Margir bakarar hengdir fyrir smiði?

Í vestrænum samfélögum gildir það að hver maður telst saklaus af ásökunum nema sannaðar séu.

Í harðorðum deilum í kringum sannaða lyfjamisnotkun Ben Johnsons á Ólympíuleikunum í Seuol 1986 var reynt að gera Carl Lewis, helsta keppinaut hans, tortryggilegan.

Ekkert sannaðist á Lewis og hann hefur æ síðan haldið gullverðlaunum sínum.

Frjálsar íþróttir eru einstaklingsíþróttir og því afar ósanngjarnt að refsa afreksfólki þar að ósekju fyrir misgerðir annarra.

Að vísu stunda þjóðirnar talningu á verðlaunum þegna sinna hverju sinni, en það breytir ekki eðli frjálsra íþrótta.

Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandið telur að það rússneska afreksfólk, sem nú hefur beðið um að fá að keppa á næstu Ólympíuleikum sem saklaust í þessum efnum, megi gruna um lyfjamisferli vegna þess hve almennt lyfjamisferli hafi verið hjá rússnesku frjálsíþróttafólki getur það aðeins sýnt tvennt:

1. Rangsleitni gagnvart fólki sem ekkert misferli hefur verið sannað á.

2. Úrræðaleysi og uppgjöf varðandi það að halda uppi eftirliti gagnvart lyfjamisnotkun, sem komi að gagni.

3. Hvort tveggja.

Ekkert af þessu er gott og brýn nauðsyn er að hreinsa þessi mál á þann hátt að komið sé í veg fyrir þetta skaðlega fyrirbæri sem stórskaðar íþróttirnar og jafnframt sýnd sanngirni.

 


mbl.is Ekki eyðileggja drauminn okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðastur manna skal ég vera til að dæma fólk fyrirfram, eða segja einhvern sekan án þess það hafi verið staðfest fyrir dómi, það er mannréttinda og réttarfarsregla. Þó er það alvarlegur mislestur á umfjöllun um lyfjabyrlun/misnotkun í íþróttum að verið sé að hengja saklausan bakara fyrir sekan smið, yrðu rússneskir íþróttamenn útilokaðir frá alþjóðlegri keppni, á Ólympíuleikum eða annarsstaðar. Í skýrslu WADA er nefnilega rökstutt að lyfjabyrlunin í rússneskum íþróttum hafi verið á vegum ríkisstofnana og nánast engir íþróttamenn undanskildir. Þetta er samskonar fyrirbrigði og í Austur-Þýzkalandi á sínum tíma. Byrlun lyfja ungu fólki án þess að það hafi í raun haft nokkuð um það að segja, sumt af því var samþykkt, annað vissi ekki um það. Einasta leiðin er að stöðva þessa ríkisbyrlun, þá verður að útiloka þátttöku borgara þeirra ríkja.

Svo er bara að bíða og sjá, hvenær fram koma áreiðanlegar upplýsgingar um lyfjabyrlun í knattspyrnu! 

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband