18.11.2015 | 20:34
Öfgar í veðrinu eins og spáð var.
Það hefur vakið athygli að undanförnu að veðurlag hefur verið sérstaklega hlýtt bæði í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu.
Hins vegar hefur illyrmislegur helblár kuldapollur verið á svæðinu milli Grænlands og norðausturstrandar Kanada, og vitað er að fyrir suðvestan Ísland hefur sjór orðið svalari en áður síðustu misserin.
Það er í samræmi við nánast allar tölvuspár vísindamanna varðandi hlýnun lofthjúpsins.
Undanfarnar vikur hefur veðrið yfirleitt verið hlýrra hér á landi en spáð hefur verið og hefur sést vel að það hefur verið að þakka hinum mikla hlýja loftmassa yfir Evrópu sem hefur þrýst sér til norðvesturs og haldið í við kuldann fyrir norðvestan Ísland.
Í ferð um Bæjaraland í Þýskalandi og Austurríki fyrir tíu dögum var stundum allt að 22ja stiga hiti og heiðskírt, mjög óvenjulegt miðað við árstíma.
En nú virðist hið óhjákvæmilega að gerast að kuldapollurinn sækir í sig veðrið í bókstaflegri merkingu og sækir til suðausturs með þeim afleiðingum, að reyndir veðurfræðingar eiga erfitt með að trúa þeim veðuröfgum sem virðast blasa við.
Hér á landi eru allmargir sem miða trú sína á það að hlýnun jarðar sé tilbúningur við það að á okkar hnattsvæði, eða suður af landinu, eru sjór og þar af leiðandi loft heldur svalari en fyrsta áratug aldarinnar.
En þótt okkur sýnist þetta býsna stórt svæði, gildir um meðalhitann á jörðinni að hann heldur áfram að hækka til lengri tíma litið, rétt eins og hann hefur gert meira en heila öld.
Að vísu koma nokkurra ára sveiflur upp og niður, en þegar horft er yfir allt þetta tímabil í heild sést, að smám saman verður hitinn á toppum og í lægðum línuritsins hærri og hærri.
Spá allt að 30°C hitasveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðastliðinn fimmtudag:
Collapsing Greenland glacier could raise sea levels by half a metre, say scientists
Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 22:22
Það fer vel á því að órar Óra um meinta "veðuröfga" séu botnaðir af hliðarsjálfi rafmagnshjólaknapans, Steina rugludalli Briem :)
Báðir annálaðir innlagnarmeistarar í húsi öfganna við sundin blá . . .
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.