20.11.2015 | 20:32
Þetta var hægt áfallalaust fyrir 60 árum.
Ég vann í nokkur sumur á unglingsárum við gröft á húsgrunnum og hitaveituskurðum og lengst af við að bora holur fyrir sprengiefni í klappir og við það að ganga tryggilega frá fyrir sprengingar.
Sprengt var í óteljandi skipti og aldrei fór neitt úrskeiðis.
Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að gera þetta núna eins og fyrir 60 árum.
Ótrúleg heppni að ekki varð slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugsanlega vegna þess að ný og öflugri sprengiefni eru komin í dag. En samt ætti þetta að vera öruggara því að í dag er miklu meiri þekking komin í þessa grein. Það hlýtur þessvegna að vera reynslulaus/ reynslulausir sprengjumenn sem hafa komið fyrir hleðslunum eða bergið eitthvað ófyrirséð.
Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 08:12
Þeir eru ekki með þungu motturnar.
GB (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 09:11
Þeir eru að spara með því að hafa hleðslunar sem stærstar. Ræktunarsamband X- og Y (dulnefni nema fyrri hlutinn) sprengdu næstum húsið sem ég bjó í fyrir 25 árum, í loft upp, þegar verið var að spengja fyrir Heilsugæslumiðstöð Vesturbæjar! Sprungur og lagnir fóru úr skorðum! Farið var í skaðabótamál sem við unnum! Verst er að eftirlit skuli ekki hafa verið bætt aldarfjórðungi síðar!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.