Tíminn í ræktinni, gönguferðir, hjólaferðir, - gefandi "tímasóun".

Þegar ég lít yfir lög, texta og hugmyndir, sem ég hef fengið um dagana, er áberandi hve mikið af þessu varð til af því að maður gaf sér tíma til að komast í annað umhverfi og athafnir en þetta hversdagslega, - leyfði sér að "sóa tímanum" svolítið í stað þess að vera í stanslausu kapphlaupi nútíma lífs.

Ef ég ek milli Akureyrar og Reykjavíkur í stað þess að fljúga tapa ég að vísu um 2-3 klukkustundum þegar allt er tínt saman, en á móti bregst það varla, að eitthvað dettur í hausinn á manni sem annars hefði ekki gert það.

Ég hef ekki tölu á þeim lögum og textum sem hafa að mestu orðið til í akstri, stundum til að halda sé vel vakandi á löngum ferðum.


mbl.is Göngutúrar í stað sálgreiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband