Hinir eldri þurfa frekar geymslur en hinir yngri.

Stífar kröfur um að geymsla fylgi hverri íbúð koma yfirleitt illa niður á efnalitlu ungu fólki, sem í byrjun búskapar þarf ekki geymslur í sama mæli og hinir eldri síðar á ævinni.

Hægt er að leysa vandamál vegna geymslu ýmissa muna og hluta á einfaldan og ódýran hátt með haganlegum hilluinnréttingum sem skerða umgang um viðkomandi herbergi lítið sem ekkert.

Skárra er að slaka til á kröfum af þessu tagi heldur en að hafa þetta svo stíft að fólk neyðist til að búa í bílskúrum eða kúldrast við þröngan kost í foreldrahúsum.


mbl.is Borgi ekki milljón fyrir geymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Einmitt. - Ekki eru nú geymslur hjá fullorðna fólkinu í Austurbrún 2, 4 eða 6 eins og þú veist ansi vel, frumbygginn með fjölskylduna í 45m2 íbúðinni í Austurbrún 2. - Ég held að það sé enginn undir 60 ára þar og rétt er það, engar geymslur, og hvað þá að bílastæðahús eða bílskúrar hafi verið byggðir þótt nóg hafi verið plássið. Eru þessar blokkir ekki frá 1959+ eða svo ?

Már Elíson, 14.11.2015 kl. 18:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var svo heppinn að geta unnið mér inn fyrir 44m2 íbúð á kvöldin og um helgar í byggingarsamvinnufélagi á aldrinum 17-19 ára. Engin geymsla, einföld íbúð á 12 hæð var afraksturinn með besta útsýni og ljúfustu árum ævininnar í upphafi búskapar okkar Helgu.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2015 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband