Drápu þeir alls hátt á fjórða hundrað manns?

ISIS segist hafa staðið fyrir því að drepa 224 farþega í rússneskri þotu á dögunum, langflestir farþegarnir voru rússneskir. 

Lýst var yfir þjóðarsorg í Rússlandi. 

Ekki mun sannast endanlega hvort þetta var hryðjuverk fyrr en að rannsókn lokinni, en langmestar líkur eru á því að þarna hafi ISIS verið að verki. 

Ef þetta er svona, hafa samtökin grandað á fimmta hundrað manns samtals í Frakklandi og Rússlandi og að þessar tvær stórþjóðir hafi orðið fyrir barðinu á þessum villimönnum. 


mbl.is Ættingjar árásarmanns handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem og gestir þínir, aðrir !

Það er: út af fyrir sig ágætt / að þú skulir vera farinn að rumska til betri vitundar um, við hvers lags óhæfu- og villimanna lýð er að etja, fjölfræðingur góður.

Næsta skref hérlendis - ætti að vera, að REKA þau Múhameðsku af landi brott, sem hér eru, og senda þau helzt til Saúdí- Arabíu og nágrennis, til sinna RÉTTU heimkynna, Ómar.

Það er nóg við að etja: hjá ísl. almenningi, í nauðvörninni fyrir skemmdar verkum innfæddra stjórnmála- og embættismanna, þó ekki bætist við heimska og ofstæki Mekku kreddunar, í ofanálag !

Með beztu kveðjum - sem oftar, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 16:52

2 identicon

Rekum úr landi alla sem hatast við einhver trúarbrögð. Og látum ekki neinu skipta hvort ættaðir séu frá Arabíu eða Akranesi. Illóskar Óhelgi Óhelgason er eins óvelkominn og fylgendur hugmyndafræði Islamska ríkisins. Enda lítill munur á skít og kúk.

Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 19:11

3 identicon

Sæll á ný - Ómar !

Vagns ræfill (kl.19:11) !

Reyndu: að koma fram undir fullu nafni, áður en ég eða aðrir, reynum að svara lítilmannlegum skeytum þínum.

Lítil reisn - yfir svona lúðahætti, Vagn !

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 20:21

4 identicon

Óskar Helgi kemur alltaf hreint fram.  Ólíkt t.d. vinstri grænum.  Þeirra ofbeldi er friður.  Þeirra olía er græn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 20:43

5 identicon

When False Flags Don't Fly

https://www.youtube.com/watch?v=TJgv39GtcJ0

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 21:40

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt bendir til þess já.  Mörghundruð manns.  Svo sprengdu þeir náttúrulega í Beirút 12.nóvember þar sem a.m.k. 40 létust.

Samt áður almennt um efnið, þá er að mínu mati ekki hægt fyrir Vesturlönd að líta framhjá því, að þau hafa verið í stríði þarna austur frá áratugum saman.

Uppá síðkastið hafa td. Frakkar látið til sín taka í loftárásum í samstarfi við BNA.

Talandi um stríð og sona, að þá spyr maður sig hvort ekki ríki ákveðin barnaskapur meðal margra a Vesturlöndum varðandi stríðsbrölt þeirra þar austur frá.

Maður spyr sig hvort margir hafi ekki gleymt því að það að fara á erlenda grund með valdi, - að það getur vel komið fram heimafyrir með gagnárás.  Svoleiðis er það stundum í stríðum.

Hinsvegar er það aðferðarfræði aðilanna sem vinna þessi voðaverk sem er svo sláandi.  Þeir eru ekkert endilega að einblína á hefðbundin hernaðarleg skotmörk.  

Skotmörkin eru í dag orðinn almenningur.  

Aðferðarfræðin minnir á byltingarsinnaða rússneska níhílistana á 19.öld.  Skeytingar- og miskunarleysið algjört.  Öll sýn er á óáþreyfanlegu markmiði í framtíðinni og það notað til réttlætingar.  Minnir á níhílistana á 19.öld í rússlandi. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2015 kl. 22:17

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Miklu fleiri.

Það eru þessir í París, ~130, + Rússneska þotan, ~220, + Beirút, ~50, + tugir hundruða í Sýrlandi og ég veit ekki hvað margir í Afríku og víðar.  Mörg þúsund.

Allt telur.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2015 kl. 22:39

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðferðarfræðin er alveg svakaleg.

Förum yfir þetta í mjög stuttu og einfölduðu máli.

1. Fyrst sprengja 3 sig við fótboltaleikvanginn.  Einn er með miða og reynir inngöngu en er stoppaður og sprengir sig þá.

2. Skothríð/sprengjur við fjölfarna verslunargötu eða hverfi.

3. Fjöldamorðin í leikhúsinu.

Allt þetta gerist á innanvið klukkutíma. 1 og 2 hafa þá sennilega verið ekki síst til að draga að athygli löggæslu og almannavarna til að gera leikhúsið enn varnarlausara.

Það vekur td. athygli að það skuli vera 3 sjálfsmorðssprengjumenn við fótboltavöllinn.  Maður hefði kannski haldið að það væri nóg einn.  En nei þrír.  Og enginn hvikar.

Þetta er alveg hrikaleg hugmyndafræði og kaldrifjuð.  Þ.e.a.s. að geta blokkerað sig svona frá öllum raunveruleika, fókuserað á fjarlægt markmið óáþreyfanlegt, - og réttlætt þannig ótrúlegustu gjörðir.  

Í Beirút var taktíkin, að fyrst sprengdi einn sig.  Fólk flyktist að til að kanna málið og koma til hjálpar.  Þá sprengdi annar sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2015 kl. 22:54

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Brautryðjendur í þessu í stórum stíl voru kamikaze árásarflugmennirnir japönsku sem steyptu flugvélum sínum fullum af sprengiefni niður á bandarísk herskip í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Ofsatrú var notuð varðandi þessa ungu menn sem tryggðu sér hæstu metorð í framhaldslífi með því að fórna lífi sínu fyrir hinn heilaga keisara.

Ómar Ragnarsson, 15.11.2015 kl. 23:13

10 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Það má segja að þetta hefi hafist með árás Palistínumanna á Ísralesku íþróttamennina á Ólimpíuleikunum í Munchen 1972. Það var fyrsta alvarlega dæmið um gíslatöku og morð framin af öfgahópum. 

Stefán Þ Ingólfsson, 16.11.2015 kl. 00:26

11 identicon

Mér hefur alltaf þótt mikið til koma hvað Víetnamar eru friðsamir. Aldrei hafa þeir svo mikið sem lyft hendi á móti Frökkum og Könum í þeirra heimalöndum, þrátt fyrir að þessi vesturveldi haf drepið mörg hundruð þúsund manns í Víetnam.

Þessu er öfugt farið á þeim svæðum sem herir Vesturveldanna hafa verið framtaksamastir undanfarið. Mið Austurlönd og Norður Afríka eru mun nær Evrópu, samgöngur og upplýsingaflæði eru mun betri, stór hópur íbúa þessara svæða býr nú þegar á Vesturlöndum og menningarheimur Islam er mun herskárri en Víetnama sem byggja sína siði á Tao og kenningum Konfúsíusar og Bhudda.

Sennilega eru þeir tímar liðnir að Vesturveldin geti farið með báli og brandi um fjarlæg svæði án þess að þurfa að blæða fyrir með mannfalli innan eigin landamæra.

Síðustu meiriháttar blóðsúthellingar í París voru hinsvegar ekki af völdum utanaðkomandi aðila. Þar var á ferðinni Parísarlögreglan undir stjórn gamla nazistaleppsins Maurice Papon (sem síðar var dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni).Þar slátraði lögregla 70-200 Alsírbúum sem höfðu uppi friðsæk mótmæli gegn nýlendustríði frakka í Alsír.

https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_massacre_of_1961

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 13:25

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einn aðalmaðurinn í árásinni virðist hafa verið frakki af alsírsku bergi brotinn.  Hann hafði gerst róttækur og fór til Sýrlands til liðs við Isis.  

Þaru enn ógróin sár í Frakklandi eftir Alsírstríðið og allt sem því fylgdi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2015 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband