21.11.2015 | 11:26
Draumur ISIS: Ótti og skelfing í stað friðar og öryggis.
Villimennska liðsmanna Íslamska ríkisins er dæmalaus í sögu síðustu þúsund ára að því leyti, að þeir sækjast eftir að eyða siðmenningunni, sem þróast hefur í heiminum í mörg þúsund ár.
Nasistar stálu listaverkum en eyddu þeim ekki. Bolsévikar hrófluðu ekki við Kreml.
En Talibanar í Afganistan sprengdu fornar styttur af Búdda í loft upp og nú fréttist af þeirri ætlan ISIS-manna að sprengja Péturskirkjuna og eyða sem flestum öðrum dýrustu menningarverðmætum heimsins.
ÍSIS-menn hata það öryggi og friðsæld sem samfélög heimsins hafa náð fram á grunni kjörorðanna frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Takmark þeirra er að í stað friðar og öryggis ríki ótti og skelfing alls staðar í heiminum og fátt gleður þá meira en ef lögregluríki óttans verður komið á og andi haturs og átaka breiðist út.
Engar lestir vegna yfirvofandi ógnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar minn. Ég er almættinu algóða mjög þakklát fyrir að kunna að meta það að vakna "lifandi" á hverjum morgni. Hver dagur á jörðinni er vanþökkuð gjöf.
Ef við ætlum að láta óttan heltaka okkur, þá mun kvíði og þunglyndi óttans fljótlega skemma heilsuna of mikið. Við höfum nú þegar of mikið af þunglyndi og næringar-efnaskorts-sjúkdómum.
Við erum ekki eilíf né örugg á jörðinni. Það eru gömul og ný sannindi sem ekki þarf að efast um né óttast.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2015 kl. 11:47
Þeir sem alast upp við óöryggi og stríð vilja kannski breiða út óttann og skelfinguna til að gæta jafnræðis. Kannski er þetta sprottið af einhvers konar jafnaðarhugsjón. Það vantar snoturt kjörorð utan um einmitt þessa sýn jafnréttis. Eða hvað. Sætt er sameiginlegt skipbrot sagði einhver.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 12:10
Elín mín. Kærleikur, byggður á vel meinandi og ábyrgri fræðslu, er kannski fær leið til friðar?
Það er ekki til óekta kærleikur.
Sjúkt fólk getur ekki skapað sjálfs-ímyndaðan jöfnuð, með stríðsárásum. Það skilja líklega flestir.
Hvernig getum við siðmenntað mannskepnurnar á friðsaman hátt? Ekki veit ég það.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2015 kl. 12:22
Æ ég veit það ekki Anna Sigríður. Vinstri grænu Nató sinnarnir gætu hætt að fleyta kertum og subba þannig út tjörnina. Það væri sennilega það minnsta.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 14:10
Já, hvað er fólk að pæla. Gerir það sér ekki grein fyrir því, að það er afar, afar óþægilegt fyrir hina vinstrisinnuðu pólitísku rétttrúnaðarkirkju, að fólk sé að tapa sér af hræðslu?
Sjáum til, við erum í miðri félagslegri tilraun vinstrimanna, að skapa fagurt fjölmenningarþjóðfélag, og öll hræðsla er að sjálfsögðu ekki boðleg, þar sem hún fellur ekki að kerfinu. Og eins og við vitum, að öll vinstrikerfi byggja á því að fólk skuli víkja fyrir kerfinu, ef hagsmunir stangast á.
Nei, vinstrimenn vita auðvitað fyrir víst, að hægt er að kúga og berja hræðsluna úr rasistapakkinu, og fengið það til að kyrja Cumbaja eins og vinstrihipparnir, milli þess að það að það syngur Imagine eftir konunýðinginn og siðblindingjann John Lennon.
Við skulum vona það Ómar, að þín börn, og barnabörn verði nú drepin síðast., svo þau hafi nægan tíma til að þakka þér og hinum vinstrimönnunum.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 15:12
Ómar, hvar sérðu að það sé markmið ISIS að eyða siðmenningu síðustu þúsund ára? Þeir tala vissulega um að endurreisa kalífatið, en það leið undir lok 1924 með falli Ottómana. Þeir vilja hverfa að mörgu leyti aftur til tíma Múhammeðs en margir kristnir ofsatrúarflokkar vilja hverfa enn lengra aftur, t.d sumir þeirra sem standa að blaðaútgáfu á Íslandi í dag.
ISIS eru venjuleg þjóðfrelsishreyfing eins og svo margar sem við höfum séð á 20. öldinni, ná t.d. engan veginn Khmer Rouge í grimmdarverkum, né nærri IRA og öðrum borgarskæruhreyfingum á 8. og 9. áratugnum í manndrápum í hryðjuverkum í Evrópu.
Nú er ekki lengur í tísku að nota kommúnismann sem hugsjón þjóðfrelsishópa, en Islam kemur þar í staðinn og gagnast vel. Kristni hefði ekki hentað síður eins og dæmin sanna frá Afríku og BNA.
ISIS hefur nútíma fjölmiðlatækni og stundar hefðbundið hryðjuverkastríð sem þeir kynna jafnóðum á Netinu - nokkuð sem aðrar slíkar hreyfingar hafa ekki gert áður.
Og bragðið hefur heppnast hjá þeim, því laumu-ISIS liðar um alla Evrópu rísa nú upp og hvetja til mismununar, ofsókna og ofbeldis. Sem er akkúrat tilgangurinn hjá ISIS! Það er eins og þeir hafi fengið rullubókina tilsenda.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2015 kl. 15:51
Getur verið að "...og eyða sem flestum öðrum dýrustu menningarverðmætum heimsins..." sé lýsandi dæmi um hvernig flest "menningarverðmæti" okkar hafi raunverulega ekkert menningarlegt gildi, aðeins fjárhagslegt? Að einfaldur gullbikar sem lokaður var inní skáp og drukkið úr við vígslu biskupa sé talið merkilegra "menningarverðmæti" en tréaskur sem vinnumaður skreytti, merkti og borðað úr í áratugi? Að Píkassómálverk sé í okkar augum mikilvægari menningararfur en heimili og vinnustaður átta kynslóða bakara í Dresden? Og hvernig má það vera að í lagi sé að brjóta niður gömul frystihús og brenna vertíðarbáta en 3000 ára fjós í Sýrlandi eða kirkja á Ítalíu sé okkur ómetanlegur menningararfur?
Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 16:28
Það er ný sýn á menningarverðmæti að Péturskirkjan í Róm og önnur hliðstæð mannvirki falli ekki undir það hugtak.
Ómar Ragnarsson, 21.11.2015 kl. 16:45
Péturskirkjan í Róm og önnur hliðstæð mannvirki skila miklum tekjum og eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. En hvort það geri þessi mannvirki að menningarverðmætum og þá eitthvað merkilegri menningarverðmætum en Glaumbæ í Skagafirði, Hval 6 eða mastrinu á Gufuskálum er spurningin. Er mat okkar byggt á menningarlegu gildi eða verðmiðanum? "...og eyða sem flestum öðrum dýrustu menningarverðmætum heimsins..."
Þó menn fái glýju í augun af dýrustu menningarverðmætum heimsins, gulli og gersemum þá er ekki endilega um menningarlega merkilega hluti að ræða. Stundum er kirkja bara kirkja og fjós bara fjós sama hver verðmiðinn er.
Á Páskaeyju eru ævafornar styttur. Menningin sem skóp þær er löngu horfin. Þær hafa enga merkingu í okkar menningu. Er um menningarverðmæti að ræða eða bara forvitnilegar fornleifar?
Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 17:31
Sem dæmi um menningarverðmæti í Róm er Sixtínska kapellan með listaverkum Michelangelos. Er hún bara á pari við íslenskt fjós? Eða Scala-óperan, sem hryðjuverkamennirnir vilja eyðileggja?
Péturskirkjan er metin sem eitt af 60 merkilegustu manngerðu undrum veraldar.
Talsmenn Ríkis íslams nefna aðeins nokkur af hliðstæðum verðmætum, en í sama klassa eru til dæmis Taj Malam á Indlandi, Frelsisstyttan í New York, Kreml í Moskvu og Versalir nálægt París og að sjálfsögðu myndu villimennirnir tortíma þeim ef þeir gætu.
Ég undrast verðmætamat Hábeins.
Ómar Ragnarsson, 21.11.2015 kl. 19:05
Merkilegustu manngerðu undur veraldar þurfa ekki að vera menningarverðmæti. Það er ekkert samasemmerki þar á milli.
Ég undrast það að verðmiðinn skuli ráða því hvað Ómar kallar menningarverðmæti. Það er annað mat en hann notar við mat á náttúruverðmætum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 19:21
Jú, það er rétt. Péturskirkjan er auðvitað stórmerkilegt fyrirbrigði. Alveg svaka arkitektúr og svo listrænt allt að ávalt er undrunarefni. (Það þarf að vísu fyrir dæmigerðan íslending en fara til Danmerkur til að verða hissa á hvernig menn gátu byggt á fyrri öldum)
En það sem maður spyr sig soldið að í sambandi við Isis og þeirra voðaverk síðustu vikur, að hvort þeir hafi marga menn til að fórna sér á þennnan hátt sem sjá hefur mátt. Í raun sjálfsmorð en myrða um leið fjölda fólks.
Náttúrulega, við þessari taktík er afar erfitt að bregðast. Ísrael þekkir það vel. Við vitum hvernig þeir hafa reynt að leysa málin.
Miðað við voðaverkin í Frakklandi er eins og þeir hafi bara nóg af fólki í þetta. Að drepa sig og aðra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2015 kl. 22:33
Edit: ,,Það þarf að vísu fyrir dæmigerðan íslending ekki annað en fara til Danmerkur til að verða hissa á hvernig menn gátu byggt á fyrri öldum"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2015 kl. 22:34
Menningarverðmæti sem ISIS eyðileggur eru liður í fjáröflun þeirra fyrst og fremst. Fyrst stela þeir öllu sem þeir geta selt, síðan sýna þeir væntanlegum kaupendum að staðurinn hafi verið sprengdur í loft upp. Þar með engin hætta á að hægt sé að rekja hina illa fengnu hluti.
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.11.2015 kl. 10:44
Ekki fatast Hilmari frekar en fyrri daginn í bölbænum sínum gagnvart mér, börnum mínum og barnabörnum.
Ómar Ragnarsson, 22.11.2015 kl. 22:17
Ég hélt að þú værir svona nokkurn veginn mellufær á íslensku, Ómar. Ég var að vona að þín börn og barnabörn yrðu drepin síðast, sem þýðir nákvæmlega það, síðust, þegar búið er að drepa alla aðra.
Annars held ég að þú hafir skilið þetta mætavel, og að þú hafir bara verið að leika fórnarlamb, í von um svolitla meðaumkun lesenda.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.