem fer úr ph 12 í ph 11 að súrna þótt það sé ennþá basískt. Þetta skilja flestir menn, nema kannski HH og það er vitaskuld ekki gott því maðurinn fræðir börn að því mér er fortalið. Er hætt við að framhaldsskólakennarar á Selfossi verði sumir langleitir ef börnin úr Hveragerði opinbera vísindalega þekkingu í þessum dúr þá þangað kemur.

Nú, lundinn er í djúpum skít hvort sem sumarið í sumar var ögn skárra en í fyrra. Þó má sjá þessa klausu frá náttúrustofu Suðurlands: 

07. ágúst 2015 kl.07:53

Náttúrustofa Suðurlands hefur nú lokið yfirferð sinni um 12 lundavörp á Íslandi. Líkt og undanfarin ár er ástandið ekki gott fyrir sunnan (Vestmannaeyjar, Dyrhólaey og Ingólfshöfði)

Og ég mun bera vini mínum Obama kveðju þína og þú, Himmi minn, skilar kveðju til vina þinna, þeirra Kim Jong Un og Abu Bakr al Baghdadi.

Lifðu nú heill; það er alltaf svo gaman að fá að lesa eitthvað fjarstæðukennt.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 21:01

5 identicon

Valdi Spámaður kemur sífellt á óvart :)

Auðvitað skilur Spámaðurinn ekki muninn á basa og sýru, enda eitthvað svo ósköp súr og stúrinn sjálfur - öðlingurinn.

Taka 2 fyrir Spámanninn:

"Flestir hugsandi menn skilja auðvitað að sjór er meira og minna basiskur..."

Spámaðurinn heldur því fram að lundinn sé í "djúpum skít."

Hér eru fréttir nokkra íslenskra fjölmiðla um íslenska lundastofninn 2015:

"Góð afkoma er í lundastofninum við Ísland þetta sumarið, einkum á Norður- og Austurlandi. Í Vestmannaeyjum er útlitið þó slæmt. Erpur Snær Hansen, líffræðingur, segir að það sé fullsnemmt að fullyrða að lundastofninn sé að rétta úr kútnum, en árið í ár virðist að minnsta kosti ætla að koma vel út."

http://www.eyjafrettir.is/frettir/lundastofninn-gerir-thad-gott-i-ar/2015-08-06

"„Þetta eru mestu breytingar sem við höfum séð frá því við fórum að skoða þetta á landsvísu árið 2010. En það er of snemmt að halda það að þetta geti verið eitthvað annað en bara eitt gott ár og svo kemur annað verra á eftir,“ segir Erpur."

http://www.ruv.is/frett/lundastofninn-gerir-thad-gott-i-ar

"Lundastofninn í Vestmannaeyjum aðeins farinn að taka við sér"

http://212.30.226.20/section/MEDIA98&fileid=VTV3EF92404-C26A-4AAB-9597-BBE251F4A895

"„Almennt séð er ástandið í Djúpinu gott. Lundinn í Djúpinu hefur mikið og fjölbreytt fæðuúrval“ segir Erpur. Við alla norðurströnd landsins er ástand lundastofnsins gott. „Það var reyndar hærri viðkoma í fyrra en á móti kemur að 2013 var algjört toppár þannig að það er ekki rétt að miða við það,“ segir Erpur."

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=189477

Almennt séð þá virðist glópahlýnunarspámaðurinn Valdi Súri, eða hvað hann nú raunverulega heitir sá góði prófastur, ekki skilja vísindi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband