Er bara í fínu lagi að halda aðgerðaleysinu áfram?

Tengd frétt á mbl.is er um hluta af því áhættuspili sem nú er spilað með loftslag, höf og lífríki jarðar. Hér er linkur inn á Youtube um þetta efni:  https://youtu.be/y_rFz-gF5dg

Í stað skrifa á bloggi er þarna sungið á Youtube um það að taka nú til hendi og kýla á það af baráttugleði að leysa verkefnin sem við blasa, þurrð á jarðefnaeldsneyti og nauðsynlegumm auðlindum eins og fosfór.

Eða eigum við bara að halda áfram eins og ekkert sé? Og láta óhjákvæmilega þurrð olíunnar dynja yfir afkomendur okkar án aðgerða, láta komandi kynslóðir blæða fyrir eigingirni okkar?

 

P.S. Tónlistarmyndbandið er nú líka komið inn á facebook síðu mína.


mbl.is Áhrif koltvísýrings mögulega vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eða eigum við bara að halda áfram eins og ekkert sé?"

Þín skoðun en ekki staðreynd, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 22:02

3 identicon

Til hamingju með "Let it be done".

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 22:17

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til að fá sem raunsannasta niðurstöðu, þá þurfum við líklega að leyfa öllum sjónarmiðum/skoðunum að komast að og virka án útstrikana?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.11.2015 kl. 23:01

5 identicon

Það verður ekki af Óra tekið að hann ætlar seint að toppa sjálfan sig í glópahlýnunarbullinu:

"Eða eigum við bara að halda áfram eins og ekkert sé? Og láta óhjákvæmilega þurrð olíunnar dynja yfir afkomendur okkar án aðgerða, láta komandi kynslóðir blæða fyrir eigingirni okkar?"(!)

Staðreyndin er að:

Olíu- og gasbirgðir jarðar gætu tvöfaldast fyrir 2050 þrátt fyrir mikla aukningu í orkuneyslu!

http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/energy/oilandgas/11971280/The-Earth-is-not-running-out-of-oil-and-gas-BP-says.html?fb_ref=Default

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 23:26

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Okkur er víst öllum hollt að skammast okkar út í þögulan krók, og hlusta á skilaboðin í þögninni.

Áreiti og hraði nútímans eru skaðleg fyrir alla, óháð stöðu hvers og eins, og svo framvegis...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.11.2015 kl. 23:57

7 identicon

Vel ort Anna

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 01:35

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er að óttast?

http://www.thetimes.co.uk/tto/environment/article4617659.ece

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2015 kl. 03:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.

"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.

Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.

Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."

Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?


"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 06:33

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.4.2009:

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 06:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 06:38

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.11.2015:

"Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum hér á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna.

Rafbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú í kringum sex hundruð.

Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár."

"Hraðhleðslustöðvar sem Orka náttúrunnar (ON) hefur einungis boðið upp á hingað til gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins 20 mínútum."

""Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum en nú eru þeir um sex hundruð.

Auðvitað geta allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að setja stöðvarnar upp," segir Jón Sigurðsson viðskiptastjóri í söludeild Orku náttúrunnar.

Hann segir að ætlunin sé að fjölga stöðvunum og til dæmis verði tvær stöðvar settar upp á Akureyri nú í vetur."

Brýn þörf er á að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla hér á Íslandi sem hefur fjölgað gríðarlega síðastliðið ár

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 06:53

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"As Fischetti reports for Scientific American, if all 139 countries followed their plans for permanently ditching fossil fuels, it would open up 24 million construction jobs and 26.5 million operational jobs, each with a 35-year lifespan, which more than covers the 28.4 million jobs that would be lost in collapsed fossil fuel industries.

The change would also lead to considerably cleaner air, which the engineers have estimated will prevent the 3.3 to 4.6 million premature deaths that occur every year due to atmospheric pollution.

Right now, these deaths cost around 3 percent of the global GDP to mitigate."

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 08:38

17 identicon

Sreini málefnalegi er byrjaður aftur, guð sé lof.

Var farinn að sakna hans

S. Breik (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 09:34

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tilkynnti um daginn um beitingu ritstjórnarvalds míns til útþurrkana ef ég teldi mig neyddan til þess. Sjö athugasemdir Steina núna eru allar um málefnið sem rætt er um og fimm sinnum færri en var hjá honum um daginn.   

Í alþjóðlegri samantekt yfir olíu- og gasbirgðir jarðar sést vel, að engar nýjar olíulindir hafa fundist á jörðinni sem eru líkt því eins hagkvæmar og olíulindirnar við Persaflóa, og það er ómótmælanleg staðreynd, að þær munu ganga til þurrðar á næstu áratugum.

Sádarnir vita það vel sjálfir og nýta fjárráð sín núna til þess að verða viðbúnir því.

Framboði á olíu er haldið uppi og verði á olíu er haldið niðri með því að ganga nógu hratt á þessar birgðir, og einnig með bergbroti í Norður-Ameríku sem er augljóslega að pissa í skóinn sinn.

Með því að halda verðinu niðri með beitingu skómigustefnunnar er Rússum, Norðmönnum og fleiri þjóðum gert erfitt fyrir af pólitískum ástæðum, af því að olíulindir á nyrsta hluta jarðar eru miklu óhagkvæmari en lindir Arabanna og sumar svo óhagkvæmar, að það borgar sig ekki að opna þær.

Yngstu barnabörnin okkar verða enn á lífi 2075 og barnabarnabörnin um næstu aldamót.   

Ómar Ragnarsson, 20.11.2015 kl. 09:57

19 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 10:25

20 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 10:26

21 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 10:36

22 identicon

Af öllum þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram, þá finnst mér athugasemdir Þorsteins Sch. Thorsteinssonar bestar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 12:18

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þín skoðun en ekki staðreynd, "Helgi Jónsson".

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 13:16

24 identicon

þín skoðun er staðreynd Steini

S. Breik (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 14:13

25 identicon

"The world is no longer at risk of running out of oil or gas, with existing technology capable of unlocking so much that global reserves would almost double by 2050 despite booming consumption, BP has said.

When taking into account all accessible forms of energy, including nuclear, wind and solar, there are enough resources to meet 20 times what the world will need over that period, David Eyton, BP Group head of technology said.

"Energy resources are plentiful. Concerns over running out of oil and gas have disappeared," Mr Eyton said at the launch of BP's inauguralTechnology Outlook.

Oil and gas companies have invested heavily in squeezing the maximum from existing reservoirs by using chemicals, super computers and robotics. The halving of oil prices since last June has further dampened their appetite to explore for new resources, with more than $200bn-worth of projects scrapped in recent months.

By applying these technologies, the global proved fossil fuel resources could increase from 2.9 trillion barrels of oil equivalent (boe) to 4.8 trillion boe by 2050, nearly double the projected 2.5 trillion boe required to meet global demand until 2050, BP said.

With new exploration and technology, the resources could leap to a staggering 7.5 trillion boe, Mr Eyton said.

"We are probably nearing the point where potential from additional recovery from discovered reservoir exceeds the potential for exploration."

The world is, however, expected to reduce its reliance on fossil fuels in favour of cleaner sources of energy as governments introduce policies limiting carbon emissions in order to combat global warming.

"A price on carbon would advantage certain resources," Mr Eyton said.

Governments are expected to agree on a framework to limit global warming by limiting carbon emissions at the United Nation's climate summit in Paris starting this month. European oil companies have urged policy makers to introduce a global price on carbon that will favour the use of less dirty natural gas at the expense of coal.

"Ultimately, national and international policies will determine how much of and which resources will be produced."

"We envisage increasing competition between energy resources," he said. "This will likely result in increased competition in the energy market and disruption for the incumbent."

In North America, a price of $40 per tonne of carbon would make gas turbine power plants more cost-effective than coal, BP said.

However, an $80 per tonne price on carbon would make onshore wind technology competitive with gas-fired power and would also make carbon capture and sequestration with gas-fired power economic.

And while oil is expected to be the main source fuelling the transport sector by at least 2035, electric vehicles could approach cost-parity with the internal combustion engine, due to advances in battery technology, BP said.

BP, the largest operator of solar and wind power among its peers, will see its investment portfolio evolve over time in line with government policies, Mr Eyton said."

Lykilatriði fyrir Óra:

"By applying these technologies, the global proved fossil fuel resources could increase from 2.9 trillion barrels of oil equivalent (boe) to 4.8 trillion boe by 2050, nearly double the projected 2.5 trillion boe required to meet global demand until 2050, BP said.

With new exploration and technology, the resources could leap to a staggering 7.5 trillion boe, Mr Eyton said."

http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/energy/oilandgas/11971280/The-Earth-is-not-running-out-of-oil-and-gas-BP-says.html?fb_ref=Default

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 14:50

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er að sjálfsögðu staðreynd að ég hef skoðanir á fjölmörgu eins og allir aðrir en er lítið að gapa um þær hér.

Nafnleysingjarnir halda hins vegar greinilega að allir hafi gríðarlega mikinn áhuga á þeirra skoðunum.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 15:15

27 identicon

"LONDON, Nov 2 The world is no longer at risk of running out of oil or gas for decades ahead with existing technology capable of unlocking so much that global reserves would almost double by 2050 despite booming consumption, oil major BP said on Monday."

http://www.reuters.com/article/2015/11/02/energy-tech-bp-idUSL8N12X2HT20151102#YebswdDQXq0UYHuZ.97

"Thanks to investment into supercomputers, robotics and the use of chemicals to extract the maximum from available reservoirs, the accessible oil and gas reserves will almost double by 2050."

http://eandt.theiet.org/news/2015/nov/bp-global-oil-reserves.cfm

"Technology can be used to increase the world’s proved oil and gas reserves by two thirds -- almost double the amount needed to meet demand through 2050 -- keeping energy supplies plentiful and affordable, according to BP Plc."

http://www.bloomberg.com/news/articles/2015-11-03/bp-says-technology-can-keep-oil-and-gas-abundant-affordable

"Advances in oil and gas exploration technology have ensured the world is no longer at risk of running out of resources, BP said on Monday. Thanks to investment into supercomputers, robotics and the use of chemicals to extract the maximum from available reservoirs, the accessible oil and gas reserves will almost double by 2050."

http://futuristech.info/posts/peak-oil-new-study-shows-reserves-could-double-by-2050-hopefully-will-lower-price-of-oil-and-solar-etc-will-be-globally-competitive

"RIYADH: The world is no longer at risk of running out of oil or gas with existing technology capable of unlocking so much that global reserves would almost double by 2050 despite booming consumption, oil major BP is now saying.

Taking into account all accessible forms of energy, including nuclear, wind and solar, there are enough resources to meet 20 times what the world will need over that period, David Eyton, BP Group head of technology was quoted as saying by The Telegraph."

http://www.dawn.com/news/1218178

"Oil today stands at around $50 a barrel, having more than halved since June 2014 after global supplies dramatically rose due in large part to the U.S. shale oil boom but also due to the unlocking of huge offshore reserves in Brazil, Africa and Asia.

"We all talk about 'peak supply' and maybe with shale that is becoming a disabused concept. I have begun feeling that... we are coming to peak demand towards 2030," Taylor said on Nov. 5 at The Economist Energy Summit in London.

"I believe we may not see $100 (a barrel) ever again," Taylor said."

http://www.oilandgasinvestor.com/oil-demand-could-hit-apex-too-826366

Hér að ofan eru sex (6) glænýjar heimildir sem hrekja órana í Óra. 

Sjálfur lætur hann sér nægja að vitna í sjálfan sig hvað heimildir varðar og íslenska rafmagnsreiðhjólaklanið fellur í stafi yfir gasprinu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 16:15

28 identicon

Til hamingju með lagið Ómar, það er mjög gott framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Ég hef gert skýrslu um möguleika okkar íslendinga til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Skýrslan er hér.  

https://word.office.live.com/wv/WordView.aspx?FBsrc=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fattachments%2Ffile_preview.php%3Fid%3D1671040356472506%26time%3D1448036173%26metadata&access_token=653694564%3AAVKLb5x9N8dUhkEy7Tua5tuJj_4ZtHOVOtBYK7HTZ3LG-A&title=Kolefnishlutlaust+%C3%8Dsland.docx

Guðrún (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 16:21

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ofangreint tal um stórfellda aukningu á vinnsluhæfu jarðefnaeldsneyti er algerlega á skjön við nýjustu skýrslu Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, sem Ketill Sigurjónsson birtir á orkubloggi sínu.

Einnig allt það sem ég hef áður séð tíundað í fjölmiðlum og á ráðstefnum um þessi mál.

Ómar Ragnarsson, 20.11.2015 kl. 20:42

30 identicon

Hefur þú nokkurn tímann velt því alvarlega fyrir þér, Ómar Ragnarsson, að kannski, hugsanlega, ef til vill gætir þú haft rangt fyrir þér?

"Gríðarlegar gas lindir hafa fundist í Bretlandi síðustu mánuðina og ljóst er af þessu að Bresk stjórnvöld ætla sér að feta sama veg og Ameríkanar hafa gert eftir að gaslindir sem talið var að væru þurrar þar í landi fengu nýtt líf með nýrri bortækni. Þessar gaslindir hafa haft mikil lækkandi áhrif á raforkuverð í Bandsríkjunum. Líklegt er að það sama verði upp á teningnum hjá Bretum."

http://veggurinn.is/20/11/2015/ny-langtimamarkmid-breta-i-raforkumalum/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 21:34

31 identicon

Svo er náttúrulega bara fyndið að Ómar Ragnarsson fullyrði að "Ofangreint tal um stórfellda aukningu á vinnsluhæfu jarðefnaeldsneyti er algerlega á skjön við nýjustu skýrslu Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, sem Ketill Sigurjónsson birtir á orkubloggi sínu."

Þegar Orkubloggið er skoðað er nýjasta umfjöllun um " glænýja framtíðarsýn Alþjóða orkustofnunarinnar (IEA). Þar er höfuðáherslan á mikinn vöxt kolefnislausrar raforku." Þessi skýrsla IEA er að sjálfsögðu uppklapp fyrir Parísarráðstefnuna og Ketill getur þess réttilega að "Hvort þessi spá gengur eftir er auðvitað ómögulegt að fullyrða nokkuð um. Hvort þetta telst raunhæft hjá IEA mun m.a. ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á Parísarráðstefnunni nú í byrjun desember."

Það sem raunverulega skiptir máli kemur hins vegar fram í næstu grein Ketils um Ofgnótt. "Það er offramboð af olíu. Það er offramboð af áli. Það er offramboð af kopar. Og það er offramboð af stáli. Og fleiru."

Ketill vísar í http://www.theglobeandmail.com/ en þar kemur fram að "Goldman Sachs said there remained a downside risk to oil prices “as storage utilization continues to climb”.

“We don’t believe that current prices present an appealing entry point,” the Wall Street bank added."

Græna, rándýra orkan er á undanhaldi og skipbrot hjá IPCC/UN er því framundan á komandi Parísarráðstefnu. Heimsendaspádómar, margtuggnir og endurnýttir, um meintan skort á kolum, gasi og jarðolíu í nánustu framtíð eru einfaldlega innistæðulaus skáldskapur - hræðsluáróður glópahlýnunarsinna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 22:25

32 identicon

Allt er þegar þrennt er. Eftirfarandi lesning er bráðnauðsynleg fyrir veruleikafirrta glópahlýnunarsinna:

America's Infinite Resource: Oil

Friday, August 28, 2015

"Over that time period one thing has been constant: doomsayers and declinists have predicted that we would soon drill the last barrel of oil. Famously in the 1920s, the U.S. Department of Interior projected less than a few decades worth of recoverable oil in the United States.‎ Jimmy Carter declared in 1980 that by 2000 we'd be nearly out of oil - running on empty.

Last month, the Department of Energy reported that the United States hit a new energy milestone: we produced 9.52 million barrels a day. That was very close to the highest output level in recorded history. So much for running out.

Something else has happened in recent weeks that almost no one - least of all President Obama - would have predicted. The price of oil fell below $40 a barrel.Adjusted for inflation, that makes oil cheaper today than almost at anytime in history. These are nearly the lowest prices ever. Adjusted for wages, we work less to get gasoline and oil today than ever before."

http://www.cbn.com/cbnnews/finance/2015/August/Americas-Infinite-Resource-Oil/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 00:27

33 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt í einu eru "vísindi" BP orðin að því eina sem rétt er. Mikið framboð af olíu og lækkandi orkuverð í kjölfarið segir ekkert til um það hve mikið er eftir heldur einungis það, að meðan eitthvað er eftir, munu Sádarnir drepa möguleika endurnýjanlegrar orkum með því að gera hana ósamkeppnishæfa í bili.

Ég sá um daginn að hinar "gríðarlegu gaslindir" myndu aðeins duga í nokkra mánuði varðandi orkuþörf jarðarbúa.

Ómar Ragnarsson, 21.11.2015 kl. 19:14

34 identicon

"Ólyginn sagði mér" dugar ekki í vísindum Ómar Ragnarsson. Það er frumskilyrði að finna orðum sínum stað, geta heimilda ef maður er ekki að skálda upp hlutina.

Tilvísun í frumheimildir væri vel þegin ef þú ert á annað borð fær um sómasamlega heimildarvinnu.

Ný stefna Breta í orkumálum:

Energy Secretary Amber Rudd said investment in nuclear power was vital to the government's policy.

"Gas is central to our energy-secure future," she said. "So is nuclear."

http://www.bbc.com/news/business-34851718

 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband