19.11.2015 | 19:16
Tonnin voru allt 1950 og eru enn sumum allt.
Á ríkisstjórnartima Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1950-56 var Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna notuð til að reisa vatnsaflsvirkjun í Írafossi í Soginu og tvær verksmiðjur til að framleiða afurðir, sem hægt væri að mæla í tonnum, Sementsverksmiðjuna á Akranesi og Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.
Þá var algerlega óhugsandi að neitt nema framleiðsla á verðmætum, sem hægt var að mæla í tonnum, gæti leitt af sér atvinnusköpun.
Síðan eru liðin 65 ár og þessi hugsun hefur verið leiðandi stef í atvinnumálum hér á landi og allt miðast við það sama og 1950, að skapa atvinnu fyrir verkafólk við að framleiða áþreifanlegar vörur, sem mæld sé í tonnum.
Enn fleiri álver eru efst á blaði.
Fyrir 65 árum hefði það þótt alger fjarstæða að neitt atvinnuskapandi gæti verið í Gufunesi sem ekki framleiddi svo og svo mörg þúsund tonn.
Að þar risu byggingar sem framleiddu afurðir hugvits eingöngu, sem ekki væri hægt að setja á vog, hefðu verið kallaðir órar, jafnvel geimórar, sem eins og sagt var um þá hugmynd fyrir 25 árum að hægt væri að hafa tekjur af því að skoða hvali í stað þess að skjóta þá.
Kvikmyndaver í Gufunesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:18
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:19
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í hnotskurn.
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:20
Og Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:21
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Steini Briem, 21.7.2010
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:23
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:26
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna.
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:28
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:29
24.8.2015:
Lágt álverð dregur niður hagnað Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:31
18.8.2015:
Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:32
16.9.2015:
Álverið í Straumsvík rekið með tapi frá degi til dags og tapið fer vaxandi segir Rannveig Rist forstjóri
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:34
29.10.2015:
"Í birtum tölum Hagstofu Íslands námu heildargjaldeyristekjur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja um 304 milljörðum króna á árinu 2014 og gera má ráð fyrir að þær verði um 350 milljarðar króna á þessu ári.
Af þessum tekjum er áætlað að rúmlega 200 milljarðar séu tilkomnir vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands en um 150 milljarðar tekjur íslenskra flug- og ferðaþjónustufyrirtækja af erlendum ferðamönnum (þ.e. fargjaldatekjur erlendra ferðamanna til og um Ísland að stærstum hluta, sem og tekjur vegna umsvifa íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja erlendis).
Þessi skipting á ekki að koma á óvart og hefur legið fyrir um árabil og er í samræmi við alþjóðlega staðla um milliríkjaviðskipti."
Tekjur af erlendum ferðamönnum ekki ofmetnar
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:36
Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:40
24.3.2015:
Spá 430 milljarða króna gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu hér á Íslandi árið 2017
Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 20:41
Það var líka mjög auðvelt að mæla afurðir þessara verksmiðja í gjaldeyri (sem sparaðist).
ls (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.