Nýtt 30 ára eða jafnvel lengra stríð?

Þegar litið var til baka á 20. öld og skoðuð saga 17. aldar var hægt að undrast það hvernig þjóðir Evrópu gátu staðið í stanslausum styrjaldarátökum í 30 ár samfleytt, 1618-1638, í samnefndu stríð, að því er virtist út af trúardeilum.

Þótt þátttakendur í styrjöldunum væru margir, var helsti vígvöllurinn Þýskaland, eða miðja Evrópu.

En undir yfirborði átaka út af trúarlegum efnum lá hefðbundin valdabarátta ríkja og valdaafla.

11. september 2001 hófst ný tegund styrjaldar, hryðjuverkastríð, sem hefur staðið síðan og stungið niður kollinum víða um heim með stórum hryðjuverkum á borð við Madrid 2004, London 2005, Tsetseníu 2005 og París 2015.

En allan tímann hafa staðið yfir stríð tengd þessum hryðjuverkum, í Afganistan frá 2001, Írak og síðar Sýrlandi frá 2003.

Vígvöllur hryðjuverkanna hefur færst inn í miðja Evrópu og rétt eins og talið var nauðsynlegt 2001 að hertaka Afganistan, er stríðið gegn ISIS í Sýrlandi að verða að helsta verkefnið núna.

Inn í þetta stríð blandast ýmsir hagsmunir varðandi auðlindir og áhrif stórvelda, jafnvel endurómur af Kalda stríðinu, þótt á yfirborðinu séu þetta átök ólíkra menningarheima, sem koma fram í mismunandi túlkun og framkvæmd trúarbragða.

Hve lengi þetta ástand varir er erfitt að sjá. Sumir spáðu því þegar í lok Kalda stríðsins að 21. öldin yrði öld trúarbragðastyrjalda, en hvort það verður öll öldin eða bara fyrstu áratugir hennar á eftir að koma í ljós.


mbl.is Gróf atlaga að grunngildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt er mannana bölið

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 04:40

2 identicon

Ekki bara 21. öldin, heldur næstu aldir líka meðan pólítískur rétttrúnaður veiklundaðra stjórnmálamanna og vita gagnslausar loftárásir eru einu viðbrögðin gegn yfirgangi islamistanna. Þessi hryðjuverk og straumur flóttamanna er bein afleiðing af hernaðaríhlutun Vesturveldanna í Mið-Austurlöndum og N-Afríku. Spádómur Gaddafis um islamiseringu af Evrópu er að rætast, alveg eins og óskir nazistanna um sameinaða Evrópu undir forystu Þýzkalands hefur rætzt með ESB.

Ég get séð fyrir mér stóraukið fylgi við þjóðernissinnaða flokka í Evrópu út af þessu ófremdarástandi, ekki sízt við Front National. Ég er í sambandi við fólk í Frakklandi sem lítur á Hollande sem veimiltítu og vilja frekar sjá Marie Le Pen á forsetastólnum. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband